Helgin

Héðan er bara lítið að frétta, helgin búin að vera róleg og góð. Heitt en skýjað og svo alveg ROSALEG rigning aðfaranótt laugardags Crying Ég hef aldrei upplifað aðra eins rigningu (og er búin að blotna oft Tounge) Leigðum okkur bara myndir á laugardag og sátum og gláptum á imbann allt kvöldið, þetta er síðasta helgin hjá Siggu heima fyrir skólastartið, hún fer í vistun næstu helgi. Þá er líka Kraftfestival hér í bænum, ég er nú frekar fúl yfir prógramminu, en maður sér nú bara til hvað gerist Halo Guðný og Thelma vinkona hennar koma til okkar í vikunni og verða einhverja daga..... loksins..... hélt bara að ég fengi engan umgengnisrétt við litlu frænku LoL En ég stóla bara á sól og sumar áfram svo maður geti rölt með þeim í bæinn og sötrað bjór í sólinni Cool
Svo fer nú að styttast í skoðun hjá doktornum og vonandi endurhæfingu fljótlega þar á eftir. Verður væntanlega nóg að gera líka þegar skólinn byrjar. Nú fer Sigga í 10 bekk og Frikki á lokaárinu í fjölbraut/menntó. Ég er að vona að ég fái meira samstarf við skólann hjá stelpunni en undanfarinn ár, og að hún geti farið að vera meira inni í bekknum sínum.
 
Jæja þetta var röflið í bili........ knús og klemm, kveðja Sigrún. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Altaf finst mer jafn sorglegt thegar helgin er buin. En gott ad sumarid se ad koma til thin, ekki veitir af.

Knus og klem 

Kolla, 13.8.2007 kl. 10:16

2 Smámynd: Margrét M

jamm þér veitir ekki af smá sumri

Margrét M, 13.8.2007 kl. 11:33

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Bara flott að þú sért byrjuð á þessu röfli aftur...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.8.2007 kl. 16:26

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Segi nú bara eins og rannug.....er sko búin að sakna þín.

Þú varst ekkert að horfa á blár er það??? Nei þúst þarna með rigninguna sko

Solla Guðjóns, 13.8.2007 kl. 22:02

5 identicon

Gott að skoða bloggið þitt og frábært að hitta þig á netinu og sjá að þú ert smá saman að verða sjálfri þér lík dúllan mín þú verður að gefa Guðný stórt knús frá ömmu vildi alveg vera komin til ykkar í svona þriggja kynslóða þú veistþú getur sagt Siggu að afi og amma hafi farið á Harry Potter í kvöld með Vestmanneyingum rosa gaman ástarkveðja knús og klem til allra

mamma (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 00:41

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er ekkert röfl. Gaman að frétta af þér og þínum og ég vona sannarlega með þér að Sigga fái meiri stuðning.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.8.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband