Færsluflokkur: Bloggar
16.10.2007 | 17:13
Allt að 50% kvenna á bak við kynferðislega barnamisnotkun á drengjum.
Ný könnun hefur leitt í ljós að börn eru/hafa verið misnotuð af konum eru einn þriðjihluti þeirra sem leita sér hjálpar í dag. Rosalega sló þessi frétt mig, fann hér úrdrátt á norsku fyrir þá sem það skilja/vilja. En í fréttum í kvöld var viðtal við mann á miðjum aldri sem hefur verið misnotaður af móður sinni frá 6 til 15 ára aldurs. Og er ég viss um að þetta reynist rétt að það séu mörg falin og geymd svona mál. Og kannski er það ójafnrétti í mér að finnast þetta svona sláandi. Mér finnst misnotkun ÓGEÐSLEG á allan hátt, en hef átt erfitt með að trúa að konur og ekki minnst mæður geti gert börnum sínum þetta. En það er að sjálfsögðu ekkert ótrúlegra en feður. En þetta hefur ekkert verið af ráði í umræðunni og á örugglega eftir að koma meira og oftar upp á yfirborðið. Ég fann enga frétt um þetta í Mogganum ennþá, kannski þetta sé ekki fréttnæmt heima. En ég varð allavega að skella þessu út. Prrrr
Knús og klem frá sjokkeraðri Sigrúnu.
Annar linkur á svipaða frétt,nokkuð létt að lesa þó að hún sé á norsku
Og hér er sjónvarpsfréttin velja 18:00 16/10 2007 þetta er fyrsta fréttin.
Bloggar | Breytt 17.10.2007 kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
16.2.2007 | 13:45
Að verða sköllóttur þarf ekkert að vera leiðinlegt !!!
Þessi mynd fynst mér alveg geta verið flott byrjun á góðri helgi Stelpan að fara í fyrsta skipti á nýja sveitabæinn og er orðin spennt. Ekkert sérstakt verið planað hjá okkur gömlu annað en ég slái kanski hárið á bóndanum hihihi Er enþá svolítið kvefuð Annars ætla ég bara að slappa af og kanski kíkja oft á ykkur hihihi Ég hef ekkert fengið svar frá Zou um hvort hún vilji ættleiða mig sem ösnu á beit sem get spilað á matskeiðar fyrir hana og Þjóðverjan með teskeiðarnar Ég vona að þið eigið öll góða helgi og hafið það sem allra best
Kær kveðja Sigrún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.5.2006 | 16:22
Ringning, rigning, rigning !!!!
Og ég sem hélt að það væri komið sumar Nenni ekki þessu veðri núna !!! Er búin að vera að drepast í bakinu síðustu daga er að klikkast á þessu ölllu og svo er rigning í þokkabót !! Mér fynst þetta nú vera í það mesta að leggja á mann !! Það væri kanski hægt að láta sér líða betur ef maður gæti legið eða setið úti í sólinni þegar maður er sem verstur !! Jæja nóg komið af vælinu í mér í bili. Ruud ætlar að skreppa upp í Finnholt á morgun og höggva við, og koma svo með hana Guðný mína heim til mín á afmælinu hennar Þá getum við tvær haft það huggulegt í nokkra daga saman, haldið upp á afmælið hennar og "kozað" okkur. Er halfnuð með að kaupa handa henni afælisgjöf
Veit ekki hvað ég á að bulla meira, endar allt í sjálfsvorkunn sem ég set út úr mér þessa dagana
Svo núna ætla ég að stóla á að það komi bara sól og sumar í fyrramálið og skapið fari að lagast
Jæja dúllur, þetta var pistill dagsins.
Elska ykkur í hækjur og stafi.
Sigrún
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2006 | 01:22
Varð að setja þenna hér, stal þessu á netinu :O
Skipstjóri í afleysingum.....
Hann var í fríi og lá í landi
að leysa af heima var enginn vandi,
konan var að því komin að fæða
og hvergi um húshjálp að ræða,
En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin
þó kannski sé stundum fyrir þau þörfin?
Konan var heima og hafði engu að sinna
nema hugsa um krakka,það er ekki vinna.
Hún sagði:Elskan þú þarft ekkert að gera,
aðeins hjá börnunum heima að vera,
ég er búin að öllu,þvo og þjóna,
þú þarft ekki að bæta ,sauma eða prjóna.
Matur er útbúinn allur í kistunni,
það ætti að duga svona í fyrstunni,
aðeins að líta eftir öngunum átta
ylja upp matinn og láta þau hátta"
Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa
og ná sér í ærlegan skemmtipésa,
hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
er vældi í krakka:ég þarf að pissa"
Vart þeirri athöfn var að ljúka
er veinaði annar :Ég þarf að kúka"
Þarna var enginn einasti friður
ef ætlaði hann að tylla sér niður,
Dagurinn leið svo í sífelldum önnum
sem ei voru bjóðandi mönnum,
þvílikt og annað eins aldrei í lífinu
útstaðið hafði hann í veraldarkífinu.
Ölduna stíga í ósjó og brælum
var ekkert hjá þessu,það kallaði hann sælu,
en þeytast um kófsveittur skammtandi og skeinandi
skiljandi áflogaseggina veinandi!
Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta
og engin friður í bók að líta,
en hún sagði"Elskan.þú þarft ekkert að gera
aðeins hjá börnunum heima að vera,"
Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,
Kyrrlátt og sefandi vornætur húmið
seiddi í draumheimana angana átta
en ekki var pabbi farinn að hátta,
Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur
yfir sig stressaður,svangur og þreyttur,
og horfði yfir stofuna:"hamingjan sanna
hér á að teljast bústaður manna,
"Það skyldi hann aldrei á ævinni gera
í afleysingu slíkri sem þessari vera,
þó væri í boði og á þvi væri raunin
að þau væru tvöfölduð skipstjóralaunin"
En þetta á konan kauplaust að vinna
og kallað að hún hafi engu að sinna
af daglangri reynslu hans virtist það vera
að það væri stundum eitthvað að gera.
Áfram með störfin ótt líður tíminn
Æ" aldrei friður nú hringir síminn,
halló, var sagt, það er sætt ég túlka,
þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka.
Hann settist á stól og fann til svima og klígju,
hvað sagði hún að krakkarnir væru orðnir tíu,"
Ég þarf að taka til öruggra varna,
ég ákveð á stundinni að hætta að barna!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2006 | 08:18
Loksins loksins !!
Jæja þá er myndavélin fundin og myndirnar loksins komnar á blogg Varð nú að velja úr þar sem voru teknar um 400 myndir 'eg vill benda ykkur á að þegar þið skoðið myndaralbúmið að byrja neðst og vinna ykkur aftur á bak rosa tækni á þessari síðu. Ferða sagan er löngu komin á netið.
Annars er nú sumarið að verða komið hér hjá okkur í Norge. Fengum þennan svakalega hita þegar við komum heim og svo kuldakast á eftir, bara svona til að mynna okkur á að það er enþá vor En ég hef enn fulla trú á að við fáum heitt og gott og laaaaangt sumar næstum því 3 ár hihihi
'Eg er búin að fara til læknisins og fékk að vita að þetta er ekki brjósklos, heldur eru þetta skaði í taugarótinni. Það tekur auðvitað einhvern tíma að fá hjálp við því, en verð send í enhverja verkjameðferð í Oslo og er að reyna að vera bjartsýn 'Eg ætla ekki að láta þennan andskota stjórna lífinu hjá mér, svo mikið er víst !! Svo nú er bara að fara að plana sumarið og kanski nokkrar útilegur í fína tjaldið okkar og ferðir á bátnum
Nú læt ég þetta duga í bili.
Kær kveðja Sigún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2006 | 18:28
Hæhæ !!
Jæja þá er nýja talvan komin :) Rosa græja sem ég á eftir að læra almenilega á Annars bara allt þokkalegt að frétta, Guðný mín komin til mín í sól og sumar
Heilsan hefur nú ekkert verið upp á marga fiskana, en fer loksins til sérfræðingsins á þriðjudag Vona að eithvað komi nú út úr því.
Nú fer ég fljótlega að setja inn myndir frá Íslandi, þarf samt fyrst að finna vélina hihih nei hún er örugglega niður í bústað hjá Viggo og Bente.
Læt þetta duga.
Love U öll !!!
Sigrún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2006 | 21:53
Komin heim.
Jæja þá erum vid komin heim
Æðisleg ferð að baki, en alltaf gott að koma heim til sin aftur Fórum fyrst til Vestmannaeyja, eftir viðkomu hja mömmu i ala læri og pasta hja Ólu og Inga Þór.
Frábært að vera í eyjum, rosalega skemmtileg páskaeggjaleit med gelti, mjálmi, jólaóskum og símaati hihihi eins og eyjarpeyjum og pæjum er von og vísa. Ekki var nú hættan á að maður missti einhver kílóin þar, endalaus veislumatur + fullt af íslensku nammi og páskaeggjum.mmmmmm. Ég og Sigga snérum svo aftur á fastalandið á mánudeginum á medan Ruud varð eftir til ad negla nokkrar spítur med Gunna og leika sér svoldið med laiserinn sinn
Vid fórum á hótel mömmu og höfðum það gott. Á miðvikudaginn var ég dreginn í smáralindina í hjólastól hihihi í mjög svo skemmtilega verslunnarferð med systrum og mömmu. Keypti mér þar ámeðal þennan lika flotta sumarkjól sem ég var svo ánægð med þar til Ruud kom heim og sagði mér að sér fyndist þetta nú vera eins og óléttukjóll huuuu honum skilað (kjólnum sko) Var svo um kvöldið og nóttina hja Heiðu minni og dætrum Frábært. Einar vinur minn kíkti í kaffibolla og pólitískar umrædur á medan lesið var í dósir og glös Frábær heimsókn!!!! Takk takk Heida mín !!!
Svo kom Ruud heim frá eyjum og við í svaka matarboð hja Helgu og Krumma. Þriggja rétta kvöldverda að hætti húsins Mjög huggulegt kvöld og synd ad þad líði 5 ár á milli svona endurfunda !!!
Svo rann nú upp langþráður laugardagur med rigningu, roki og smá éljum að ógleymdri sólarglætu . Allir puntudu sig, og haldið var í myndartöku hjá Sollu. Við auðvitad öll þrælvön, nema Ruud greyid sem skildi ekkert í þessum látum og hamagangi Og Victoria sem stóð sig vel en fanst þetta bara ekkert fyndið
Þá tók nú við veisla aldarinnar. Algjör drauma veisla !! Edda frænka sagdi okkur sögur af prakkarastrikum tvíburana. Rúnar Þór frændi söng eins og engill, svo ég fékk tár í augun og hlínaði um hjartarætur Frábært að fá að sjá strákinn svona LIVE Svo las Laeila upp nokkur gullkorn frá okkur systkinunum med glæsibrag. Og hún mamma mín töfraði auðvitað fram þvílikar gúmmuladi veitingar eins og henni einni er lagið !!!! Ég hitti ættingja sem ég hef ekki séd í 30 ár. Og hann pabbi minn var alsæll Dagur sem við komum til med að muna lengi !!!
Um kvöldið komu svo Siddý og Gunni, Heiða og dætur og vid saman heima hjá mömmu og pabba þar sem gamla manninum var sungin alveg einstaklega skemmtilegur bragur samin af eyjahjónum
Á mánudaginn var mér og Siggu svo boðið í mæðrablessun hjá Lindu og hennar ófædda barni. Tað var yndislegt kvöld og kom mér á óvart Takk fyrir ad bjóöa mér að vera með
Síðasta kvöldið var svo skravlað með mömmu, pabba, Laeilu og Guðný um landsins gagn og nauðsynjar fram á morgun hihihi ekki leidinlegt tað
Þegar þetta er skrifað fynst mér nú alveg med ólíkindum hvað maður gat gert og upplifað í því ástandi sem maður var í hihihi Frábært að fá svona mikid út úr tessu !!! Ég vill þakka allri fjölskyldunni fyrir frábærar stundir!!!!!!!!!!!!!!!
Þegar við komum heim í nótt, var talvan hruninn og nú sit ég nidri hjá Frikka mínum og FÆ fyrir náð og miskun að nota hans tölvu, þar sem hann er ad læra undir stærðfræðipróf sem hann fer i á morgun.
Læt tetta duga í bili, ég er svo þreitt núna og í dag ad það er eins og við höfum verið að koma úr heimsreisu með árabát
Kær kveðja Sigrún.
Bloggar | Breytt 19.5.2006 kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2006 | 18:25
Smá aukaspenningur :)
Jæja þá er síðasti sólahringur búin að vera spennandi. Fór á læknavaktina í gærkvöldi, alveg að drepast í bakinu enn einusinni Fékk sprautur og var send til Oslo í morgun. Þegar ég kom þangað var mín barasta lögð inn Fékk auðvitað sjokk og sagðist vera að fara til Islands á morgun. Allir voða hissa hvernig ég héldi að ég gæti setið í flugvél í svona ástandi Allavega var ég loksins send í segulómun með litarefni og enn ekki hvað, brjósklosið komið í þriðja skipti siðan 10 januar Ég hélt í alvöru að það væri ekki hægt að vera SVONA óheppin meiri segja í þessari fjölskyldu. En svo kom læknirinn til min þegar ég var búin að væla í hjúkkunum og segja þeim að við yrðum að fara, og sagði að ég mætti alveg fljúga, hann taldi enga hættu á lömun eða öðrum alvarlegum afleiðingum, og eins og ég sagði við hann þá hljóta að vera bæði læknar og sprautur á Islandi
Svo að við erum á leiðini, búið að pakka og byrgja sig upp af verkjalyfjum !!!
Ha det bra sð lenge !!! Sjáumst á morgun !!
Sigrún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)