Rólegur dagur og á leið í bólið :O

Það er nú bara búin að vera rólegheitardagur hjá mér í dag, fór seint á fætur, skrölti með hækjuna mína yfir bílaplanið til nágrannans. Og þar var bóndinn minn að hjálpa til við að gera upp baðherbergi, þetta er víst eithvað smitandi. Svo þegar hann kom heim pöntuðum við okkur indverskan mat mmmmmmmmmm svoooooo gott. Horfði svo á eina svona létta bull mynd. Og nú er ég búin að gefast upp að vera á fótum, búin að taka 2 sterkar pillur og ætla að skríða upp í rúmið mitt með hitateppið á fullu. Erum hálf barnlaus þar sem stelpan er  í  "avlastning" (veit ekki hvað það heitir á ísl) og strákurinn situr bara við tölvuna sína í kjallaranum og kemur bara upp til að borða. Ég þakka fyrir öll kommentinn og Zou sérstaklega fyrir að taka tillit til mín, alveg hryllilegt að koma inn á blogg og geta ekkert sagt, bara eins og að fá símskeyti og geta ekki svarað hihihi.

Hafið það sem best kæru vinir, kær kveðja Sigrún. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ó hefði viljað vera  með þér í dag og fá indverskan mat. Gott hvað dagurinn var góður og nú njóttu vel að slappa af og hvíla þig Sigrún mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.1.2007 kl. 22:39

2 identicon

Ég gat nú ekki annað :)
Hvað ég sakna indverska matarins! Ég var m.a.s. kokkur á indverskum restaurant í Osló ;) En hér er bara sami gríski maturinn á öllum stöðum :(

zoa (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Ólafur fannberg

hitateppi eitthvað sem ég væri alveg til i að nota eftir kaldar kafanir

Ólafur fannberg, 14.1.2007 kl. 10:14

4 Smámynd: Ester Júlía

Vona að þú hafir það gott Sigrún mín.  Knús

Ester Júlía, 14.1.2007 kl. 13:41

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hafðu það sem best, sjálf... Knús

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.1.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband