8.8.2007 | 14:12
Geggja veður !!!
Loksins kom það !!! SUMARIÐ MITT Hátt í 30 stiga hiti dag eftir dag, geggjað !! Fórum í fyrstu bátsferðina í gær á Glommu, ég bleytti aðeins í beitunni, þó ég hafi verið með háværar yfirlýsingar um að ég hataði að veiða. Fékk auðvitað ekkert og endaði með að missa beituna þegar ég rak sígarettuna í girnið, og Ruud ætlaði að ná línunni með sinni stöng og flækti sína línu í mótornum hehehehe. Þetta var alltof "boring" fyrir mig svo smá fjör hihi.
Fór svo í dag og keypti mér 2 pör bikiní, flott að sumarið kemur svona seint, fékk þau fyrir 160 kr til samans En ég reikna nú með þrumuveðri seinnipartinn, svo það er bara að skella sér í nýju flíkurnar og prófa heheh
Svo vill ég þakka allar hamingjuóskirnar Gaman að heyra líka frá gömlum vinum
Hafið það sem allra best, kær kveðja Sigrún
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
svo nú geturðu spókað þig á nýjum bikiní alla daga.. hér er farið að rigna
Margrét M, 8.8.2007 kl. 14:33
Hér rignir líka... Gaman að heyra í gömlum blog-vini aftur
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.8.2007 kl. 16:47
Nú er ég komin til Köben.....sit hér með grön Tuborg...stóð við það sem ég sagði við fjölskylduna..en það var að koma með sólina með mér....Skemmtu þér vel í fríinu og ég stefni á það líka...
Agný, 8.8.2007 kl. 19:06
Já bara að skella sér í bekínið. Hér er tinging og haustlegt í bili.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.8.2007 kl. 20:09
jæja, þegar það er komin sól hjá þér, fer að rigna hér :0/
Bragi Einarsson, 9.8.2007 kl. 00:14
frábært að vita að það er komin sól og hiti hjá ykkur og kominn tími til,kanski var sólin bara að bíða eftir að þú hrestist svo hún fengi að skína á þig´,þú átt það svo skilið ástin mín ,knús og klem og spókaðu þig í bikiní
p.s þú hefur greinilega veiði genin frá mér elskan he he
mamma (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 17:22
Gott að geta átt til skiptana hihi þegar það er svona heitt . Erum komin heim set inn myndir um helgina hjá Victoríu prinsessu .
Love knús og klemm stóra litla systir þín
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 10.8.2007 kl. 18:24
Þú ert óborganleg.Að reka síkarettunua í girni getur ekki endað nema á einn veg
Solla Guðjóns, 11.8.2007 kl. 01:35
Velkomin til baka elsku Sigrun, thin hefur verid sart saknad. Eg samhryggist ykkur innilega, aumingja kisinn. Her er sumarid lika ad reyna ad brjotast fram, thad gengur hægt og rolega.
kNus og kossar
Kolla, 12.8.2007 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.