11.4.2006 | 18:25
Smá aukaspenningur :)
Jæja þá er síðasti sólahringur búin að vera spennandi. Fór á læknavaktina í gærkvöldi, alveg að drepast í bakinu enn einusinni Fékk sprautur og var send til Oslo í morgun. Þegar ég kom þangað var mín barasta lögð inn Fékk auðvitað sjokk og sagðist vera að fara til Islands á morgun. Allir voða hissa hvernig ég héldi að ég gæti setið í flugvél í svona ástandi Allavega var ég loksins send í segulómun með litarefni og enn ekki hvað, brjósklosið komið í þriðja skipti siðan 10 januar Ég hélt í alvöru að það væri ekki hægt að vera SVONA óheppin meiri segja í þessari fjölskyldu. En svo kom læknirinn til min þegar ég var búin að væla í hjúkkunum og segja þeim að við yrðum að fara, og sagði að ég mætti alveg fljúga, hann taldi enga hættu á lömun eða öðrum alvarlegum afleiðingum, og eins og ég sagði við hann þá hljóta að vera bæði læknar og sprautur á Islandi
Svo að við erum á leiðini, búið að pakka og byrgja sig upp af verkjalyfjum !!!
Ha det bra sð lenge !!! Sjáumst á morgun !!
Sigrún.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.