2.10.2006 | 13:24
Haustfrí !!!!!
Jibbý jeiiii það er komið haustfrí. Það er örugglega ætlunin að það sé fyrir mömmur sem þola ekki fleiri skóla fundi hihihihi. Allavegana ætlar þessi mamma að njóta þess. Sigga var hjá Hege og Gisle um helgina og átti bara fína helgi, Frikki var með Magnus og Hauk að spila hér heima, og við fórum til Guddu og Kenneth í mat. Borðuðum rådyr (svona stóran bamba) namminamm :þ Aðeins fengið sér í staupinu og slappað af, voðalega huggó :) Annars er ég búin að vera frekar slæm í bakinu um helgina, er að reyna að taka ekki inn verkjalyf svo það er nú trúlega þess vegna. En það var gott / vont að fara í sjúkraþjálfun og fá hana Lísu til að leysa þetta aðeins upp. Er strax betri og á tíma þrisvar þessa viku. Vona alltaf að nú fari hlutirnir að breitast hihi. Maður verður að reyna að vera bjartsýnn. Annars er ekkert stórt planað í haustfríinu annað enn að slappa af. Guðný mín kemur til landsins á miðvikudaginn :) og kanski ég sjái hana þar næstu helgi :):) Jibby !!!! Og þá verð ég eins og vanalega þegar hún er hér fín í bakinu og tilbúin að láta hana kenna mér að fara á hestbak íhaaa :þ
Hef lítið meira að segja, ætla að setja inn nokkrar myndir frá Siggu herbergi á eftir. Og Rebekka ástarþakkir fyrir kveðjuna þú ert svo mikil dúlla. Verið svo áfram dugleg að kvitta, ég verð svo glöð þegar ég les það.
Kær kveðja Sigrún.
P.S. Var verið að hringja í mig Sigga komst inn á Ung-TV námskeið. Þar getur hún myndað og klippt saman filmur. Ferlega spennandi, hún er búin að vera að þessu á tölvunni og er alveg þræl flink :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:38 | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ frábærar myndir úr herberginu og auðvita af letikettinum Tomma :) heheh og Ruud með grænmeti :) . Annars gekk fyrsta heimsóknin mjög vel áðan þegar Victoría hitti pabba sinn og systir :) bara flott :) . Elska ykkur í grænmeti og sveppi :) hehe Heiða og Victoría Rut
Heiða og Victoría Rut (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 19:44
sá síðuna þína á síðunni hennar Ólínu ég kannast við þig úr Kef.. Góða síða hjá þér.. mátti til að kvitta hér og skilja eftir mín spor he he..
Margrét M, 4.10.2006 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.