Dagbókin.

Jæja þá er best að skrifa í skóladagbókina. Í gær fylgdi ég stelpunni í fyrsta tíma sem var á Basen sem eru bara 2 strákar kennari og assistentin hennar. Það gekk bara mjög vel. Svo kom hún sjálf heim eftir 2 tíma eins og um var talað og fór svo í valfögin sín í 5 og 6 tíma. Þá mætti hún einum úr bekknum sem kom með einhverja "leiðindar" athugasemd. Hún lét bara eins og að hún heyrði ekki í honum og fór í tíma. Þessir tímar í ensku eru ekki í bekknum heldur blandað úr 9 og 10 bekk og þar er ekkert vesen. Þetta eru allt krakkar sem eru góð í ensku og vilja vera þarna. Það eru þrír fullorðnir í fjölskyldunni tilbúnir að "spjalla" aðeins við þennan strák sem hefur ansi oft komið við sögu síðustu þrjú árinn, en við förum á fund í fyrramálið og þá læt ég vit af því að ef þeir komi ekki í veg fyrir þetta í eitt skypti fyrir öll þá gerum við það.

Annars er ekkert að gerast hjá mér í dag, Sigga fer í afmæli eftir skólannHlæjandi Það er orðið langt síðan það hefur gerst. Það verður örugglega rosalega gaman hjá þeim. Það verður fraið með þær í eithvað hoppuland á Lilleström. Hún átti að byrja í fermingarfræðslunni í dag en við ákváðum að "gleyma" fyrsta tímanum svo hún kæmist í afmælið Glottandi 'A morgun verður fundur kl 8 í skólanum, síðan er sjúkraþjálfun og svo foreldrafundur á Toppen annaðkvöld.

Ég ætla bara að taka það rólega í dag og nota kraftana á morgun. Ætla að kíkja í kaffi til Gudrun á eftir, hef ekki séð hana í tvær vikur.

Læt þessa færslu duga í dag. Bless bless Sigrún.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband