15.9.2007 | 21:38
Glaðvakandi....
...og á að vera steinsofandi. Erum að fara til Hollands á eftir. Bara ég og minn kæri En er svo spennt að ég get ekkert sofið svo ég ákvað að skella inn færslu í staðinn. (Er ekki akkúrat búin að vera að standa mig undanfarið.) En við ætlum að keyra niðuretir og leggjum af stað þegar bóndinn vaknar og verðum ca 18 tíma. Hann er að fara að kaupa sér gamalt létt mótorhjól Og ég ætla að borða GÓÐAN MAT og kússsssssa mig Verðum hjá tengdapabba og förum svo til Ingrid mágkonu ógó spennandi hjá mér hihihi. En það er sko alveg komin tími á að við förum eitthvað bara tvö !!! Erum bæði búin að vera í bakveikindum í allavega 3 ár , en ég er hætt að telja hihi. Svo nú verður keyrt frá Noregi í gegn um Svíþjóð, til Danmerkur og þaðan til Þýskalands og loks til HOLLANDS Kannski maður fái sér "dúdd" um hálfa Evrópu hehehehe. Svo verður spennandi að sjá hvernig bökin virka þegar við komum heim heheheheh
Annars er bara allt gott að frétta af mér, er orðin svo tilbúin í að fara að gera eitthvað. Fer nú trúlega á skólabekk, en veit ennþá ekkert hvað ég vill verða þegar ég verð stór Kannski ég verði bara lestarstjóri Annars er ég opin fyrir tillögum
En takk fyrir allar kveðjurnar og mamma var voða glöð líka
Sjáumst næstu helgi, lifið vel og lengi og látið vera alla skóladrengi Kær kveðja Sigrún
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er 39 ára og er nýbúin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Hafðu það ótrúlega gott á ferðalaginu. Það er svo gott að komast í burtu bara tvö, svona einstaka sinnum.
Jóna Á. Gísladóttir, 15.9.2007 kl. 22:48
Ef þið keyrið í gegnum Jönköping þá lætur þú mig vita.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2007 kl. 23:01
Frábært og skemtið ykkur rosalega vel . Annars er alltaf verið að skamma mig ég gleymi að segja öllum hvað er að gerast og hver er að fara að gera hvað og svona hihih . Eigið frábæra helgi elska ykkur út og suður knús og klemm
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 16.9.2007 kl. 10:44
Ég segi nú bara; ég ætla rétt að vona að bökin verði góð eftir þessa keyrslu alla. Ég meina þannig að þig getið fengið ykkur einn almennilegan!!!! Góða skemmtun vinkona.......
Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 17:08
Flott hjá ykkur! Góða ferð og gangi ykkur vel bið að heilsa oba
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 16.9.2007 kl. 19:56
frábært hjá ykkur ..bara að muna að keyra ekki of lengi í einu, smá pásur inn á milli til að hvíla bökin ykkar .. hafðið það æðislegtt og frábært og yndislegt þið eigið það skilið ..
Margrét M, 17.9.2007 kl. 10:32
Góða ferð og góða skemmtun Sigrún mín. Þú átt það margskilið.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.9.2007 kl. 16:59
góða ferð !!!
AlheimsLjós til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 18:16
Góða ferð og góða skemmtun..og njótið þess að vera 2 ein... Ég sit hér heima "hryggbrotin".. í orðsins fyllstu merkingu..er með brotinn hryggjarlið ..eins gott að þetta skeði eftir Danmerkurför mína..Ja svo er karlinn að flytja út allavega í 3 mán..ég kanski seinna..það gengur ekki upp núna...
Agný, 17.9.2007 kl. 19:00
Það er frábært að þið hafið loksins látið verða af því að fara eithvað ein,vona bara að bökin þoli þetta ástin mín,ástarkveðja knús og klem og hlakka til að heura ferðasöguna
mamma (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 22:40
Hæ ég er búin að setja meira um lesblindu viltu kíkja og kvitta til að koma þessu inn í umræðuna..Fyrirfram þökk Solla. Svo er ég bara held ég að fá tíma til að fara að skoða blogg bloggvinana minn.
Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 16:38
Vona að þið skemtið ykkur vel
Kolla, 20.9.2007 kl. 12:13
Góða ferð til Hollands
Bragi Einarsson, 20.9.2007 kl. 21:44
Flott þetta!! Nú ert þú á feðalagi að kússsssssa þig
Hafið það gott elskur
Solla Guðjóns, 21.9.2007 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.