28.5.2006 | 20:11
Enþá blogg :O
'Eg verð nú að byrja á að þakka Val 'Oskarssyni fyrir kommentið, og fá mig til að finnast ég ekki vera alein að bulla þetta út í loftið
Og óska 'Islendingum til hamingju með góðar eða slæmar kosninga eftir því sem við á. En verð þó að segja að ég vona nú að ekki þurfi að koma til sólahrings dagvistunn á börnum um allt land, svo að fólk verði ánægt. Og svona bara til að fyrirbyggja allan misskilning, þá vinn ég á leikskóla og finst að öll börn eigi rétt á að vera á svoleiðis stofnun part af uppvekstinum, en helst ekki sem þeirra aðaluppalandi frá 0-6 ára aldurs. Einnig hef ég fullan skilnig á því að einstæðir foreldrar sem vinna vaktavinnu þurfi á svegjanlegri dagvistun að halda, en ekki samála því að meirihluti foreldar eigi að hafa rétt eða þörf á svo mikilli dagvistun fyrir sín börn að þau þekki þau varla nema í sjón
Það opnaðist nýr heimur fyrir mér þegar ég flutti úr landi og fór að upplifa það að aðrir foreldrar vildu líka eyða tíma með sínum börnum, ekki þetta sífelda vinnubrjálæði og fá sér svo barnapíu til að komast út frá ormonum á kvöldin og/eða um helgar. Það var voðalega huggulegt að vera boðið í veislur og grill og aðrar uppákomur MEÐ krakkana sína. Og fynst mínum krökkum það bara sjálfsagður hlutur í dag að vera boðið með okkur fullorna fólkinu og ekki alltaf í pössun ef eithvað er um að vera.
En auðvitað hlítur þetta að vera einstaklingsbundið þó að mín upplifun hafi verið sú að í allt of mörgum tilfellum sé það raunin að krakkaormarnir séu meira fyrir en með.
Læt móðan hætta að mása núna.
Kær kveðja Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.