6.7.2006 | 11:18
Er komin í dagsfrí frá spítalanum.
Jæja þá nú er mikið búið að gerast síðan síðast. Var send með sjúkrabíl til Fredrikstad á fimmtudaginn í síðustu viku. Er búin að liggja þar alla vikuna í sterkri verkjameðferð og rannsóknum. Fékk endanlega niðurstöðu í gær og það er komið enn eitt brjósklosið og það sem verra er á sama stað og þau sem voru skorin burt í bæði skiptin í janúnar. Nú fékk ég að skjótast heim í dag, fer eftur inn í kvöld og hef svo helgina til að ákveða hvað ég ætla eða get gert. Yfirlæknirinn sem talaði við mig í gær er en ekki alveg búin að ákveða hvort hann vilji skera mig. Þetta verður mikið hættulegri og áhættumeiri aðgerð en í janúar en eins og staðan er í dag stendur valið á milli þess að taka þennan séns og vona að allt fari vel (þ.e.a.s ef læknirinn vill skera) eða að vera svona kvalin á rótsterkum lyfjum inn og út af sjúkrahúsum og endurhæfingum næstu árin
Það er sko engin lýgi að sá á kvölina sem á völina !!!
En ég held ég láti þetta duga í bili, það er rosalega miklar pælingar frammundan. En varð að fá bæði hjólastól og göngustól með mér heim + hækjurnar, svo maður er vel vopnaður.
Bið að heilsa öllum sem kíkja inn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.