15.12.2006 | 23:45
Nú eru bara 11 tímar eftir !!!!
Jæja nú eru dúllurnar lagðar af stað í þetta langa ferðalag til Noregs Ég hringdi í Victoríu í kvöld, þegar hún var komin til ömmu og afa og fékk aðeins að spjalla við hana. Hún sagði að það hefði verið gaman á jólaballi og þegar ég spurði hvort hún ætlaði að koma til mín á morgun sagði hún bara "Nei" Þá sagði ég henni að ég væri búin að kaupa pakka handa henni og þá vildi hún koma hihih. Það er ekkert víst að ég verði dugleg að blogga meira á þessu ári, þar sem ég ætla að njóta þess að hafa Heiðu systir og litlu skottu hjá mér og vera svona spillu frænka
Svo kæru vinir nær og fjær, ég óska ykkur góðra og gleðilegra jóla, farsældar og heilbrigði á nýju ári, og þakka samskiptin á líðandi ári !!!
Jólakveðjur Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:46 | Facebook
Athugasemdir
Gleðileg jól Sigrún mín. Þess óska ég þér og þínum. Vona að þið njótið jólana vel. Sjáumst svo glaðar og ánægðar á blogginu seinna. Jólakveðjur Jórunn
PS. Þakka þér fyrir öll góðu kommentin þín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.12.2006 kl. 11:41
gleðileg jól og hafðu það gott knús
Ólafur fannberg, 16.12.2006 kl. 22:37
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Vonandi eigið þið BARA ánægjustundir saman systurnar með fjölskyldum ykkar. Bestu hátíðarkveðjur ! Ragga & co. Kef.
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 00:50
Gleðileg Jól og sjáumst á þessari síðu á nýju ári.
Villi Asgeirsson, 18.12.2006 kl. 09:12
gleðileg jól ..og hafið það sem allra best og njótið samverunar ..
Margrét M, 18.12.2006 kl. 12:01
Gleðilega hátíð ,hafið það gott um jólin farið varlega í matinn svo allir passi nú í fötin eftir áramótin Kær kveðja Rebekka Magg
Rebekka Magg (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.