Er að hressast.

Jæja þá held ég að ég sé eithvað að hressast. Erum á fullu að púsla :þ Auðvitað alltaf fullt af óvæntum uppákomum þegar maður ætlar að rusla  einhverju af. En ég læri aldrei, það er ekki hægt að rusla neinu af þegar maður er giftur verkfræðingi :P Það þarf að teikna og planleggja ALLT. Ekki akkurat ég, en ég er ALLTAF ánægð með árangurinn :Þ Tveir síðustu dagar eru búnir að fara í algjört púsluspil, færa gatið fyrir viftuna (pínu mál :þ) og svo vildi ég EKKI hafa innstunguna frá eldavélini þar sem hún var svo það er búið að rífa meira og minna einn útvegginn :þ hihihi. En allavega búið að mála eina umferð á loftið, búið að kaupa allt sem á að fara á veggi og þak og nýjar borðplötur. Þá er bara eftir að kaupa flísarnar :( vona að ég finni eithvað sem mér líkar, alltaf jafn erfitt að finna eithvað sem er bara til í hausnum á manni. Og já Rebekka ég verð að prufa mig áfram með videó af árangrinum og sína þér ;Þ

Ég þakka fyrir allar batakveðjurnar og aðrar kveðju :Þ Kær kveðja Sigrún.

P.S. Var að tka aðeins til í albúmunum á blogginu og henti út slatta af myndum, það var allt að verða fullt, svo í framtíðinni hendi ég út reglulega :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vita að þú ert að hressast :) er viss um að eldhúsið verður frábært að loknum framkvæmdum :) hlakka til að sjá myndir :) og allt :) . Elska ykkur í flísar og málingu :) hehe Heiða og Victoría Rut

Heiða og Victoría Rut (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband