Klukkan orðin 5 og komin á fætur !!

Jæja þá var EKKI vakandi í alla nótt og skrifaði blogg, heldur vaknaði núna kl 5 og skrifa blogg    Í gær fór ég í sjúkraþjálfun, lagði á stað  með tvær hækjur og tárin í augunum yfir hverri holu sem við keyrðum yfir, henni Lisu leist auðvitað ekkert á mig og varð alveg brjáluð að heyra að ég ætti ekki að komast í verkjameðferð fyrr en í nóvember. Sagði mér að hringja og hringja í þá þar til að þeir leggi mig bara inn   Setti mig svo í einhverjar rafmagnsbylgjur í 20 mínútur og nuddaði mig, og ég fór heim með eina hækju og brosandi    En það dugði auðvitað ekki lengi, var orðin jafn slæm eftir nokkra tíma. En hún sagði mér að ég ætti að geta fengið svona lítið ferðatæki til að hafa heima og bara hengja á mig og gefa mér sjalf svona rafmansbylgjur. Þær virðast örva sársaukataugarnar það til þær verða þreittar og hætta í smá stund að senda þessi HELV'ITIS verkjaskilaboð. Allvega ætla ég á fullt í síman í dag, arga og garga og grenja ef ég þarf. Bæði til að komast inn á Aker og allavega að ég fái svona tæki, helst í gær   

 

En svona að einhverju skemmtilegra, þá var brakandi sól og hiti hér í gær og ég náði að sitja aðeins á pallinum hjá Guddu í sólinni, á meðan Ruud þvoði húsið hennar fyrir málingu og hún litaði hárið á Hauk   Það var bara huggulegt    

Spáin er góð í dag og þessa viku alla, svo vonandi fer ég nú að hrokkva í réttan gír, svo ég geti notið þess eithvað.

 

Frikki er búin að vera rosalega duglegur. Slær blettinn, þvær og þurkar allan þvott, fer með rusl og ryksugar og gerir það sem þarf hér eftir þörfum    Elskan í tættlur. Sigga mín er líka alltaf boðin og búin að hjálpa, en við vorum búin að semja við Frikka, þar sem hann fékk enga vinnu í sumar þá gæti hann hjálpað hér heima og fengið smá aura fyrir það. Líka frábær æfing fyrir hann að læra á þvottavél og svoleiðis áður en hann fer í háskóla og þarf að sjá meira um sig sjálfur.

 Jæja þá, þetta virðist nú vera orðið langt, langt blogg, svo ég læt þetta duga.

Kærar kveðjur til alls og allra og þín líka. Sigrún.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Dullan min! eg vona ad thad komi eitthvad utur simtølunum i dag! Gott ad heyra ad Frikki er svona duglegur :) Bid ad heilsa Kalli og krøkkum... og Guddu og co

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 29.6.2006 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband