5.3.2007 | 04:11
Áskorunn vegna snöggrar fjarveru Zou !!!
Þessi færsla er áskorunn á hana vinkonu okkar hana Zou sem bara upp úr þurru og án þess að láta mig vita lokaði búllunni og gefur manni ekki neinn séns á að tala hana ofan af þessari vitleysu !!! Bloggið er ekki það sama án hennar Þetta er alveg frábær penni og húmoristi Og ég hef oft sparað mér að lesa blogginn hennar þar til síðast því mér hlakkar svo til að lesa þau að ég vill geyma þau til í restina eins og góðan pakka
Ég vill biðja alla sem þekkja Zou og hennar skrif að kommenta hér og vonandi kíkir hún á okkur annað slagið og getur þá séð með eigin augum að við erum bara niðurbrotinn og hryllilega ósátt yfir þessari ákvörðun
Pleace Zoa komdu aftur !!!!!!!
Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Athugasemdir
Sammála!!! Ég varð FREKAR fúl þegar ég ætlaði að fara að lesa bloggið hennar Zoa og það var bara lokunartilkynning sem blasti við.......,
ZOA - please opnaðu bloggið aftur ..." ja nema þjóðverjinn sé með hana í gíslingu..
Ester Júlía, 5.3.2007 kl. 06:29
ZOA!!! Whatever I said, whatever I did I didn't mean it
I just want you back for good...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.3.2007 kl. 06:48
Elskurnar mínar. Ég varð bara allt í einu og skyndilega mjög andlega þreytt á að blogga. Sálartetrið er nú ekki beysnara en það. Og þar sem ég er yfirleitt ekki að tvínóna við hlutina lokaði ég bara á stundinni.
Þjóðverjinn er búinn að vera duglegur, þreif m.a.s. ísskápinn í gær. En það er ekki nóg því hann gaf mér HÖFUÐLÚS. Mjög áhugavert. Ég hef nú svelt hann í á fjórða dag svo hann lifir á vatninu einu saman. Hann er orðinn frekar aðframkominn; augun óeðlilega gljáandi og andlitið skorið. Annaðhvort mun hann gefast upp og kaupa mat fljótlega eða detta dauður niður. Ætli ég verði þá ekki dæmd fyrir morð af yfirlögðu ráði. Ég mun allavega ekki gefast upp í aðgerðum mínum, enda þrjóskari en andskotinn.
Ég verð að kötta á bloggið núna, þetta er síhungrað monster. Og ég kann ekki að gera neitt í hófi. Ég punkta nú samt hjá mér svona aðeins það sem á dagana drífur.
Ég bið ykkur forláts á skyndilegu brotthvarfi; mannasiðir hafa aldrei verið mín sterkasta hlið ;) Ég mun laumast til að kíkja á bloggvini mína öðru hverju.
Mér þykir vænt um ykkur.
gerður rósa gunnarsdóttir, 5.3.2007 kl. 07:32
Kvitt og knús
Solla Guðjóns, 5.3.2007 kl. 07:53
Zoa Zoa where are you
Ólafur fannberg, 5.3.2007 kl. 08:12
Tek undr Zoa komdu aftru.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.3.2007 kl. 11:11
Zoa kondu sem fyrst aftur við söknum þín þangað til dúlla knús og klemm
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 5.3.2007 kl. 12:44
mánudagskvitt..
Margrét M, 5.3.2007 kl. 15:28
ZOA komdu aftur !
bara Maja..., 6.3.2007 kl. 11:29
ZOA KOMDU AFTUR!!! Ég skil svo sem að þú viljis ekki blogga í bili, en af hverju henda út gömlu færslunum?
Villi Asgeirsson, 9.3.2007 kl. 09:58
Ágætt að stroka líf sitt út algerlega svona öðru hverju :)
Færslurnar eru nú alveg til ennþá, bara í felum. Varstu ekki búinn að lesa þær allar frá byrjun? - Hvusslags frammistaða ...?? ;)
En ég hugsa að það megi alveg hafa meiri áhyggjur af heilsufari Sigrúnar en þessum blessuðu færslum mínum :) Þær voru nú aldrei neitt mjög merkilegar hvort eð er.
gerður rósa gunnarsdóttir, 10.3.2007 kl. 21:29
Zoa komdu aftur!
Eydís (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.