Tæland fyrsti kafli. + Myndir loksins

Ferðasaga 1 hluti.

Við lögðum af stað frá Askim kl 09.00 full af tilhlökkun og spenningi. Komum á flugvöllinn rétt fyrir 11 eftir að hafa lagt bílnum og þurft að taka strætó á flugvöllinn.   Þegar þangað var komið var bara að setjast og fá sér smá ölara og bíða eftir fyrsta flugi.
Bilde 002 Við flugum til Schiphol, Amsterdam, þar sem ég hljóp búð úr búð til að finna hollenskan fána með þeim norska sem ég keypti á Gardemoen svo að við gætum nú flaggað almennilega þegar við kæmum  til Pattaya. Svo var sest og fengið sér uppáhalds hollenska matinn og meiri bjór klætt sig og karlinn í splunkunýja flugsokka, augnalappinn sem stendur á GO AWAY settur á aðgengilegan stað með bók að lesa svona ef maður sofnaði ekki alveg strax og þá var allt tilbúið fyrir flug til Asíu Grin Við fengum 4 sæti í röð í miðjunni og allir komu sér í stellingar eins og skot. Fyrst Kenneth svo Gudda og ég og Ruud á hinn endann. Þá gætum við Gudda allavega slefað yfir hvor aðra á leiðinni Whistling Við vorum rétt komin í loftið þegar þau sofnuðu skötuhjúin enda þrælvön langferðalögum. En við Ruud prufuðum að setja á okkur augnalappana, en neip það kom engin Óli lokbrá með. Enda allt svo öðruvísi en maður hefur upplifað áður. Maturinn var góður og ævintýri að rölta um vélina og finna ný klósett hihi. En mér fannst flugið skemmtilegt og svo miklu styttra en ég hélt að það væri. SVO komum við til Tælands. Rifið sig úr flugsokkunum, peysunni og buxurnar brettar upp og ferðalagið um flugstöðina hófst. Ég hef auðvitað aldrei farið svona langt til útlanda og fannst þetta allt voða framandi og spennandi. Standa í laaaaangri röð fyrir passaskoðun og þegar þangað var komið standa á stórum fótsporum á gólfinu, ekki hafa húfu W00t(hahah) eða sólgleraugu og horfa beint framan í myndavél og láta taka af sér mynd áður en okkur var hleypt inni í landið. Þegar það var búið var farangurinn komin og bara skellt sér í að skipta aurum í Bath og fara og finna leigubíl. Og þegar við komum út var urmull af fólki að reyna að toga í töskurnar okkar til að fá okkur í sinn leigubíl, en Gudda auðvitað með þetta allt á hreinu og ekki lengi að semja um leigubíl til Bankok og við röltum bara á eftir, hálf skrítin eftir svefnlaust flug en full af forvitni og spenningi. Það kom stúlka og tók farangurinn fyrir Ruud og bar hann alla leið í bílinn og við brostum bara sætt til hennar á eftir og sögðum takk LoLhihi vissum ekkert að auðvitað áttum við að tippa hana greyið, en já já svona lærir maður. Nú var það Bankok sem beið :þ.Bilde 011 Það var ekki fyrr en við komum á hótelið að ég fann hvað það var heitt. Leigubíllin auðvitað niðurkældur, svo maður var ekkert búin að átta sig á því. En við horfðum út um alla glugga á taxanum og fannst Bankok vera STÓR. Svo komum við á hótelið og ákveðið að leggja sig í klukkutíma og ná svo að fara á Kousan road um kvöldið og komast á rétt ról með svefninn. Frekar erfitt að fara á fætur, en það tókst. Við tókum leigubíl, eltum svo Guddu og Kenneth í gegn um hliðargötu og allt í einu vorum við komin á Kousan Road. Váá fólk út um allt. Matarlyktin tælandi og sölubásar, fólk og músík út um ALLTBilde 029. Ég hef nú grun um að maður hafi verið með hökuna niður á tám og augun runnið svolítið til í höfðinu, en maður reyndi að láta eins og þetta væri allt voðalega eðlilegt laugardagskvöld hehehe. Það var etið hér og þar, og Gudda kynnti mig fyrir tælensku pönnukökunni og ég kolféll fyrir henni auðvitað. Bökuð á risa pönnu fyllt með 2 bönunum, brett saman og sett fullt af súkkulaði og kókósmjólk yfir, mmmmmm þvílík sæla Tounge Svo var sjoppað svolítið og fengin ekta tæbjór Singa og farið í fótanudd mmmmmmm önnur sæla Tounge Svo fórum við með Tuktuk Bilde 043til baka á hótelið og ég hló alla leiðina haha skrítin upplifun að sitja á stóru þríhjóli með mótor og diskóljósum og rúnta í gegn um alla umferðina í Bangkok. En þegar við komumst á hótelið okkar með hláturskrampa og tárin lekandi niður kinnarnar var ákveðið að hittast til morgunverðar kl 09 og fara út og sjá meira af Bankok.
Dagur 1. í Bankok.
Við ákváðum að fara í bátsferð, fengum leigðan svona laaaangan bát með Bilde 078lööööngum mótor og við hurfum inn í tveggja tíma ævintýri sem ég sé en fyrir mér og á eftir að gera í mörg ár. Það var ótrúlegt og erfitt að útskýra fyrir einhverjum sem hefur ekki upplifað það, en þarna vorum við stödd á bát út í miðri Bankok, iðandi líf og manneskjur út um allt. Förum í svona skipalyftu og pang og eins og í draumi erum við erum stödd í algjörri kyrrð og ró. Sigldum fram hjá flottumHPIM3313Bilde 128 húsum ogBilde 160 bárujárnsskúrum hlið við hlið. Algjör friður, fólkið og allt einhvernvegin í slow mosion, og ég örugglega líka. Krakkar hoppandi útí ánna að baða sig og leika, kona að róa út í búð á bátnum sínum, tveir eldri strákar að leika sér með að róa þvottabölum, þvottur á öllum útiplássum og alveg sama hvernig húsi eða skúr var búið í allir voru með einhverskonar útipláss. Það er rosalega erfitt að lýsa þessu, en upplifunin var ótrúleg. Og það orð á ég eftir að nota OFT í þessari lýsingu. Ég verslaði mér handútskorið mótorhjól af sölukonu í litlum bát, við horfðum í allar áttir og reyndum að sjúga í okkur allt sem fyrir augu bar og er mikið af þessu í úrvinnslu í hausnum á manni ennþá.
Bilde 205Eftir bátsferðina var farið á hótleið og lagt sig og svo endurtekin leikurinn frá kvöldinu áður og farið á Kousan road, borðað verslað og bara horft og reynt að taka allt inn sem fyrir augu bar. Við Ruud fórum í næs olíunudd og vorum eins og ný á eftir. Næsta dag átti Kenneth afmæli, við ætluðum að fara og skoða Grand palace en það var einhver hátíðisdagur og við hefðum þurft að bíða til eftir 11 svo við fórum bara og skoðuðum liggjandi BuBilde 221ddan í staðinn, og hann var risastór :) Svo var tekin leigubíll til Pattaya og í húsið. Húsið frábært og nágrennið allt og ekki minnst nágrannarnir. En það er saga til seinni tíma.

Á morgun förum við með Siggu á Rikshospitalen í Oslo og sjúkraþjálfarinn hennar með okkur í rannsókn og  mælingar út af hryggskekkjunni á henni, og svo fer ég með Ruud í innskrift á Ulleval á föstudag og hann verður skorin við bakinu á mánudaginn. Svo kannski ég hafi tíma til að skrifa annan kafla um helgina  Wink

Ég ætlaði að setja inn myndir en þar sem það eru 3 strákar í kjallaranum í tölvu og tvær stelpur á efri hæðinni er greinilegt að línan hjá mér er ekki nógu stór eða þá að þolinmæðin í mér of lítil :(

Allavega þá ætla ég að senda þetta inn svona og bæti svo við myndum við fyrsta tækifæri.

Ástarkveðjur, Sigrún.

P.S Skelti loksins inn nokkrum myndum, hrikalega erfitt að velja mikið að velja úr Blush Aðgerðini á Ruud frestað í bili og helgin ekki alveg eins og ég hélt að hún yrði. Er langt komin með kafla 2 í hausnum svo nú er bara að fara að skella því á skjal Blush Bið að heilsa í bili og takk fyrir kommentin InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Skemmtileg lýsing á ferðinni maður sér þetta svona nokkurn vegin fyrir sér. Það verður gaman að sjá myndirnar þegar þær koma inn.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Solla Guðjóns

VÁ.Engin smá upplifun.Tuktuk....sé þetta alveg fyrir mér... þig  veltandi argandi af hlátri...vííí........Ég væri alveg til í að prófa þetta.

Vona að allt gangi vel með Siggu og Ruud.

Bíð spennt eftir myndunum.... á meðan innilegt faðmlag til þín

Solla Guðjóns, 20.2.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vá mér fannst ég bara vera þarna líka. Þetta hefur verið allveg stórkostlegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.2.2008 kl. 22:38

4 identicon

Frábært að lesa ferðasöguna þó við séum búin að heyra sumt áður þetta verður svona heilstæðara hlakka mikið til að lesa framhaldið,eins og þú veist var frábært að vera heima hjá ykkur á meðan,alveg ógleimanlegt að sjá hvð þið voruð ánægðástar og baráttukveðjur til ykkar elskan mín frá okkur hérna heima

mamma (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 14:47

5 Smámynd: Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir

Hlakka til að lesa meira.  Þú kveikir óneitanlega í manni .  Bestu kveðjur, Inga og co

Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 21.2.2008 kl. 21:20

6 Smámynd: Solla Guðjóns

já sæl...mér finnst þetta tuktuk-fyrirbæri alveg magnað og búddinn og já skemmtilegar myndir.

Knús á þig sæta.

Solla Guðjóns, 24.2.2008 kl. 23:01

7 Smámynd: Bragi Einarsson

Þú hefur bara verið tælandi í Tælandi! Flott ferð hjá þér!

Bragi Einarsson, 25.2.2008 kl. 11:42

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flottar myndir

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.2.2008 kl. 16:43

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir að deila þessari upplifun ! ég hugsa bara þegar ég les þetta að þangað verði ég að fara !!!

flottar myndir!

Bless í daginn kæra kona

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 12:11

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Varstu búin að setja inn þessar frábæru myndir þegar ég las þetta. 'Eg bara man ekkert eftir þeim, Held að ég sé orðin vitlaus. Þetta eru sko fínar myndir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.2.2008 kl. 17:37

11 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Frabær ferdasaga... bid spennt eftir næsta hluta :)

Knus

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 28.2.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband