1.1.2007 | 22:39
Fyrsta bloggfærsla ársins !!!
Og eins og 2007 á að vera fyrir mig og mína fjölskyldu ætla ég að hafa það jákvætt og fullt af von um gott heilsuríkt, hamingjusamt og friðsamt ár, og þess sama óska ég ykkur öllum nær og fjær bloggvinum og ættingjum og öðrum sem villast hér inn
Var eithvað búin að mikla það fyrir mér að halda einhvern áramótapistil hér, vitandi að það var ekki það sem ég eða nokkur annar þarf á að halda. Ákvað ég svo alveg upp úr þuru að skrifa bara eithvað gott og jákvætt.
Og þar sem ég er nýbúin að eiga yndisleg jól eins og lesendur bloggsins vita, þá hef ég ekki nokkra ástæðu til annars en að vera glöð og ánægð.
Hver dagur sem við vöknum er nýtt tækifæri fyrir okkur til að gera eithvað gott fyrir okkur sjálf, ástvini, vini og ókunnuga. Þetta hefur sem betur fer oft reynst mér létt, en get svo sannalega bætt mig á þessu sviði eins og svo margir aðrir.
Að vakna á nýjársdag er líka nýr dagur með nýjum möguleikum. Okkur er frekar tamt að hugsa um árið sem er liðið og hvað nýja árið beri í skauti sér. Ég ætla ekki að gera það. 2006 er liðið, og 2007 eru 365 dagar sem ég get haft mikið að segja um hvernig ég hef það og þeir sem eru í kring um mig.
Svo að þessu loknu vill ég þakka öllum sem ég hef verið í sambandi við hér á blogginu fyrir stuðning, hláttur og góðar stundir og hlakka til að vera áfram í sambandi við þennan góða kjarna sem hefur mindast. Það er svolítið skrítið að eignast svona bloggvini. Þið hafið áhrif á mitt daglega líf, þið vekjið mig til umhugsunar um ýmislegt, og ekki minst látið mig hlægja og það er líka gaman að fá að fylgjast með bæði hugsanargangi og lífi ykkar og deila mínu með ykkur. Fyrir það fáið þið hjartans þakkir.
Mínar bestu nýjársóskir til ykkar allra, kær kveðja Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:42 | Facebook
Athugasemdir
Sigrún mín. Þetta er svo jákvætt að hafa tækifæri til að gera eitthvað gott, fyrir okkur sjálf, ástvini og ókunnuga, Já, það er gaman að "kynnast" ykkur bloggvinum og deila með ykkur hugsunum og lífi ykkar að hluta. Gleðilegt nýtt ár Sigrún min. Ég veit ég er búin að segja það áður en góð vísa er aldrei ofkveðin.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.1.2007 kl. 00:04
Gleðilegt ár takk fyrir það liðna
Ólafur fannberg, 2.1.2007 kl. 08:17
Gleðilegt nýtt ár
Margrét M, 2.1.2007 kl. 10:56
...Takk sömuleiðis
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.1.2007 kl. 11:28
Gleðilegt ár. kv. Kolla Pé
Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 11:57
Gleðilegt ár. kv. Kolla Pé
Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 11:58
Gleðilegt ár. kv. Kolla Pé
Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 11:58
Gleðilegt nýtt ár kæri bloggvinur. Takk fyrir frábær blogg á síðasta ári og hlýlegar athugasemdir.
Ester Júlía, 2.1.2007 kl. 12:04
Gleðilegt ár .Kveðja Rebekka Magg
Rebekka Magg (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 23:00
Gleðilegt ár skvísa ! Takk fyrir ómetnalegan stuðning og frábæra samveru á liðnu ári.... vonandi er ekki langt þangað til við sjáumst næst
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 4.1.2007 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.