Stelpudagur :)

Í gær ákvað ég að við Sigga hefðum bara stelpudag. Ég vaknaði snemma með Frikka og fór með honum í blóðprufu. Fór svo heim og vakti Siggu sem átti frí í skólanum og við skelltum okkur til Ski. Við vorum búnar að sjá svo flott svört rúmföt með kínverskum gull táknum á. En það endaði nú með svoldið fleiri pokum en þeim eina. Hún fékk svart lak, peysu, 2 bambuslengjur til að hengja á veggin hjá sér, kertastjaka með kínatáknum og einn búdda. Svo fékk ég á mig einar buksur og bol á Frikka. Þar fyrir utan röltum við inn í fullt af flottum búðum, fengum okkur að borða og ís á eftir. Rosalega skemmtilegur dagur hjá okkur. Þegar við komum heim var ég alveg búin í bakinu svo ég lagði mig, og Ruud vakti mig svo og sagði að nágrannarnir væru að koma í heimsókn. Það var voða næs, sátum og drukkum nokkra bjóra og blöðruðum. Svo þegar þau fóru um miðnætti skreið mín bara aftur upp í rúm og svaf meira zzzzzzzzz. Núna er ég að þvo nýju rúmfötin svo að við getum klárað herbergið um helgina..... vona ég. Það er alltaf eithvað að bætast við.

Læt þetta duga að sinni, kær kveðja Sigrún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að þið áttuð svona stelpu dag :) það er svo nauðsinlegt :) . Hlakka til að sjá myndir af nýja herberginu hjá prinsessuni :) . Gott að vita að það er allavega verið að skoða þetta með greininguna og vona að það komi bara eithvað út úr því sem fyrst . Við elskum ykkur í babusstangir og knvesk tákn :) hehe
Heiða og Victoría Rut

Heiða og Victoría Rut (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband