13.12.2006 | 01:11
Amma engill !!!
Báðar ömmur mínar eru englar
Hún Heiða amma mín var mjög sérstök kona í mínum augum. Ég var svo heppin að fá að alast upp í sama húsi og hún og Jensen afi fyrstu 6 æviárin og á mér margar góðar minningar frá þeim tíma. Seinna þegar Jensen afi dó bjó ég hjá ömmu part úr vetri, og þvílíkur dekurtími það var Hitapoki settur í afaholu áður en ég skreið uppí og svo heitt kakó í rúmið EFTIR að ég var búin að bursta tennurnar Mikið spjallað og spilað, lagðir kapplar og mikið svindlað, því það fanst Heiðu ömmu gaman, og það var EKKI svindl, bara að gá En afhverju er ég að skrifa um ömmu mína á bloggið, jú alltaf þegar jólin færast nær hugsa ég mikið til ömmu. Hún á afmæilsdag á morgun 14 desember. En þar að auki ákvað ég að skella inn tveimur jólalögum sem ég elska og er bara ömmu lög. Fyrsta lagið heitir "Amma engill" og getur nú vel lýst báðum ömmunum mínum. En hin amma mín hét Guðrún Sigurðardóttir og lést tveimur vikum eftir að ég flutti til Noregs. Ég komst ekki heim á jarðarförina og finnst oft enþá eins og að Gunna amma sé heima í Kefló.
Þetta er ekkert þunglyndisblogg, meira bara að rifja upp góðar tilfinningar og minningar um tvær flottar konur í mínu lífi. Lag númer tvö er uppáhalds jólalagið mitt og er "Ó helga nótt" í fluttningi Egils Ólafssonar og Fóstbræðra. Og af einhverjum ástæðum bara lag sem hefur ALLTAF minnt mig á Heiðu ömmu. Ég var svo heppin fyrir tveimur árum að fara í jólamessu hjá Íslendingafélaginu í Osló og var þá Egill að syngja. Ég get ekki lýst tilfinninguni þegar hann söng "Ó helga nótt" og það bergmálaði um alla kirkju og gæsabólurnar mínar stóðu sko í allar áttir Og alveg er ég viss um að þær sátu báðar hjá mér ömmur mínar þá kvöldstund.
En ég ætla að láta þetta duga í bili og reyna að setja inn annað lagið, gengur alltaf jafn tregt hjá mér bloggið svo ég er orðin voða leið á að þvælast mikið hér.
En vonandi njótið þið jólalagana minna, kærar kveðjur nær og fjær, Sigrún.
P.S gengur ekkert með Ó helga nÓtt núna reyni aftur á mogun.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:34 | Facebook
Athugasemdir
ég er líka algjörspurðu bara tannsa hehehe
Ólafur fannberg, 13.12.2006 kl. 01:21
Ömmur eru englar í dulargerfi
Margrét M, 13.12.2006 kl. 09:17
Borgardætur komu mér í jólaskap... Margar ömmur eru englar og ég skil hvað þú átt við
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.12.2006 kl. 09:59
Amma mín var líka kölluð Heiða og átti afmæli 29. desember og þá var aukajólaveisla hjá fjölskyldunni. Ekki stórveisla ,bara kakó og pönnukökur. amma bjó til svo góðar pönnukökur. Þetta eigurm við sameiginlegt að hafa báðar átt góðar ömmur sem voru kallaðar Heiða. Ekkert þunglyndislegt við að hugsa til þeirra sem maður elskar og eru farnir. Leitt að þú skikdir ekki getað farið í jarðarför hinnar ömmu þinnar. Kveðjur J
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.12.2006 kl. 10:00
Gott að sjá að þú ert að komast í jólastemmingu dúllan mín..
Englakveðja
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 13.12.2006 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.