6.8.2007 | 16:00
Unglingsárunum að ljúka !!
Jæja þá get ég loksins farið að telja niður þar til ég kemst í fullorðins manna tölu og verð að fara að haga mér eins og manneskja. Nú eru bara 364 dagar í fertugsafmælið En þetta er bara búin að vera rólegur og góður afmælisdagur, það hefur ekki verið svona heitt hjá okkur í allt sumar svo ég er rosalega ánægð með það. 28 stiga hiti í forsælu og hátt í 40 í sólinni
Ég er búin að fá fína pakka og kort, milljón sms og heheheh pening frá tengdó veit ekkert hvað ég á að eiða honum í En núna er hann dúllinn minn að elda uppáhaldsmatinn minn (indónesískan ) og svo ætla nágrannarnir að kíkja í kaffi á eftir.
En takk fyrir allar kveðjur og hamingjuóskir við síðustu færslu, þið eruð algjörar dúllur
Ástarkveðjur og RISA KOSS handa ykkur frá mér Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Snúllan mín, svo sorglegt með hann Tomma..
og til haminju með dagana..
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 6.8.2007 kl. 16:35
Til hamingju Sigrún mín og megi næsta ár þitt verða betra en það sem er liðið.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.8.2007 kl. 19:58
Mikið er gaman að sjá þig hér aftur og takk fyrir innlitið;)
Samhryggist þér með Tomma. Þetta hefur verið stórt ár hjá þér Sigrún min og óska ég þér spennandi ævintýra næstu árin, þar sem gleðin situr við stýrið!
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.8.2007 kl. 20:34
hæ hæ elsku sæta systir mín og innilega til hamingju með 39 árin hihi , veit að maturinn smakaðis vel hjá ykkur , elska þig endalaust upp og niður út og suður meyra meyra mest í kúrkubita og teninga og allt
Knús og klemm Heiða og co úr svieitinni
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 6.8.2007 kl. 22:34
Til hamingju með afmælið gamla mín
Kveðja Rebekka Magg
Rebekka Magg (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 23:25
innilega til hamingju með afmælið
Margrét M, 7.8.2007 kl. 08:42
O my !!!!!!! Mikið líður tíminn hraðar þarna í Norge mar er bara rétt að ná 29 thí hí hí. Bestu kveðjur annars gamla mín og til hamingju með þetta allt saman darling.
Harpa Eiríks. (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 08:55
Til hamingju ástin.er að flíta mér heyrumst
Solla Guðjóns, 7.8.2007 kl. 10:24
Ynnilega til hamingju með daginn skvís....Betra seint en aldrey..hehehe
Knús og Kram
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.