13.7.2006 | 20:57
Helförinni lokið !!
Jæja þá er þessari helför lokið. Vældi mig út af spítalanum í gærmorgunn. Þá voru komnar tvær vikur í innlögn sem er ALLT of langur tími á svona stofnun !!! En allavega var ég loksins skorinn á mánudagsmorgun. Aðgerðin gekk að óskum og læknirinn lýsti þessu sem einhverju RISA brjókslosi sem það trúlega var miða við verkina, og sagði svo að taugarótin væri mjög bólgin líka og það tæki einhvern tíma að jafna sig !! Svo þegar þessu öllu var lokið fékk ég slæma spasma/krampa í ALLA hryggvöðvana. Það kemur lika til að taka einhvern tíma að jafna sig þar
En núna er ég komin heim, mamma og pabbi hérna hjá mér að sjá um að ég sofi nóg (hihihi sef ca 18 tima á sólahring) En svefn er víst besta lækningin
Eg vill nota þetta tækifæri og þakka öllum góðar kveðjur, bænir og annan stuðning í gegn um þetta allt, bæði hér og í gegn um síma og kveðjur
Læt þetta duga í bili get ekki enþá setið mjög lengi í einu hihih
Kossar og klemssss
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku systir mín við eru sko búin að vera með þér í huga og hjarta í gengum þetta allt saman , en getum samt engan vegið gert okkur ú hugalund hvað þetta er búið að vera rosalega erfit . Bara fegin að þetta er búið og vonað að batin verði skjótur og góður og um famm allt varanlegu .
Elskum þig í rófur og rúsínur :=) með smá sprelliköllum frá Victorí Rut til þín :) love love kiss kiss Heiða amma og Victoría Rut
Heiða amma og Victoría Rut (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 00:25
Dullan min! Velkomin heim :) Er buin ad hugsa mikid til thin, nuna er kominn timi til ad thu farir ad verda laus vid verki og veikindi! (tho fyrr hafi verid)
Bid ad heilsa mømmu thinni og pabba... fardu vel meg thig elskan
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 14.7.2006 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.