Hún á afmæli í dag, stóra prinsessan mín !!!

Jæja þá er loksins komið að því, langþráður afmælisdagur að renna upp. Mín búin að panta ÞRJÁR kökur, örugglega af því að mér fynst svo gaman að baka eða þannig hihi. Svo til að bæta vinnugleðina þá virka ekki ofninn á eldavélini, svo ég arkaði yfir til nágrannans og fékka að baka köku númer eitt. Sú sem hún ætlar með í skólan áí dag. Og þau voru svo hugguleg að bjóða mér að koma aftur svo ég gæti bakað tvær í viðbót Óákveðinn En það er nú bara einusinni sem hún verður fjórtán, ég hugga mig með þessu á hverju ári að þetta sé nú eina árið sem hún verður svona gömul hihihi. En ég hef lúmskt gaman af þessu, þetta er nú litli pottormurinn minn og ekki mörg afmælin sem ég þarf að baka fyrir hana. En dagurinn byrjar á að hún fær okkur öll inn í herbergi, hlaðin gjöfum og FULLT af kortum sem eru komin frá Íslandi og Hollandi og við syngjum hana úr draumaheimum. Svo er bara að kasta sér á pakka og kort og koma sér af stað í skólann. Svo vill hún hafa köku hér þegar hún kemur heim, og eina sem hún ætlar að taka með sér á Mekken ( verkstæðið) frá kl 5 - 9 um kvöldið. Er búin að bjóða með sér tveimur stelpum sem hún þekkir þangað, svo það verður örugglega gaman.

Jæja þetta var afmælisbloggið í dag, Kær kveðja Sigrún.

P.S Sigga er sjálf með blogg sem hægt er að senda henni kveðjur á, linkur á það hér til vinstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband