Takk fyrir.

Takk fyrir allar fínu kveðjurnar, símtölin og sendingarnar til Frikka í gær og í dag. Hann var bara ánægður með daginn. Svo kom ég honum á óvart í dag og var búin að þrífa (skrúbba) allt herbergið hans og setja á nýja sængurverasettið á nýju sængina og koddana þegar hann kom heim úr skólanum.

Á morgun ætlum við Sigga að fara og skifta einhverju af útlensku peningunum hennar sem hún er búin að vera svo dugleg að safna síðustu afmælin sín og hún ætlar að kaupa sér svolítið í herbergið, ætla ekkert að segja hvað það er en það koma örugglega myndir Ullandi

Annars er ekkert nýtt að frétta nema að hún Gudda mín er LOKSINS komin heim frá hernumda Thailandi Hlæjandi Átti alveg frábæran tíma þar eins og alltaf. Rosalega gott að fá hana heim og í morgunkaffi í morgun Glottandi

Svo er bara sjúkraþjálfun aftur á morgun, fór í morgun í skólann hjá Siggu og skrifaði undir IOP sem er bindandi samningur milli skóla, fylkis og heimilis um það sem á að gerast í skólanum næstu mánuðina. Hef svo sem skrifað undir svipaða ritgerð áður, en það er best að sjá til. Hún er allavega komin á fullt í skólann, en er ekki mikið inni í bekknum. Og svo bíðum við bara eftir að vera send í greiningu hér með hana.

Læt þetta duga, endilega verið dugleg að kvitta, alveg rosalega gaman að fá kveðjur. Kær kveðja Sigrún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband