1.10.2007 | 14:30
Tilraun 1 með snúðabakstur.....
Ég ákvað að skella mér út í þennan bakstur án þess að vera með kút eða kork svo er bara að sjá til, á ennþá eina uppskrift uppi í erminni ef þetta verða ekki góðir Íslandssnúðar En nú er haustfrí í skólunum og þá er um að gera að gera eitthvað svona heimilislegt (sem mér finnst frekar leiðinlegt hahah). Annars er lítið að frétta, bóndinn bara á fullu úti í skúr að skrúfa og pússa alla bitana af hjólinu sem hann keypti í Hollandi. Það verður spennandi að sjá þegar það er komið saman aftur
Nú þarf ég að bíða í heilan klukkutíma eftir að helv..... snúðarnir hefist og svo er að baka og búa til nógu gott krem
Jæja læt þetta duga í bili, kveðja Sigrún.
P.S. Baksturinn gekk bara vonum framar og var samþykktur sem Íslandssnúðar, glassúrinn var kannski aðeins í þynnra lagi. En það er hægt að bæta úr því næst Og ekki var verra að dótturinni finnst ég sko vera besta og flinkasta mamman í heiminum
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
30.9.2007 | 11:24
SOS hjálp !!!!!
Er ekki einhver þarna úti sem getur gefið mér uppskrift af íslenskum bakarí snúðum........ hef ekki efni á að senda krakkana heim til að fá snúða og lofaði stelpunni að við mundum prufa sjálfar Líka hægt að senda mér e-mail á sigrun@tele2.no
Ástarkveðjur og knús til ykkar, Sigrún.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.9.2007 | 15:30
Heil 18 ár !!!
Síðan ég upplifði mitt stóra kraftaverk að eignast mitt fyrsta barn. Og þennan líka flotta unga mann sem hann er orðin í dag 18 árum seinna. Ég var nú mikið búin að reyna að fá einn lítinn unga en ég átti örugglega ekkert að fá hann fyrr en akkúrat þann 25 september 1989. Kl 17:54. Og þá kom þessi líka pínulitli ormur í heiminn. Litill (49 cm) og mjög magur (en náði þó 3060 kg)spratt hann útúr mér í Andrésar andar hláturskasti á glaðloftinu Hann leit nú út eins og slægður fiskur svo grannur var hann. En fallegra barn hafði ég ALDREI séð !!!! Síðan liðu nú árinn með mikilli vinnu, hann hefur alltaf viljað láta hafa svolítið fyrir sér þessi elska. Fyrstu 9 mánuðina vildi hann ekki sofa nema í bíl og urðu þær margar næturnar sem við eyddum á rúntinum. En síðan er mikið vatn runnið til sjávar og í dag er þessi súperstrákur á síðasta árinu í fjölbraut og ætlar að útskrifast í vor og fara svo í háskóla. Hann er búin að vera uppspretta af óteljandi hlátursköstum og tárum í gegn um árinn og svo vissulega fyllt lífið mitt með mikilli gleði og hlýju, ást og umhyggju. Og ég hefði ekki vilja missa af einum einasta degi með honum, þó að sumir hafi verið sársaukafullir. Mér finnst nú eins og þessi 18 ár hafi liðið ansi hratt þegar ég lít til baka, en það er með miklu stolti sem ég horfi á fortíðina og sé hvað hann er flottur ungur maður í dag. Og ég á minn þátt í því .
Annars er það að frétta að ferðin til Hollands var alveg frábær, keyrslan var ansi mikil, keyrðum yfir 3000 km. Og var ég ansi þreytt þegar heim var komið. Verslaði mér æðislega flott leðurstigvél (algjört skófrík) og veski (líka veskjafrík) Föt á krakkana og jakka á karlinn. Fór tvisvar út að borða og borðaði á mig GAT af heimsins besta mat. ( Kínverskum/Indónesískum) Naut þess að hitta ættingjana og geta spjallað í ró og næði. Núna eru bóndinn og krakkarnir að spila tennis með nýju tennisspöðunum afmælisbarnið fékk í morgun, og ég ákvað að reyna að kasta inn færslu.
Takk fyrir allar kveðjurnar Kær kveðja Sigrún.
15.9.2007 | 21:38
Glaðvakandi....
...og á að vera steinsofandi. Erum að fara til Hollands á eftir. Bara ég og minn kæri En er svo spennt að ég get ekkert sofið svo ég ákvað að skella inn færslu í staðinn. (Er ekki akkúrat búin að vera að standa mig undanfarið.) En við ætlum að keyra niðuretir og leggjum af stað þegar bóndinn vaknar og verðum ca 18 tíma. Hann er að fara að kaupa sér gamalt létt mótorhjól Og ég ætla að borða GÓÐAN MAT og kússsssssa mig Verðum hjá tengdapabba og förum svo til Ingrid mágkonu ógó spennandi hjá mér hihihi. En það er sko alveg komin tími á að við förum eitthvað bara tvö !!! Erum bæði búin að vera í bakveikindum í allavega 3 ár , en ég er hætt að telja hihi. Svo nú verður keyrt frá Noregi í gegn um Svíþjóð, til Danmerkur og þaðan til Þýskalands og loks til HOLLANDS Kannski maður fái sér "dúdd" um hálfa Evrópu hehehehe. Svo verður spennandi að sjá hvernig bökin virka þegar við komum heim heheheheh
Annars er bara allt gott að frétta af mér, er orðin svo tilbúin í að fara að gera eitthvað. Fer nú trúlega á skólabekk, en veit ennþá ekkert hvað ég vill verða þegar ég verð stór Kannski ég verði bara lestarstjóri Annars er ég opin fyrir tillögum
En takk fyrir allar kveðjurnar og mamma var voða glöð líka
Sjáumst næstu helgi, lifið vel og lengi og látið vera alla skóladrengi Kær kveðja Sigrún
9.9.2007 | 20:02
Til hamingju með daginn elsku mamma !!!
Hún mamma mín á afmæli í dag og óskum við henni hjartanlega til hamingju héðan frá Noregi. Ég skelli inn mynd af okkur frænkunum sem var tekin í dag þegar Guðný var að keppa á hestamannamóti á Momarken
Annars hef ég nú frá ýmsu að segja, en þarf að gefa mér tíma í að hnoða því saman í prenthæft form
Ástarkveðjur og þúsund kossar og ekstra mikið handa mömmu
30.8.2007 | 16:42
Nóg að gera....
....og lítill tími verið til að blogga. Þessi vika er búin að kaffærast í skólafundum og læknatímum með Siggu. Skólinn hefur farið vel að stað, og er það bara jákvætt, en svo fengum við að vita seinnipart sumars að skvísan er með frekar mikla hryggskekkju með ýmsu öðru athugaverðu í stoðkerfinu, erum þess vegna búin að vera á öllum þessum stöðum til að gera grein fyrir aðstöðunni og hvað sé að gerast í hennar málum í augnablikinu. En í dag vorum við í Osló í myndartöku og fáum vonandi svör eftir helgi og verður hún þá send áfram til sérfræðinga í fleiri rannsóknir. Svo..... hér er sjaldan lognmolla lengi En um helgina fer skvísan í "avlasning" á sveitabæinn sinn og hefur það örugglega gott, og á meðan ætla ég að hlaða aðeins upp batteríið mitt fyrir næstu viku.
Hef ekkert meira að skrifa um í bili, knús og kossar á línuna _______________ Sigrún.
21.8.2007 | 08:59
Líf og fjör !!!
Hér er búið að vera líf og fjör frá því að ég skrifaði síðast. Guðný mín kom með Thelmu vinkonu sína í heimsókn á miðvikudaginn og ég var núna að keyra þær á lestina Hmm það verður rosalega tómt. Það er búið að vera voða dúll að hafa tvær svona pæjur á heimilinu, þær eru náttla bara snúllur báðar tvær , þó þær séu eins ólíkar og dagur og nótt eða sumar og vetur Við erum nú búnar að bralla ýmislegt. Fórum bara 3 út á stelpukvöld á fimmtudaginn og dúlluðum okkur, fengum okkur pizzu og bjór og smá uppblásið Irichcoffie Á föstudaginn var svo kraftfestival og auðvitað er skyldumæting á svæðið. Við Thelma læddum okkur snemma heim (höfðum verið að spjalla langt fram á nótt nóttina áður) Og áður en ég náði að sofna voru nú allir komnir í hús. 'A laugardag voru okkur gömlu hjónunum boðið í bústað hjá nágrannanum okkar og skelltum við okkur þangað og fórum í bátsferð og pöbbarölt á milli eyja Voða huggulegt. Veðrið er búið að sína okkur allar hliðar og ég held ég sætti mig bara við að ég fái ekki sumar eins og ég er vön hér í ár. En ÖRUGGLEGA 'A NÆSTA 'ARI Svo í gær fórum ég með pönslurnar til Svíþjóðar að skoða/versla/borða Svo er jú skólinn byrjaður hjá krökkunum og fór bara vel af stað. Sigga verður inni í bekknum eins og ég er búin að vera að biðja um for ever, svo það er frábært. Nú er bara að fara með Frikka minn og kaupa skólabækur í dag og þá er allt klárt. Ég var nú búin að ákveða að taka mig á og fara að hugsa betur um hana dóttur/systurdóttur mína og fara að heimsækja hana meira, þar sem þau eru að koma niður af fjöllunum. Fara bara að heimsækja hana aðra hverja helgi og kannski fara að læra að fara á bak og svoleiðis þegar ég fengi grænt ljóst frá lækninum, en neiiii hún hefur svo mikið að gera þessi elska er að keppa á hestum um allar trissur, fara til Íslands og svo til Indónesíu, svo ég sé hana kannski um jólin hehehe. Nei hún ætlar að koma og keppa hérna hjá mér bráðum aftur , svo þá fæ ég að skottast aðeins með henni. Núna ætla ég að fara að setja handklæði í þvottavélina og hengja út. Það fóru nokkur handklæði með tvær svona gellur plús okkur fjögur hihihi en það er búið að vera alveg geggjað að hafa þær og húsið fullt af lífi og fjöri.
Svo takk fyrir komuna snúllurnar mínar og komið sem fyrst aftur !!!!
Læt þetta duga í bili, knús og klem á línuna, Sigrún.
12.8.2007 | 23:57
Helgin
8.8.2007 | 14:12
Geggja veður !!!
Loksins kom það !!! SUMARIÐ MITT Hátt í 30 stiga hiti dag eftir dag, geggjað !! Fórum í fyrstu bátsferðina í gær á Glommu, ég bleytti aðeins í beitunni, þó ég hafi verið með háværar yfirlýsingar um að ég hataði að veiða. Fékk auðvitað ekkert og endaði með að missa beituna þegar ég rak sígarettuna í girnið, og Ruud ætlaði að ná línunni með sinni stöng og flækti sína línu í mótornum hehehehe. Þetta var alltof "boring" fyrir mig svo smá fjör hihi.
Fór svo í dag og keypti mér 2 pör bikiní, flott að sumarið kemur svona seint, fékk þau fyrir 160 kr til samans En ég reikna nú með þrumuveðri seinnipartinn, svo það er bara að skella sér í nýju flíkurnar og prófa heheh
Svo vill ég þakka allar hamingjuóskirnar Gaman að heyra líka frá gömlum vinum
Hafið það sem allra best, kær kveðja Sigrún
6.8.2007 | 16:00
Unglingsárunum að ljúka !!
Jæja þá get ég loksins farið að telja niður þar til ég kemst í fullorðins manna tölu og verð að fara að haga mér eins og manneskja. Nú eru bara 364 dagar í fertugsafmælið En þetta er bara búin að vera rólegur og góður afmælisdagur, það hefur ekki verið svona heitt hjá okkur í allt sumar svo ég er rosalega ánægð með það. 28 stiga hiti í forsælu og hátt í 40 í sólinni
Ég er búin að fá fína pakka og kort, milljón sms og heheheh pening frá tengdó veit ekkert hvað ég á að eiða honum í En núna er hann dúllinn minn að elda uppáhaldsmatinn minn (indónesískan ) og svo ætla nágrannarnir að kíkja í kaffi á eftir.
En takk fyrir allar kveðjur og hamingjuóskir við síðustu færslu, þið eruð algjörar dúllur
Ástarkveðjur og RISA KOSS handa ykkur frá mér Sigrún.