Eftir langa þögn....

kemur smá stuna frá mér. Ég vill nú byrja á að þakka fyrir allar kveðjurnar með dótturina í síðasta mánuði, þær voru svo krútt InLove En ég hef bara ekki verið í neinu blogg stuði og ákvað að ég gæti þá bara tekið mér frí, þetta er og á að vera mér til gagns og gamans svo það varð bara löng þögn Blush 'i dag var ég lögð inn á sjúkrahús hér í heimabænum mínum til endurhæfingar. Þetta er rekið af Sunnås sem er eitt af bestu endurhæfingar stofnunum í Noregi. Ég á að vera hér í 4 vikur, í skoðuninni í dag kom í ljós eins og ég vissi nokkuð mikil vöðvarýrnun vinstramegin, þar sem ég lamaðist og á að vera fundur á morgun þar sem ég hitti sjúkraþjálfara og alla þá sem koma að minni endurhæfingu og eftir það verður lagt plan. Þegar það verður búið að mæla rýrnunina í fætinum verður raunhæf málsetning sett í gang og svo er bara að vera dugleg að æfa og synda og allt það sem mér þykir vanalega mjög leiðinlegt ætla ég að láta mér hlakka til og er óskaplega þakklát fyrir að geta gert þetta en ekki vera ennþá föst í hjólastól. En mikið rosalega var erfitt að fara inn á sjúkrahús í morgun og láta skrifa sig inn. Alveg sama þó að ég vissi að ég var að fara í endurhæfingu og ég eiginlega óskaði og vildi þetta þá var ég sko með risa hnút í maganum og er enn bara við tilhugsunina að vera komin á stofnun einu sinni enn. En ég sagði bara strax frá því við hjúkkuna og læknirinn og fékk mikinn skilning, þetta er eitthvað sem þau upplifa oft með fólk sem hefur þurft að liggja lengi á stofnun og upplifa erfið veikindi. En ég er búin með þau og ætla að vera mér meðvituð um að þetta sé einstakt tækifæri til að koma mér sem best á lappir aftur og fá meira úthald og vonandi eitthvað verkjaminni. En ég held að það sé líka allskonar föndur og dót sem mér hlakkar til að finna meira út um og fara að föndra fyrir jólin (svo get ég klippt táneglurnar á eftir LoL)

 Jæja vinir ég vona að mér sé ekki hent út af vinalistunum fyrir að vera í burtu, ég hugsa oft til ykkar og spái í hvað sé að gerast hjá ykkur en ætla að gefa mér tíma við tækifæri til að fara rúnt og sjá hvað er að gerast hjá ykkur. 

Og að öðru þá er ég búin að vera á fleiri fundum um krakkana, þar sem þau eru bæði að fara að skipta um skóla næsta haust og þarf ég að vera snemma í öllum þeim undirbúningi, en ég er búin að vera að spá í hvort að strákurinn hafi ekki gott að einu ári í viðbót hér heima áður en hann fer í háskóla, en það verður stór fundur um það á föstudag og verður spennandi að heyra hvað hinum sem verða þar finnst. Ég fékk leyfi frá sjúkrahúsinu til að fara á þann fund, en svo ætla ég að reyna að koma þeirri vinnu yfir á einhvern annan.

Ástarkveðjur til ykkar allra frá mér, Sigrún. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ ástin mín.Rosa var ég farin að sakna þín.þú ert að taka réttan pól í þetta allt saman.....gangi þér rosalega vel.

þúsund kossar og stórt fang.

Solla Guðjóns, 20.11.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Ólafur fannberg

velkominn aftur..

Ólafur fannberg, 20.11.2007 kl. 19:57

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Sigrún mín. Gott að heyra frá þér. Gangi þér nú vel þarna á sjúkrahúsinu í endurhæfingu. Mikið var leiðinlegt að vita að þú varst með hnút í maganum, vina mín. 'Ég færi nú aldrei að henda þér út af vinalistanum. Kossar og klemm.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.11.2007 kl. 23:06

4 identicon

Elsku dúllan mín bara miljón stuðnings og bata óskir frá okkur pabba þínum,við vitum alveg hverslags baráttujaxl þú ert svo við höfum ekki áhyggjur af því frekar að þú ofgerir þérsvo get ég sagt þér það er líka gaman að vera inn á svona stofnun fyrir jól í öllu föndrinu  knús og klem og þúsund kossar ástin mín

mamma (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:21

5 Smámynd: Margrét M

bestu bata kveðjur til þín , vonandi gengur þetta allt vel ..

Margrét M, 21.11.2007 kl. 09:16

6 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Gangi þér vel krúttið mitt  þú ert hörku tól og dugleg eins og jarðýta hehe elska þig dúllan mín og knústu alla frá mér

Klemm og knússss

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 21.11.2007 kl. 17:54

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra í þér aftur.  Örugglega mjög gott að skella sér í endurhæfingu en af því að ég þeki þig svo lítið þá spyr ég, hver sér um krakkana á meðan.  Gerðu eitt ef þér hefur ekki verið sagt það nú þegar, að þegar þú liggur út af og ert að tala við einhvern, láttu fólkið alltaf sitja þeim megin við þig sem rýrnunin er, þá ósjálfrátt notarðu þá hlið meira. Kær kveðja og gangi þér sem best.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 16:28

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hent út af vinalistanum? Ekki hélt ég það. Þú ert þarna ennþá, og ofarlega á listanum. Taktu þér tíma, gerðu þitt besta og ekki láta þetta halda þér niðri. Það er auðvelt að segja það og erfitt að gera en ég segi það samt, hugurinn ber þig hálfa leið og ef þú ákveður eitthvað getur þú það. Við hugsum til þín.

Villi Asgeirsson, 24.11.2007 kl. 15:28

9 identicon

Hej du.  Gott að heyra frá þér aftur.  Var byrjuð á svaka ritgerð en er greinilega ekki í uppörvandi ástandinu núna   Hugsa fallegar hugsanir til þín og þinna. 

Inga Sveina (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:10

10 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Gaman að heyra frá þér aftur.

Láttu þér ganga vel  

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.11.2007 kl. 20:45

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hef saknað þín helling elsku vinkona.

Heiða Þórðar, 28.11.2007 kl. 00:15

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þér fleygi ég aldrei af mínum blogg-vina lista. Þú ert búin að vera bloggvinur minn frá upphafi.

Sendi fallegar stuðnings hugsanir til þín

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.11.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband