18.9.2006 | 18:03
Þá er blessaður mánudagurinn liðinn.
Vaknaði kl 9 í morgun og kom ormunum af stað í skólann. Átti tíma í sjúkraþjálfun kl 11:30. Svo kom Ruud niður rúmlega ellefu allveg steinhissa á að ég væri enþá heima, þá fattaði ég að ég átti að vera lögð af stað fyrir löngu. (hihi gleymdi mér í tölvunni) Allvega þá brunaði ég af stað, Ruud hringdi fyrir mig og lét vita að ég kæmi aðeins of seint. En það urðu nú bara 4 mínutur, svo það voru nokkur hraðamet sem ruku þar. Svo fór ég með Ruud þegar ég kom heim í Byggmakker að kaupa spítur í blómabeð og þá var komin tími á enn einn fundinn í skólanum hjá Siggu. Guð hvað ég er orðin leið á þessu sístemi ppppppprrrrrrrr. En það virðis allt ganga eins og það á að gera í augnablikinu. Er að bíða eftir að fá innköllun frá noskri greiningarstöð jibby jeyyy enn einusinni að fylla út milljón pappíra svara einhverjum ósvaranlegum spurningum og fara á en fleiri fundi. En það þarf víst að gera þetta ég er alveg búin að sætta mig við það. En ekki hlakkar mig neitt til. Mér fynst nú að maður ætti að geta fengið frí í svona vinnum líka. Helst laaaaaannnnnggggtttt frí. En þíðir víst ekkert að væla um það meira. Síðan skellti ég mér til gamle Gudrun í kaffi og prat og fór svo í búðina og keypi mér 12 lítra Fårekåls pott. Einn fyrir mig og einn fyrir gömlu Gudrun. Svo kom ég bara heim og lagði mig aðeins með nýja Dan Brown bók, kláraði hina um helgina, svo sofnaði ég aðeins og Ruud vakti mig í kvöldmatinn :þ En herbergið hennar Siggu er ekki búið, ætlar að verða eilífðar verkefni hiihhi neinei er bara búin að vera að mála náttborðið hennar og hillurnar. Svo heimtar hún að allt herbergið verði málað líka :O veit ekki alveg hvort ég sé til í það, en við sjáum til.
Nú hef ég ekkert meira að segja, bið að heilsa öllum, kær kveðja Sigrún
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.