Enn á lífi og nýt þess :þ

Brjálað að gera alla daga og engin tími til að blogga. Ég verð þó að skella inn smá færslu um það sem er á döfinni. Fyrsta mál á dagskrá er að ég er hætt að reykja W00t haha hélt að ég ætti nú aldrei eftir að segja það. En það gengur bara alveg þokkalega ennþá, bara komnir 5 dagar en þeir eiga eftir að verða margir.

Hytte.....Svo ætla ég ekki að halda venjuleg jól í ár. Ætlum að skella okkur á fjöll með Guddu og fj og vera í hyttu og á skíðum um jólin. Eina reglan er að það er bannað að vera í sparifötum á aðfangadag og mælt með náttbuskum. Passar mér og mínum alveg ROSALEGA vel Tounge

 

 

 

 

 

 

SVO....... koma stærstu fréttirnar ......

við erum að fara til Thailands W00t 5 ára draumur að verða að veruleika. Loksins, loksins, loksins, loksins !!!!

Thail Förum með Guddu og Kenneth 25 Jan og verðum í tvær vikur. Verðum nótt í Bangkok og 4 daga á næstum því eyðieyju ( þar er þessi mynd tekin) og restina verðum við í Pattaya. Ég er ekki farin að trúa þessu ennþá þó að búið sé að panta og borga ferðina W00t

Mamma og pabbi ætla að koma og vera hér hjá ungunum Tounge svo það er bara að slappa af   

 

 

 

angel14Að lokum vill ég óska ykkur öllum

Gleðilegra jóla, og farsældar og góðrar heilsu á nýju ári.

Reikna ekki með að vera mikið á ferðinni hér fyrr en eftir jól og þá lofa ég að vera duglega að kíkja á ykkur og lesa og kvitta.smiley jol

 

 

Risa knús og klemm frá mér til ykkar allra KissingInLove Kveðja Sigrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Elsku Sigrún mín , gaman að heyra í þér. Og þú ert að fara til Tælands. Til hamingju með það og til hamingju með að vera hætt að reykja. frábært það.

Gleðileg jól.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.12.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Þú ert hetja að vera hætt að reykja  þarf að fara að heyra í þér einhverja helgina þegar það er ekki svona mikið að gera allstaðar . Elska þið í snjó og snjóengla

klemm og knúss

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 16.12.2007 kl. 18:04

3 Smámynd: Margrét M

dugleg þú að hætta að reykja ..til hamingju með það .. en frábært að fara til tælands .. þetta verður örugglega yndislegt ...

gleðileg jól til þín og þinna 

Margrét M, 17.12.2007 kl. 09:18

4 identicon

Til hamingju með að vera vonandi laus við sígóið tími til komin darling það verða bráðum 11 ár hjá mér og þetta batnar bara með árunum.

Harpa Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 10:26

5 identicon

Já og GLEÐILEG JÓL elskurnar.

Harpa Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 10:33

6 identicon

líst vel á að þú sért að hætta að reykja..kannski að maður ætti hreinlega að taka .ig til fyrirmyndar:)

Gleðileg jól duglega kona og hafðu það sem allra best:*:*

ástarkveðja frá Íslandinu:)

Thelma (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 11:18

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Lífið aldeilis að gera sig!!! Loksins hjá þér.Njóttu vel ástin og sérstaklega reykleysisins.

Gleðileg jól og hafðu það gott.

Solla Guðjóns, 17.12.2007 kl. 13:11

8 Smámynd: Ester Júlía

Til hamingju með reykleysið . Og rosalega hljómar "hytten" vel ...náttbuxur á jólunum.......það er lífið sko!   Vá Thailand!!!  VÁ VÁ...ÖFUND!!!  Ég hef heyrt að þar sé guðdómlega fallegt, paradís!!

Jólaknús

Ester Júlía, 18.12.2007 kl. 07:19

9 Smámynd: Agný

Óska ykkur æðislegrar skemmtunar á báðum stöðum...og gangi þér vel í reykleysinu...Ég er búin að ákveða að hætta ekki að reykja um jólin...og ætla líka að fara í jólaköttinn..ja kettina enda eru sko komin heil 5 stykki sem verða 4 vikna á aðfangadag og jóladag...3 stelpur fæddust sem sé 24 nóv og 2 strákar 25 nóv... vel skift ekki satt..þannig..það eru orðin heil 8 stykki kettir hér...en þú getur séð myndir af þeim á blogginu..  kær kveðja ..

Agný, 19.12.2007 kl. 11:23

10 identicon

Dúllan mín ,þú veist hvað við erum stolt af þérvonandi eigið þið æðisleg jól farið bara varlega á skíðunum við hlökkum til að sjá ykkur í janúar en þangað til ástarkveðja frá mér pabba og Laeilu vonandi heyrumst við áður en þið farið í hyttuna

mamma (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 00:34

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.

Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.



Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.



Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?



Þú ert barn Guðs.



Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.

Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.



Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 16:13

12 identicon

Hej Sigrún og co.  Jæja þá eru umræðurnar frá því í sumar loksins orðnar að veruleika.  Jamm var vitni að þessu öllu saman .  Frábært hjá ykkur og þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega.  Heimta auðvitað eitt stykki póstkort einhversstaðar á leiðinni frá ykkur öllum.  Til hamingju með reykleysið og nú getið þið vinkonurnar labbað í takt - ekki satt.  Skilaðu kveðju til Guddu.  Ég heyri í henni þegar maður nær andanum eftir jólin - er á fullu að troða marvaðann og það sem heldur í manni lífinu er tilhugsun um London strax á nýju ári.  Bestu kveðjur, Inga, Krissi og co

Inga (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband