Fyrir 15 árum....

Sigríður Ósk....eignaðist ég þessa líka fallegu prinsessu. Þann 26 október 1992 kl 17:22 kom hún í heiminn þessi elska, eftir langa bið, þar sem ég þurfti að liggja á sjúkrahúsi stóran hluta meðgöngunnar. Nú var lífið mitt fullkomið. Búin að fá bæði fallegan og góðan strák og svo þessa líka krúsidúllu. Ljósmæðurnar sögðu mér að ég ætti nú aldrei eftir að þurfa að vaka yfir henni þessari, þar sem hún bara lá og svaf þar til henni var gefið að drekka. Þetta reyndist rétt, en bara í 6 mánuði. Þá vaknaði nú prinsessan af værum blundi og hafa þær verið óteljandi andvökunæturnar síðan þá. Það er eins og hún hafi tekið þetta allt út bara í byrjun. Þetta er alveg ótrúleg stelpa sem fæddist þennan dag. Hún hefur alltaf verið mjög ákveðin og var snemma talað um að hún væri ráðskonurass og mynnti mikið á langömmu sína, hana Heiðu ömmu. Hún varð snemma mjög sjálfstæð, þegar það kom að því að borða. Hún nennti nú ekkert að bíða á meðan mamman var að mata stóra bróðir líka, sem var nú orðin 3gja ára og naut þess en að láta mata sig, svo hún byrjaði að borða sjálf 9 mánaða. En hún var líka fædd grænmetis og fiskiæta. Þó svo að mér hafi nú tekist með tíð og tíma að fá hana til að smakka kjöt. Þá var það ekki séns þegar hún var lítil. Þó að ég hakkaði kjötið inn í kartöflur þá spítti hún því út úr sér, en bara kjötinu. Í dag er fiskur það besta sem hún fær en er orðin mjög dugleg að prófa mismunandi mat. Það er nú búið að ganga á ýmsu hjá henni eins og bróður hennar í lífinu, en mér finnst eins og við séum á réttri braut. Hún er að þroskast mikið og eigum við mjög gott samband okkar á milli mæðgurnar, svona flest alla daga Tounge Það er búin að vera mikil spenna fyrir þessum stóra degi. Í fyrsta skipti gat hún farið með köku í skólann og gefið bekkjarfélögunum, þar sem hún er loksins komin inn í bekk. Svo mamman fór á fætur snemma og bakaði eina skúffuköku og skreytti með súrum öskurkrökkum (norskt nammi) og skellti á tvær Íslenskar rækjubrauðtertur. Eina sem hún kom og smakkaði á í hádeginu og aðra sem hún ætlar að taka með sér á sveitabæinn í kvöld og leyfa þeim að smakka svona fyrirbæri Wink Svo á að halda upp á afmælið hennar þar á morgun, baka köku og hún er búin að panta lax í kvöldmatinn. Ég er alveg ótrúlega stolt af henni dóttur minni, þetta er falleg, góð og flink stelpa, sem ég er glöð að hafa fengið til mín  Heart

 

Kær kveðja Sigrún.

P.S. Er búin að vera frekar löt að blogga, mikið búið að vera að gera í skólamálum og öðrum málum, og verður það trúlega á næstunni. Vill bara senda knús á alla bloggvini og fjölskyldu, og þakka fyrir komuna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með perluna... risa knús frá mer til ykkar

lilja ros (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 12:05

2 identicon

Hjartanlega til hamingju með hana nöfnu mína ég er svo stolt af henni og svo sannarlega sammála þér að hún er sko flott,ég er búin að senda annað kort vonandi kemur það,ég heyri svo í henni á eftir

KNÚS OG KLEM TIL YKKAR ALLRA OG EIGIÐ GÓÐAN DAG

mamma (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 12:53

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2007 kl. 15:09

4 Smámynd: Margrét M

innilega til hamingju með stóru stelpuna þína

Margrét M, 26.10.2007 kl. 15:54

5 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Til hamingju með skvísuna mér finnst ég nú alltaf eiga pínupons í henni. man svo vel eftir þegar hún og Óskar Freyr urðu vinir.. sem varð jú til þess að við urðum þessar líka góðu vinkonur  Súperklem til Siggu sætu!

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 26.10.2007 kl. 18:43

6 identicon

Innilega til hamingju með stóru stelpuna þína orðin 15 ára. Við í Eyjum óskum henni alls hins besta og vonum að hún eigi góðan dag. Þúsund kossar og stubbaknús frá okkur öllum  

Siddý, Gunni, Guðlaug, Ásgeir, Kristberg og Blíða.

Siddý (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 19:21

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með stelpuna þína í gær. Og takk fyrir kommentið hjá mér, það er ofsalega gott að fá svona stuðning frá foreldrum sem þekkja til hlutanna og eru að ganga í gegnum það sama.

Huld S. Ringsted, 27.10.2007 kl. 07:49

8 identicon

Hjartanlega til hamingju með skvísuna, svakaleg dúlla

Takk fyrir innlitið hafðu það sem allra best og ég vona að þið munið eiga góða helgi..

Knús og Kram

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 12:00

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju með yndisfríðu stelpuna þína.Eigið þið svo góða helgi.

Solla Guðjóns, 27.10.2007 kl. 12:42

10 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Til hamingju Sigrún alltaf jafngaman að frétta af þér ;)

Ég skil þetta að hafa of mikið að gera ég hef bara ekkert mátt vera að því að blogga um hríð en vonandi vex mér ásmegin í því á næstunni hehe 

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 27.10.2007 kl. 18:57

11 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Vá litla stelapn að verða ung kona  innilega til hamingju með dagin elsku Sigga mín , og öll fjölsk auðvita líka . Ég tel mig nú eiga eina eða tvær tær á þér eða svo hihih , annars er litla frækna þín hún Victoría eftir mynd af þér held ég . Eigðu frábæra helgi .

Elskum ykkur í kökur og brauðtertur hihih

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 27.10.2007 kl. 20:55

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með þessa gullfallegu dömu !

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 22:39

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með stelpuna þína. Þú hefur aldeilis fengið "hand full" með börnunum þínum, en það er svo skrítið að erfiðu börnin eru manni kærust. Þannig er það allavega hjá mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 23:59

14 Smámynd: Elín Björk

Til hamingju með stelpuna, æðisleg mynd af henni
Knús af klakanum

Elín Björk, 28.10.2007 kl. 20:39

15 Smámynd: Agný

Þessi mynd af stelpunni þinn minnir mig á margar englamyndir. Rosalega falleg mynd af fallegri hnátu. Til hamingju með hana og gangi ykkur allt í haginn. Knús til ykkar.

Agný, 29.10.2007 kl. 11:57

16 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já þetta er falleg stelpa. Til hamingju með hana. Leiðinglegt að ég gat ekki sagt þettaá afmælisdaginn en þá var ég í Evrópuferðinni minni. Knús

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.10.2007 kl. 17:11

17 Smámynd: Villi Asgeirsson

Spóla til baka um fjóra daga og segi TIL HAMINGJU!

Villi Asgeirsson, 30.10.2007 kl. 21:24

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Síðbúnar afmæliskveðjur

Jóna Á. Gísladóttir, 4.11.2007 kl. 23:51

19 Smámynd: Ester Júlía

Síðbúnar afmæliskveðjur hérna líka.  Yndisleg færsla að lesa.

 

Ester Júlía, 5.11.2007 kl. 07:37

20 Smámynd: Bragi Einarsson

Til hamingu með dömuna

Bragi Einarsson, 7.11.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband