Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
3.8.2007 | 21:03
Mikið að gerast.
Jæja komin tími á nýtt blogg. Ýmislegt búið að gerast síðan síðast. Eins og þið vissuð fórum við með skvísuna okkar upp í fjöll til Ármanns og Guðnýjar og var það hin besta ferð. Veðrið að sjálfsögðu uppá marga fiska hihi eða ekki, en við nutum þess að vera uppfrá og kela smá við hestana og ættingjana.
Svo áttum við hjónin 9 ára brúðkaupsafmæli þann 1 ágúst og þökk sé smsi sem kom degi of snemma þá mundum við eftir því í ár hihihi. Og ég fékk rosalega fallega blómvönd frá mínum kæra, gaf honum gemsa svo ég geti plagað hann oftar og svo fórum við fínt út að borða um kvöldið. Voða rómó, eitthvað sem við höfum ekki gert LENGI !!!!
Svo vöknuðum við í gær og fundum kisuna okkar hann Tomma slasaðan úti á svölum, trúlega verið keyrt á hann um nóttina eða morguninn og hann þessi hetja dró sig einhvernvegin hem þó lamaður væri. Það var að sjálfsögðu rokið með hann til dýralæknis þar sem hann var svæfður og sendur í röntgenmyndartöku, og læknirinn vildi halda honum í nótt til öryggis, en allt benti til að hann væri bara rófubrotinn. Svo kom símtalið um hádegi og þá var komið í ljós að hann var lamaður að aftan og hélt hvorki saur né þvagi og með höfuðáverka líka, þar sem blæddi úr öðru eyranu. Við ákváðu að fara og kveðja hann og láta aflífa hann. Það var jafn erfitt og það er alltaf með gæludýr, en þegar ég sá hvað hann var orðinn slappur var ekki efi í mínum huga með að láta bara enda þetta hjá greyinu. Ég var svo hjá honum þar til þessu var öllu lokið.
Síðan er dagurinn bara búin að vera skrítin, maður er alltaf að búast við að sjá hann koma og ég er búin að heyra hann mjálma þrisvar En þetta lagast með tímanum. Það er bara tómt svona fyrst á eftir.
Læt fylgja mynd af honum í snjónum í vetur með sólsetrið á bak við sig.
Nú ætla ég að kíkja aðeins hjá ykkur vinir mínir
Kær kveðja Sigrún.
23.7.2007 | 21:18
Rís upp frá dauða !!
Hæ hæ kæru vinir og fjölskylda.
Takk fyrir allar kveðjurnar frá ykkur í veikindunum. Það er búið að vera erfitt að koma sér í gang aftur með bloggið eftir allt sem á undan er gengið. En allavega er búið að taka þetta blessaða brjósklos og fullt af samgrónigum sem innihéldu gamalt brjósklos, og heilsan öll að koma. Í dag eru 43 dagar frá aðgerð og ég geng um allt án hjálpartækja En ég var komin í hjólastól (sem ég lá í) og á mjög sterkum lyfjum, sem ég þakka Guði fyrir, ég hefði ekki lifað þetta af án þeirra. En nú er öldin önnur og gamla Sigrún á leiðinni til baka. Ég tek það en mjög rólega, geri ekkert sem getur eyðilagt þetta. Núna settu þeir 4 stórar skrúfur og stálplötu og net í bakið á mér og tóku stóran part af brjóskinu burt svo ég á ekki að eiga þetta á hættu aftur. Allavega ekki á sama stað. En í september fer ég í tékk og eftir það í endurhæfingu í 4 vikur, enda allir vöðvar horfnir
Ætla samt ekkert að rekja þetta allt hér, en ég á ennþá erfitt með að sitja við tölvuna svo þetta kemur kannski í smá pörtum. Ég ætla að skella inn fermingarmynd af henni dóttur minni sem fermdist mitt í öllum ósköpunum. En með góðra vina og fjölskyldu hjálp átti fína dag. Og var það fyrir mestu.
'Astarkveðjur frá mér til ykkar allra, ég er búin að sakna ykkar, knús Sigrún.
16.4.2007 | 20:11
Takk og bless í bili.
Ástarþakkir fyrir kveðjurnar og gjöfina í afmælinu. Ástæðan fyrir þessu bloggi er að láta vita að ég verð lögð inn aftur á morgun, er búin að hringja um hálfan Noreg í dag til að fá hjálp og er feginn að komast inn aftur þar sem ég var og vonandi að læknarnir þar geti komið mér í aðgerð sem fyrst. Vonandi hafið þið það sem best, ég á eftir að sakna þess að lesa bloggin ykkar
Kærar kveðjur Sigrún.
15.4.2007 | 01:17
Afmæli !!!!
OOhh ég átti líka svona bloggafmæli 4 april svo nú er það 1 árs og 11 daga hahahah
Ætlaði nú bara að nota þetta til að halda sambandi heima með myndnum og svoleiðis en var fljótt komin með góða hóp bloggvina. Og afmælisbarnið er bara orðið stórt stæðilegt með mörg þúsund heimsóknum og kommentum, mér til ómældra ánægju Öllum bloggvinum boðið í köku og með því í kommentdálknum
Kær kveðja Sigrún
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.4.2007 | 05:48
Bloggfrí.
Nú kom að því, ég ætla að taka mér bloggfrí. Ég var búin að berja saman færslu í fyrradag og ég missti hana áður en ég gat birt hana. Og það var færsla um allt sem ég nenni ekki að blogga um núna. þ.e.a.s mig. Svo á meðan ástandið er svona og bullpokinn minn alveg sprunginn þá ætla ég að gefa sjálfri mér frí og ykkur frí frá mér.
Hittumst vonandi heil og sæl seinna, Kær kveðja Sigrún.
8.4.2007 | 13:06
Gleðilega páska !!!
Gleðilega páska óska ég ykkur öllum, fjölskyldu og vinum nær og fjær !!
Skellti inn einni óvenjulegri páska mynd því mér fanst hún svo krútt Ég vona að allir séu með magan fullan af góðum mat og íslenskum páskaeggjum En ég ligg bara hér og hlakka til að ormarnir mínir komi heim frá Íslandi í kvöld.
Annars er ýmislegt búið að gerast hér, á fimmstudagskvöldið var okkur boðið í mat hjá Guddu og Kenneth og voru þau svo spræk að elda hér svo ég gæti verið með mmmm það var sko nice. Í gær fór ég með Ruud til Svíþjóðar að kaupa sígó, og það var svo gott að komast út að ég heimtaði að fara í kaffi til Guddu áður en ég yrði keyrð heim. Það var alveg frábært að komast þangað, síðast þegar ég var í heimsókn hjá henni (ca 6 vikur) var 10 cm íshella yfir veginum og núna er bara vor í lofti verið að klippa niður eplatrén og hreinsa til í garðinum
Svo í dag þegar ég talaði við Guddu voru þau á leið til Gudrun og ég skellti mér bara með Geggjað að komast aðeins út úr húsi, ég er orðinn leið á loftinu í stofuni hjá mér
En ég læt þetta duga í bili kæru vinir og þakka allar kveðjurnar Knús og páskakossar frá mér til ykkar Kær kveðja Sigrún.
3.4.2007 | 21:22
Komin heim og ætla sko að vera þar ;)
Já heima er best kvalir eða ekki. Er búin að vera í 13 tíma ferðalagi á Fred Flintstone spítalan í Fredrikstad. Hefði samt verið betra að fara til Fred Flintstone, hann hefði allavega getað rotað mig með kilfu heheheh En ég ætla ekki að skrifa um hrakfarir mínar í dag annað en að láta ykkur vita að ég er komin aftur heim og þar ætla ég að vera !!!!!!!!!!!
Skrifa kanski meira á morgun þar sem er orðið frekar langt síðan ég svaf síðast og ég gæti farið að bulla all svakalega
En kæru vinir en og aftur ástarþakkir fyrir allar góðu og hlýju kveðjurnar, mér þykir virkilega vænt um þær og ykkur
Knúslur og klemmsur Kær kveðja Sigrún.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.4.2007 | 21:43
Óvíst um framhaldið : O
Ég vildi bara láta vita að það getur verið að ég verði lögð aftur inn þar sem mér hefur farið versnandi síðan ég kom heim,ég ætla að sjá til í nótt og fyrramálið og ef ég skrifa ekki nýja færslu á morgun er ég aftur komin á jabadabadú spítalann. Ég skal reina að haga mér vel, vona að þið verðiðsvoldið óþekk Mér fins óþktarangarmikl krútt sérstaklega þeir sem ég á ekki n
En vildi ekki bara láta mig hverfa og engin dóttir drottningarinnar heima til að skrifa skilaboð til ykkar.
Risa knús og klem dúllurnar mínar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.4.2007 | 13:47
Hjóninn búin að kveikja all svakalega í mér :Þ
Jæja þá hefur Kela og Agný tekist að setja mig í gang, er búin að vera á fullu allan daginn með að ath betur með þessa nýju aðgerð hérna. Og niðurstaðan núna er að ef ég get pungað út 1,2 millj isl kr þá get ég komist í aðgerð í Bergen á privat sjúkrahúsi. Ulleval sem ætla að spengja mig eru með þetta sem tilraunarverkefni og eru búnir að neita mér um að vera með í henni, enda allgjört lotto að fá aðgerð út úr því. Norska ríkið vill ekki borga fyrir mig aðgerð i Svíþjóð eða á Íslandi, og ég talaði sjálf við læknirinn í Bergen og hann sagði að ég ætti einn pínulítinn möguleika á að fá þetta borgað af norska ríkinu og það er að sækja um að komast fyrr út í atvinnulífið, og EF (og mér er sagt af fagfólki að það sé ekki stór séns) að ég fæ já en þá get ég valið hvaða aðgerð sem er hvar sem er án þess að borga sjálf. Þar sem svo ótrúlega vill til að ég er ekki slæm i bakinu vegna peningana í dýnunni minni, þá er þetta pínulítill möguleiki sem ég er á fullu við að safna myndum og pappírum til að prufa hvort ég komist í gegn um þetta nálarauga. Jæja ég varð bara að henda þessu á skjáin til að sjá hvernig þetta hljómaði allt saman. Og nú er bara að vona það besta, ég held ekki út marga dagana í viðbót svona hér heima, svo þetta verður að gerast ansi hratt þar sem ég hef bara versnað eftir að ég kom heim og get ekki lengur sitið upprétt eða gengið, og verð að lyggja flöt og bryðja morfín og aðrar pillur í stórum mæli, sem hjálpa bara upp að vissu marki, en gera mig aldrey verkjalausa.
Pffff þetta hljómar allt svo neikvætt og mikil sjálfsvorkunn þegar ég les yfir þetta aftur svo ég ætla að láta brandara sem Solla mín sendi mér fylgja svona í restina svo að þið haldið ekki að ég sé alveg
Sagan er um fjóra menn sem heita - Sérhver, Einhver, Hver-sem-er og Enginn.
Það þurfti að vinna áríðandi verkefni og Sérhver var viss um að Einhver mundi gera það. Hver-sem-er hefði getað gert það en Enginn tók sig til og gerði það. Þá varð Einhver reiður, þar sem þetta var í raun á verksviði Sérhvers. Sérhverjum fannst hins vegar að Hver-sem-er gæti vel gert það en Engum var ljóst að Hver-sem-er myndi aldrei gera það. Þetta endaði svo með því að Enginn gerði það sem Hver-sem-er hefði getað gert.
Akkurat svona eins og heilsukerfið hér.
'Astarkveðju og takk Keli og Agný, nú er ég allavega búin að setja allt í gang svo nú er bara að bíða og vona að ég versni ekki áður en ég get fengið þetta í gegn. Kær kveðja Sigrún.
1.4.2007 | 17:52
Umm prufa eithvað annað.
Sé að það voru ekki nein stór viðbrögð við síðustu færslu, átti kanski ekkert frekar von á því en langaði samt að láta þetta frá mér og kanski einhver hafi not fyrir.
En nú skelli ég inn mynd af því hvernig mér líður þessa dagana, nema að ég get ekki sitið heldur hehe. Svo núna get ég bara legið í rúminu mínu og bullað á blogginu allan daginn Annars er ekkert nýtt hér, heilsan slæm, vel hugsað um mig, krakkarnir komir til Íslands svo nú er það bara kötturinn, karlinn og ég heima. Svoldið skrítið samt að hafa enga ormalinga heima
Þetta dugar í bili, kær kveðja Sigrún.