Nýtt avlasningshjem.

Nú erum við hjónin og dóttirin að fara og skoða bóndabæ sem tekur að sér börn með alskonar vandamál um helgar. Þetta er kallað avlastning hérna, veit ekki hvort þetta fynst heima, en við erum öll mjög spennt Tounge Þau eru með 3 hesta, kisur og kanínur, hafa verið með tvo keli grísi en þeir dóu, eru líka vön að vera með hund. Við ætlum að sækja um tvær helgar í mánuði og stelpan er bara svo jákvæð Wink En nú þarf ég einhvernvegin að þvo mér hausinn, Zoa einhverjar tillögur hahahahahah. (Eða geturu skroppið yfir og hjálpað mér) Get ekki fairð svona útlítandi.

Skrifa meira seinna.

Knúí krús til ykkar allra HeartKær kveðja Sigrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Ég er með mjög góða uppástungu fyrir að þvo sér um hausinn, taktu karlinn með þér í sturtuna. Hann getur séð um þetta fyrir þig.

En fínt að dóttir þín er svona jákvæð með avlastningshjem, það er alveg æðislegt. Gangi ykkur vel og ég vona að ykkur lítist vel á.

Knús og kossar

Kolla

Kolla, 1.2.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Margrét M

svona bóndabær getur verið brilljant lausn ,held að það sé nú til eitthvað þessu líkt hér heima ..annars er svo mikið notað svona venjuleg stuðningsfjölskylda,ég var með stuðningsfjölskyldu fyrir Bjarna minn eina helgi í mánuði þegar hann var minni .... 

Margrét M, 1.2.2007 kl. 12:49

3 Smámynd: Solla Guðjóns

http://www.karmel.is  er síðan hjá nunnunum...

Frábært að komast á svona bóndabæ,gæti gert mikla lukku fyrir ykkur öll og gott að skvísan er svona jákvæð

Solla Guðjóns, 1.2.2007 kl. 13:41

4 Smámynd: Ester Júlía

Mér líst rosalega vel á bóndabæinn.  Börn hafa svo gott af því að umgangast dýr, það er sannað mál.  Varðandi hárþvottinn, skelltu bara derhúfu á hausinn, ótrúlega þægilegt þegar maður hefur ekki tíma til að þvo hárið . KNÚS 

Ester Júlía, 1.2.2007 kl. 18:20

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Eiginlega eru allri búinir að segja allt sem ég ætalði. Komst ekki í að skrifa athugasemdir fyrr en núna. skrifaði þó stutt blogg í dag og varð að þjóta og komst svo í tölvuna núna. En þetta ætalði ég ekki að segja. 

Ég ætlaði að segja að mér líst mjög vel á þetta með bóndabæinn og einhver í fjöldkyldunni yrði að þvo þér um hausinn. Ester var með gott ráð. Knús

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.2.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband