24.7.2006 | 09:41
Saumarnir farnir :)
Jæja þá er búið að taka saumana úr bakinu á mér og ég klár í fimleika 'Eg dreif mig bara á læknastofuna eldsnemma í morgun og lét taka þá og það gekk bara mjög vel. Sárið gróið en smá partur sem þurfti að líma saman. Ferlega fyndið búið að skera mig upp þrisvar sinnum í ár og bara með eitt ör Ekki slæmt !! Verður reyndar alltaf stærra og stærra en skítt með það. Verkirnir að mestu horfnir og ég farin að slást við ættingja og vini um hvort ég megi gera þetta eða hitt hihihi. Og hver haldiði að vinni alltaf En tek allt að sjálfsögðu með ró. Veðrið er búið að vera alveg geggjað undanfarnar vikur, hitin langt yfir 30 gráður, voða næs Nú fer hann Frikki minn að fara frá mér i hálfan mánuð. Ætlar að skreppa aðeins og heilsa upp á fjölskylduna í Keflavík. Og kemur svo hress beint í skólastartið. Við ætlum nú að reyna að komast eithvað með hana Siggu okkar í útileigu. Veit ekki enþá hvort ég get sofið í tjaldi, en það kemur víst í ljós
'Eg þakka fyrir allar kveðjurnar, gaman að heyra frá gömlum vinum
Kær kveðja Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:02 | Facebook
Athugasemdir
Frábært að það er búið að taka saumana :) jibbí vona að allt verði upp á við núna og þú komist í smá útileigu með Ruud og Siggu :) Elskum ykkur í rófur og rúsínur :) hihi Heiða amma og Victoría Rut
Heiða amma og Victoría Rut (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.