17.1.2007 | 22:48
Smá frí.
Ég hef ákveðið í dag að taka mér smá bloggfrí. Áður en ég enda aftur svona.Ég veit ekki hvað ég get gert það lengi, en það er svo andsk..... vont að sitja í þessum stól, og ég var búin að lofa að fara vel með mig. Ég er ekki frá því að ég sé oggulítið skárri, og veit að ég á eftir að vera í fráhvörfum frá ykkur, kæru vinir. En vildi ekki bara láta mig hverfa sí svona og enginn vissi neitt ( alltaf að taka tillit til fólks) Ég kanski laumast inn og kíki á nokkrar færslur hjá ykkur annaðslagið, en ekki búast við einhverjum meistaraskrifum frá mér næstu daga. Auðvitað læt ég vita ef eithvað spennandi gerist eða ef mér batnar skyndilega
Hafið það sem best kæru vinir, skrifið sem mest, þá hef ég nóg að lesa þegar ég kemst aftur hingað
Ástar og saknaðarkveðjur, Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
bloggfrí það er bannað ...fer að táraflóði
Ólafur fannberg, 17.1.2007 kl. 22:51
Elsku Sigrun, thu verdur vist ad fa leifi til ad taka ther bloggfri og hugsa vel um sjalfan thig, svona thannig ad thu getir hugsad vel um okkur a eftir. Eg vona ad ther batni fljott og ad thu hafir mjøg kosy bloggfri.
Koz og klemz, savner deg alrede
Kolla, 17.1.2007 kl. 23:29
Æ,Sigrún mín, ég kannst við það hvað vont er að sitja í stól þegar allt þrýstir á mann og maður er með verki af því. Láttu þér batna og komdu svo aftur til okkar. Sendi þér góða strauma. Hvíldu þig mikið ef þú mögulega getur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.1.2007 kl. 00:08
Gangi þér vel að ná bata kæra Sigrún og safnaðu í sarpinn skemmtilegum sögum í leiðinni
Agný, 18.1.2007 kl. 01:37
Nr1 er heilsan, Nr2 er bloggið... Láttu þér batna og segðu okkur frá síðan
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.1.2007 kl. 08:07
það er heilsan okkar sem gengur fyrir Sigrún mín ..hafðu það sem allrabest í bloggfríinu og farðu vel með þig , voðalega vel .. ég er með gullfiskaminni en ég mundi muna eftir ef ég hefði átt heima á Sólvallagötu ,ég átti heima í Garðinum frá 1985-2004 ..þar í 19 ár ´.en við vorum í sama skóla. mig minnir að þú sért ári eldri en ég .. svo niðurstaðan er þú ert með gullfiska minni líka he he
Margrét M, 18.1.2007 kl. 08:54
Farin strax og varst að gerast bloggvinur minn í Þessari viku! gangi þér vel að ná heilsu og hittumst á blogginu vonandi sem fyrst!
Bragi Einarsson, 18.1.2007 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.