17.1.2007 | 22:48
Smá frí.
Ég hef ákveðið í dag að taka mér smá bloggfrí. Áður en ég enda aftur svona.Ég veit ekki hvað ég get gert það lengi, en það er svo andsk..... vont að sitja í þessum stól, og ég var búin að lofa að fara vel með mig. Ég er ekki frá því að ég sé oggulítið skárri, og veit að ég á eftir að vera í fráhvörfum frá ykkur, kæru vinir. En vildi ekki bara láta mig hverfa sí svona og enginn vissi neitt ( alltaf að taka tillit til fólks) Ég kanski laumast inn og kíki á nokkrar færslur hjá ykkur annaðslagið, en ekki búast við einhverjum meistaraskrifum frá mér næstu daga. Auðvitað læt ég vita ef eithvað spennandi gerist eða ef mér batnar skyndilega
Hafið það sem best kæru vinir, skrifið sem mest, þá hef ég nóg að lesa þegar ég kemst aftur hingað
Ástar og saknaðarkveðjur, Sigrún.
15.1.2007 | 20:37
Þá er ég komin í gang :)
Svona svo að Fannberg haldi ekki að ég liggi nú bara á mínu lata eyra, þá get ég frætt ykkur á að ég fór á fyrsta fundinn í skólanum hjá stelpunni í ár. Það fór allt vel fram eins og vanalega þegar bóndinn minn kemur með, þá passa sig allir á að koma ekki með neinar eitur athugasemdir undir beltisstað. Málin voru rædd, svona frekar yfirborðslega, þar sem ég er búin að biðja um nýjan ráðgjafa frá PPT, sem er skólasálfræðiskrifsofan hér. Hef átt í vandræðum með að fá þá konu til að vinna vinnuna sína og hafði mig loksins í að biðja um nýja. En rétt áður en fundinum lauk þá skelti ég fram einni sprengju. Stelpan hafði nefnilega komið með einkannabókina sína heim, með þessum líka flottu einkunnum og athugasemd sem átti alls ekki heima þar. Svo ég dró upp bókina og skellti henni á borðið og spurði hver bæri ábyrgð á þessu, og það fór auðvitað allt í pat og enginn vildi meina að þetta væru sín orð. Svo ég sagði bara "nei ok en ef þetta er ykkar skilningur á hennar erfiðleikum, þá er kanski ekki svo skrítið að henni líði illa hér". Þar sem bara grunngreininginn hennar inniheldur akkurat þetta vandamál. Svo sagði maðurinn minn, "ef þið viljið koma svona löguðu til skila til dóttur okkar, vinsamlegast gerið það munlega, ekki skriflega í einkannabókina og gjarnan láta útskýringar fylgja ef það er ekki meiningin hjá ykkur að láta hana rétt og slétt gefast upp á skólagönguni ". Við þetta var jú uppi fótur of fit, hann hefur ekki oft sagt neitt á þessum fundum og ég finn að það er borinn miklu meiri virðing fyrir öllu sem hann segir, kanski af því að ég þarf alltaf að vera að röfla. Og svo þegar þessum fundi var lokið, gat ég hringt í assistentin hjá syninum og beðið um fund í fjölbraut, þar sem hann liggur orðið á eftir í stærðfræði og er harð ákveðinn í að geta klárað þyngstu stærðfræðina af því að hann vill verða tölvuséni. Ok ég er of oft búin að blanda mér í það hjá honum svo ef það er hægt að koma honum í gegn um þetta með aukakenslu þá er ég ánægð, en skólinn bauð líka upp á að hann tæki aðeins léttari áfanga, en hann harðneitar því. ÆTLAR að geta þetta og þá finst mér að ég eigi að styðja hann. Hef einusinni fengið hann til að skipta um áfanga áður og það sprakk allt beint í andlitið á mér og þá lofaði ég honum að það skildi ég ekki gera aftur. Þetta væri hans menntun og hans líf og ég væri bara línuvörður, að reyna að hjálpa honum á rétta braut.
Þetta var dagurinn í dag, plús sól og 8 stiga hiti , farið að hvessa aðeins með kvöldinu og ég fæ smá suðurnesjafýling, þegar ég heyri í vindi En fer svo með prinsessuna í viðtal á BUP í fyrramálið og ætla svo að reyna að fara til Svíþjóðar að kaupa sígó Og restina af vikuni ætla ég að reyna að vera dugleg að liggja fyrir, þar sem það gerir minst vont, allavega fram á föstudag, þá verð ég keyrð til Osló í myndartökuna (MR)
Þúsund þakkir fyrir öll komment og kvitt, mér þykir vænt um þau
Kær kveðja Sigrún.
P.s Ég skil ekki þessa Y og I vitleysur í mér þessa dagana, þegar ég las yfir bloggið mitt blöskraði mér, svo nú held ég að ég sé búin að laga flesta villurnar, kanski pillurnar hafi meiri áhrif á málfræðina en verkina
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.1.2007 | 16:19
Dagru númer tvö í rólegheitum :P
Já Sigrún er bara að verða sérfræðingur í að slappa af Lét bóndan keyra mig til vinkonu minnar í kaffi kl tvö. Hún er að verða 82 ára og er bara algjör perla, við sátum bara og blöðruðum um allt og ekkert og átum kökur og drukkum kaffi. Það er svo skrítið með tilviljanir í þessu lífi. Ég hef áður skrifað um hana Heiðu ömmu mína og hvað mér þótti mikið vænt um hana. Svo þegar ég flutti hingað út til Guddu bestu vinkonnu minnar, þá bjó hún í parhúsi, sem Gudrun bjó í hinum endanum á. Þær eru bunar að vera vinkonur í 10 ár eða meira og ég var nú búin að heyra af henni áður en við fluttum. En svo þegar við komum hingað bjuggum við 2 vikur í húsi Guddu vinkonu minnar, og við kunnum nú enga norsku eða neitt en dóttir mín var voða dugleg að sækja póstin fyrir Gudrun og við heilsuðum upp á hana úti á bílastæði. Svo þegar við erum búin að læra norskuna fer ég að fara með Guddu vinkonu í kaffi til Gudrun, og það var svo skrítið, það var eins og að vera búin að fá Heiðu ömmu aftur og ekki með Alsheimer og bara spræk. Síðan eru nú margir kaffibollarnir búnir að renna niður hjá henni. Og það er akkurat engin aldursmunur á okkur þegar við sitjum og spjöllum. Mér fynst ég vera svo heppin að hafa hitt þessa konu og fengið að kynnast henni. Mér fanst alltaf svo gaman þegar að amma var að segja mér frá uppvaxtar árunum og hvernig lífið var áður fyrr. Og það sem hún Gudrun er búin að segja mér mikið, um hvernig það var á stríðsárunum, og eftir stríðsárunum, búandi eins langt norður í Noregi og hægt var. Og svo bara spjall og sprell þess á milli. Hjá okkur þremur er ekkert kynslóðarbil. Æii langaði bara allt í einu að segja ykkur frá henni
Kær kveðja Sigrún.
13.1.2007 | 22:25
Rólegur dagur og á leið í bólið :O
Það er nú bara búin að vera rólegheitardagur hjá mér í dag, fór seint á fætur, skrölti með hækjuna mína yfir bílaplanið til nágrannans. Og þar var bóndinn minn að hjálpa til við að gera upp baðherbergi, þetta er víst eithvað smitandi. Svo þegar hann kom heim pöntuðum við okkur indverskan mat mmmmmmmmmm svoooooo gott. Horfði svo á eina svona létta bull mynd. Og nú er ég búin að gefast upp að vera á fótum, búin að taka 2 sterkar pillur og ætla að skríða upp í rúmið mitt með hitateppið á fullu. Erum hálf barnlaus þar sem stelpan er í "avlastning" (veit ekki hvað það heitir á ísl) og strákurinn situr bara við tölvuna sína í kjallaranum og kemur bara upp til að borða. Ég þakka fyrir öll kommentinn og Zou sérstaklega fyrir að taka tillit til mín, alveg hryllilegt að koma inn á blogg og geta ekkert sagt, bara eins og að fá símskeyti og geta ekki svarað hihihi.
Hafið það sem best kæru vinir, kær kveðja Sigrún.
12.1.2007 | 12:56
Góður dagur :)
Það er bara búið að vera góður dagur í dag. Fór til læknisins í gær og fékk pillur eins og ég átti von á og fer svo í segulómun eftir viku. En eins og hann sagði þá vill engin skurðlæknir taka við sjúklingi sem hefur veri skorin þrisvar sinnu á sama stað nema að það sé víst að þess þurfi. Og ekki vill ég eina aðgerðina enn, svo nú er bara að taka það rólega og sjá til. Það vakti mig aðeins til umhugsunar það sem Agný sagði í kommentinu sínu með aðrar orsakir, ég hef nefnilega verið í eitt og hálft ár hjá Ostepad (höfuðbeina/spjaldhryggjajöfnun) með ágætis árangri en aldrei hægt að laga mig almenilega, að auðvitað er álagið búið að vera mjög mikið síðastu árin og er en, en ég get ekki gert neitt meira en það sem ég er að gera með það. Að reyna að fá hjálp fyrir stlepuna og fá aðra til að taka eithvað af þessum pakka og bera ábyrgðina með mér, þegar kemur að ákvörðum um nýjar greiningar og svoleiðis hluti sem er bara erfitt að ganga í gegn um. 'Eg veit að bakið á mér er veikur punktur og það virðist bara leggjast mest á það ef hlutirnir verða erfiðir. En snúllan mín byrjaði í viðtalsmeðferð í dag og leyst bara vel á, og hann sem hún er hjá ætlar að meta þörf á endurgreiningum og reyna að ná til hennar, svo það er bara jákvætt allt saman
Annars er nú jólasnjórinn komin til okkar og er það bara huggulegt að horfa út um gluggan, auðvitað ekkert gaman að keyra svona fyrstu dagana eftir að snjórinn fellur, en þegar þeir eru búnir að ná að skafa vegina þá er þetta bara fínt.
Bið að heilsa í bili, kveðja Sigrún.
P.S Ég kemst hvorki inn á athugasemdir eða getabók hjá Zou, er einhver sem kann ráð við því ?? Hún er búin að skrifa fullt skemmtilegt og ég get ekkert kommentað Svo ef þú lest þetta Zoa þá veistu afhverju.
10.1.2007 | 14:14
Bland í poka.
Jæja það gekk vel með stelpuna í skólanum í dag, allavega komnir 3 heilir dagar í skólanum á einni viku Það er JÁKVÆTT og ég er þakklát fyrir hvern einasta dag sem hún hefur það betra. En svo gafst ég upp á bakverkjunum og náði mér í hækjur áður en ég dett niður einhverstaðar. Ég veit ekki hvort þið vitið það en ég var skorinn upp þrisvar sinnum á hálfu ári í fyrra, allt við brjósklosi á sama stað og undir lokin var ég orðin lömuð niður í vinstri fót, og virðist ekkert vera að fá kraft í hann, og verkirinir bara aukast. Kanski ég drullist til að fara til læknis, er bara komin með fóbíu, ég enda alltaf á sjúkrahúsi ef ég fer til doksa En ég sé til kanski hjálpar að skrölta með hækjuna í nokkra daga og svo þarf ég víst að hringja í einhverja verkjadeild í Oslo sem var sótt um fyrir mig í apríl í fyrra og ég átti að komast inn í nóvember Svo það er nú kanski ýmislegt sem ég get gert til að láta mér líða betur, það er bara að hafa tíma til þess án þess að skólamálin fari til fjandans á meðan ég er að sinna mér.
Þakka fyrir öll kommentin mér fynst þið bara æðisleg !!!
Kær kveðja Sigrún.
9.1.2007 | 19:59
PPPfffffff
Það ætlar mér að verða aðeins erfiðara en ég hélt að halda nýjársloforðið um að vera jákvæð. Vikan búin að vera eitt helv.. Bæði með skólan hjá stelpuni og bakið að drepa mig. Svo ég ætla ekkert að skrifa mikið hér núna, vona að ég sé ekki að röfla og rausa of mikið á kommentin ykkar, en mér fynst alveg frábært að geta hugsað um eithvað allt annað þegar ég er að lesa skrifin ykkar Ég hefði aldrei trúað því að bloggvinir gætu orðið manni svona kærir. Mér fynst eins og ég sé búin að kynnast fullt af GÓÐU fólki. Var að sýna manninum mínum þetta. Hann er hollenskur og les ekki íslensku, og fanst svolítið mikilvægt að hann skyldi hvað ég væri alltaf að bauka í tölvunni og honum fanst þetta alveg frábært Sagði honum svona sitt lítið af hverju um ykkur og þýddi svo fyrir hann nokkra pistla.
Kær kveðja til ykkar allra Sigrún.
P.s Ojjj var að horfa á fréttirnar hérna og eitt barn rétt slapp frá hengingu þar sem nokkur börn voru að leika sér og ákváðu að prufa að hengja þann minsta af þeim. Hann slapp sem betur fer með rauðar rendur um hálsin en samfélagið í sjokki. Og mér sem fanst vera frekar lítill fréttaflutningur frá aftökuni, kanski ég hafi bara ekki séð allt :(
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.1.2007 | 18:11
Frá Bush til borðs !!
Jibbí jei, ég er búin að fá nýtt eldhúsborð í fína eldhúsið mitt og dagsetningu á fermingardaginn hjá prinsessunni minni. Hún á að fermast þann 6 maí 07 kl 12:30
Og ég var svo sniðug að ég tók mynd af fermingarbarninu tilvonandi við nýja eldhúsborðið.
En ég ætla ekki út í neinar pólitískar eða trúarlegar umræður núna er búin að losa mig við allt svoleiðis í dag hjá bloggvinunum heheh
Kær kveðja Sigrún.
6.1.2007 | 17:45
Elskulegur eiginmaður!!!
Þann 3 janúar átti elskulegur eiginmaður minn afmæli Og af því tilefni ætla ég að skella inn hér einni mynd frá afmælisdeginum, þar sem hann er að opna pakkan frá fjölskyldunni með dyggri aðstoð fröken Victoriu Rutar Jensen 2gja ára yngismey
Kær kveðja Sigrún.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.1.2007 | 17:02
Gott málefni !!!
Ég ætla að taka áskorunn jórunnar og byrta link hér.
Endilega kíkið á þetta blogg og styðjið gott málefni !!!
http://jorunn.blog.is/blog/jorunn/
Kær kveðja Sigrún.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)