21.8.2007 | 08:59
Líf og fjör !!!
Hér er búið að vera líf og fjör frá því að ég skrifaði síðast. Guðný mín kom með Thelmu vinkonu sína í heimsókn á miðvikudaginn og ég var núna að keyra þær á lestina Hmm það verður rosalega tómt. Það er búið að vera voða dúll að hafa tvær svona pæjur á heimilinu, þær eru náttla bara snúllur báðar tvær , þó þær séu eins ólíkar og dagur og nótt eða sumar og vetur Við erum nú búnar að bralla ýmislegt. Fórum bara 3 út á stelpukvöld á fimmtudaginn og dúlluðum okkur, fengum okkur pizzu og bjór og smá uppblásið Irichcoffie Á föstudaginn var svo kraftfestival og auðvitað er skyldumæting á svæðið. Við Thelma læddum okkur snemma heim (höfðum verið að spjalla langt fram á nótt nóttina áður) Og áður en ég náði að sofna voru nú allir komnir í hús. 'A laugardag voru okkur gömlu hjónunum boðið í bústað hjá nágrannanum okkar og skelltum við okkur þangað og fórum í bátsferð og pöbbarölt á milli eyja Voða huggulegt. Veðrið er búið að sína okkur allar hliðar og ég held ég sætti mig bara við að ég fái ekki sumar eins og ég er vön hér í ár. En ÖRUGGLEGA 'A NÆSTA 'ARI Svo í gær fórum ég með pönslurnar til Svíþjóðar að skoða/versla/borða Svo er jú skólinn byrjaður hjá krökkunum og fór bara vel af stað. Sigga verður inni í bekknum eins og ég er búin að vera að biðja um for ever, svo það er frábært. Nú er bara að fara með Frikka minn og kaupa skólabækur í dag og þá er allt klárt. Ég var nú búin að ákveða að taka mig á og fara að hugsa betur um hana dóttur/systurdóttur mína og fara að heimsækja hana meira, þar sem þau eru að koma niður af fjöllunum. Fara bara að heimsækja hana aðra hverja helgi og kannski fara að læra að fara á bak og svoleiðis þegar ég fengi grænt ljóst frá lækninum, en neiiii hún hefur svo mikið að gera þessi elska er að keppa á hestum um allar trissur, fara til Íslands og svo til Indónesíu, svo ég sé hana kannski um jólin hehehe. Nei hún ætlar að koma og keppa hérna hjá mér bráðum aftur , svo þá fæ ég að skottast aðeins með henni. Núna ætla ég að fara að setja handklæði í þvottavélina og hengja út. Það fóru nokkur handklæði með tvær svona gellur plús okkur fjögur hihihi en það er búið að vera alveg geggjað að hafa þær og húsið fullt af lífi og fjöri.
Svo takk fyrir komuna snúllurnar mínar og komið sem fyrst aftur !!!!
Læt þetta duga í bili, knús og klem á línuna, Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott að heyra af þér og gaman að lesa og láttu mig vita allt um skvísur og HANDKLÆÐI
Solla Guðjóns, 21.8.2007 kl. 11:11
GAman að heyra um fjöfið hjá þér og þú virðist njóta þín vel núna. Það er gott. Hafðu það sem allra best.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.8.2007 kl. 11:20
nóg að gera og gaman hjá þér ...
Margrét M, 21.8.2007 kl. 12:56
Það er greinilega líf og fjör hjá þér...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.8.2007 kl. 21:10
Æ en æðislegt að skólin sé loksins farinn að hlusta á þig.
Kolla, 22.8.2007 kl. 12:16
Það hefur aldeilis verið stuð með pæurnar í heimsókn alveg frábært að þú gast dröslast með þeim dúllan mín,líka góðar fréttir með Siggu vonandi gengur þetta nú allt vel í vetur og Frikki bara að fara í síðasta bekk er það ekki ? Vissi ekki að barnabarnið mitt væri að fara til Indónesíu en það er svodan flakk á hennialltaf gaman að heyra hvað þú hressist með hverjum deginum ástin mín knús og klem frá okkur hér á klakanum
mamma (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 17:06
Hæ elsku krúttiðmittég takka þér fyrir yndislegan tíma góð spjöll:)vona aðég sjá þig sem fyrst
Thelma (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 21:13
Gott að sjá að þér líður beturnú er maður sem sé kominn heim frá Danmörk og allt í einu er skólinn byrjaður og allt það og komið haust manni finnst einhvernveginn að tíminn hefði hlotið að standa kyrr þessar 2 vikur sem ég var úti....en svo er nú ekki sem er nú bæði gott og vont..
Agný, 29.8.2007 kl. 12:08
Gaman af þessu, hafðu það sem allra best.
Bragi Einarsson, 29.8.2007 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.