Fyrir 15 árum....

Sigríður Ósk....eignaðist ég þessa líka fallegu prinsessu. Þann 26 október 1992 kl 17:22 kom hún í heiminn þessi elska, eftir langa bið, þar sem ég þurfti að liggja á sjúkrahúsi stóran hluta meðgöngunnar. Nú var lífið mitt fullkomið. Búin að fá bæði fallegan og góðan strák og svo þessa líka krúsidúllu. Ljósmæðurnar sögðu mér að ég ætti nú aldrei eftir að þurfa að vaka yfir henni þessari, þar sem hún bara lá og svaf þar til henni var gefið að drekka. Þetta reyndist rétt, en bara í 6 mánuði. Þá vaknaði nú prinsessan af værum blundi og hafa þær verið óteljandi andvökunæturnar síðan þá. Það er eins og hún hafi tekið þetta allt út bara í byrjun. Þetta er alveg ótrúleg stelpa sem fæddist þennan dag. Hún hefur alltaf verið mjög ákveðin og var snemma talað um að hún væri ráðskonurass og mynnti mikið á langömmu sína, hana Heiðu ömmu. Hún varð snemma mjög sjálfstæð, þegar það kom að því að borða. Hún nennti nú ekkert að bíða á meðan mamman var að mata stóra bróðir líka, sem var nú orðin 3gja ára og naut þess en að láta mata sig, svo hún byrjaði að borða sjálf 9 mánaða. En hún var líka fædd grænmetis og fiskiæta. Þó svo að mér hafi nú tekist með tíð og tíma að fá hana til að smakka kjöt. Þá var það ekki séns þegar hún var lítil. Þó að ég hakkaði kjötið inn í kartöflur þá spítti hún því út úr sér, en bara kjötinu. Í dag er fiskur það besta sem hún fær en er orðin mjög dugleg að prófa mismunandi mat. Það er nú búið að ganga á ýmsu hjá henni eins og bróður hennar í lífinu, en mér finnst eins og við séum á réttri braut. Hún er að þroskast mikið og eigum við mjög gott samband okkar á milli mæðgurnar, svona flest alla daga Tounge Það er búin að vera mikil spenna fyrir þessum stóra degi. Í fyrsta skipti gat hún farið með köku í skólann og gefið bekkjarfélögunum, þar sem hún er loksins komin inn í bekk. Svo mamman fór á fætur snemma og bakaði eina skúffuköku og skreytti með súrum öskurkrökkum (norskt nammi) og skellti á tvær Íslenskar rækjubrauðtertur. Eina sem hún kom og smakkaði á í hádeginu og aðra sem hún ætlar að taka með sér á sveitabæinn í kvöld og leyfa þeim að smakka svona fyrirbæri Wink Svo á að halda upp á afmælið hennar þar á morgun, baka köku og hún er búin að panta lax í kvöldmatinn. Ég er alveg ótrúlega stolt af henni dóttur minni, þetta er falleg, góð og flink stelpa, sem ég er glöð að hafa fengið til mín  Heart

 

Kær kveðja Sigrún.

P.S. Er búin að vera frekar löt að blogga, mikið búið að vera að gera í skólamálum og öðrum málum, og verður það trúlega á næstunni. Vill bara senda knús á alla bloggvini og fjölskyldu, og þakka fyrir komuna. 


Þegar flatskjárinn er ekki nógu stór :þ

524Þá er best að taka á því.

 

 

 

 

 

Knús frá mér Kissing


Betur má ef duga skal. Kjör öryrkja.

Ég vill benda á þennan link hér að neðan og óska eftir því að fólk skrifi sig á þetta mótmælabréf. Þar sem farið er fram á réttlát kjör handa öldruðum og öryrkjum. Þetta mál er til háborinnar skammar fyrir land og þjóð, og ég vill ekki trúa því að fólk taki þessu þegjandi. Styðjum þá sem eru í þessari aðstöðu, við vitum aldrei hvenær það kemur að okkur.

 Sýna samstöðu núna, kær kveðja Sigrún.

Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra. 

 

P.S þið getið líka lesið þessa færslu hjá Ásdísi 

 

 


Allt að 50% kvenna á bak við kynferðislega barnamisnotkun á drengjum.

Ný könnun hefur leitt í ljós að börn eru/hafa verið misnotuð af konum eru einn þriðjihluti þeirra sem leita sér hjálpar í dag. Rosalega sló þessi frétt mig, fann hér úrdrátt á norsku fyrir þá sem það skilja/vilja. En í fréttum í kvöld var viðtal við mann á miðjum aldri sem hefur verið misnotaður af móður sinni frá 6 til 15 ára aldurs. Og er ég viss um að þetta reynist rétt að það séu mörg falin og geymd svona mál. Og kannski er það ójafnrétti í mér að finnast þetta svona sláandi. Mér finnst misnotkun ÓGEÐSLEG á allan hátt, en hef átt erfitt með að trúa að konur og ekki minnst mæður geti gert börnum sínum þetta. En það er að sjálfsögðu ekkert ótrúlegra en feður. En þetta hefur ekkert verið af ráði í umræðunni og á örugglega eftir að koma meira og oftar upp á yfirborðið. Ég fann enga frétt um þetta í Mogganum ennþá, kannski þetta sé ekki fréttnæmt heima. En ég varð allavega að skella þessu út. Prrrr Crying

 

Knús og klem frá sjokkeraðri Sigrúnu.

Annar linkur á svipaða frétt,nokkuð létt að lesa þó að hún sé á norsku 

Og hér er sjónvarpsfréttin velja 18:00 16/10 2007 þetta er fyrsta fréttin.


Mánudagur.

419Farið varlega í umferðinni (sérstaklega á Íslandi Tounge)

 

Knús og klem frá útlöndum. 


Gangið hægt um gleðinar dyr.... eða sofið.

1363

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki fara síðastu heim úr partýinu í kvöld Devil


Góða helgi.

Umm kósýStóðst ekki mátið að senda ykkur eina sæta fyrir helgina, ég ætla líka að hafa það svona huggulegt um helgina Tounge

Vona að allir nær og fjær njóti góðrar helgar og hafi það sem allra best !!!

Knús Heart

 

P.s og ein til að kitla hláturtaugarnar LoL

 

Þessi heitir " Í bráða lífshættu" LoL

488


Hvenær er nóg nóg ?? Uppeldi.

Ég er búin að vera að spá í að skrifa þennan pistil síðan í gær. Ég veit að það verður létt að misskilja hann, en það verður bara að vera undir hverjum og einum komið. Ég ætta að skrifa hann fyrir mig og verð þakklát fyrir að heyra ykkar álit á þessum pælingum, (en vill helst biðja fólk sem ekki hefur reynslu eða skilning af því hvernig það er að eiga börn með einhverfu eða asperger að halda sínum predikunum fyrir sig)

Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera að hugsa mikið um hvenær nóg er nóg, þegar það kemur að því að ala upp börnin okkar. Hvenær á maður að hætta. Barnasérfræðingurinn okkar er búin að segja mér í mörg ár að ég verði að hætta að nota alla mína orku á að kenna krökkunum mínum aðra hegðun og sætta mig við hvernig þau eru áður en ég gengi endanlega frá sjálfri mér. Ég hef rifist við hann fullum hálsi, að þann dag sem ég hætti því sé dagurinn sem ég gæfist upp á þeim. (vill taka það fram að hann er frábær læknir og með þessu var hann meira að sýna áhyggjur og umhyggju fyrir mér en af þeim) En svo er búið að vera að brjótast í mér, hversu lengi á ég að halda þessu áfram. Þeir sem eiga "venjuleg" börn held ég að taki ekki yfirvegaða ákvörðun um að hætta að ala upp börnin sín, það er bara eitthvað sem gerist af sjálfum sér þegar þau eldast og vonandi sína að þau séu að verða fullorðinn. Nú er það svo að mín börn eru 15 og 18 ára. Mikið erum við búin að ná að kenna þeim og ala þau upp á annan hátt en tíðkast á "venjulegu" heimili. Vinnan er búin að vera alveg gífurleg og árangurinn mjög svo ásættanlegur að mörgu leiti. En nú er svo komið að þeim tímapunkti hjá mér að ég held að það séu nú samt hlutir sem ég get ekki breytt, eða alið af þeim. Ég hef alltaf verið mjög upptekin af að þau séu einstaklingar og það sem við höfum þurft að kenna þeim og ala þau upp til sé ekki einhverjar óraunhæfar óskir mínar og þrár, heldur ákvörðun byggð á þeirra getu og persónuleika. Þetta finnst mér okkur hafa tekist vel. Mér finnst ekki einu sinni örla á Sigrúnu í þeirra draumum og vonum. Og svoleiðis vill ég hafa það. Þetta eiga að vera þeirra draumar og vonir og þeirra líf. Ég ætla ekki að hætta að vera mamma þeirra, en ég held samt að það sé tími til komin að ég sætti mig við að það eru líka takmörk fyrir því hvað mér sé ætlað að breyta og hversu mikilli orku og árum ég eigi að nota í að breyta einhverju sem trúlega breytist ekki, vegna þess að það er partur af þeirra persónuleika, eða þeirra veikleika.

Ég veit ekki hvort þið skiljið hvað ég er að meina, en af einhverjum orsökum hef ég ekki haft frið fyrir þeirri hugmynd að skella þessu á bloggið og ath viðbrögðin. Nú er ég ekki að biðja um ykkar leyfi eða blessun á þessari ákvörðun, en gaman væri að heyra frá ykkur sem eruð í svipaðri aðstöðu eða bara skiljið hvað ég er að tala um.

Kær kveðja Sigrún.


Hvernig lýst ykkur á þetta strákar ???

1355

Hvernig ætli þetta gangi ??? Devil


Stormu í vantsglasi. Einhverfa.

 

Ég sá af algjörri tilviljun viðtal við Pétur geðlækni, (sem að mínu áliti er enginn dýrlingur), um höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun. Það sem ég er mest hissa á eru viðbrögðin við því sem hann er að segja.

Ég á sjálf tvö börn sem eru með Asperger heilkenni og annað með sterk einkenni af Asperger.

Þetta eru væg einhverfueinkenni, þó svo að ég verði að segja að mér hafi ekkert fundist þau væg.

Þá hef ég kynnst einstaklingum með mis mikla einhverfu á lífsleiðinni, og þegar maður er komin inn í þennan skrítna heim þeirra, þá hefur mér fundist hann heillandi á sinn hátt.

Guð minn almáttugur ekki miskilja mig !!! þetta er mikil þroskafrávik i flestum tilfellum og ótrúleg barátta þarna á bakvið ( hjá foreldrum) að hjálpa þessum einstaklingum sem best út í lífið. Þeirri baráttu hef ég svo sannarlega verið þáttakandi með mín börn.

En svo ég komi nú aftur að þessu viðtali, þar sem ég heyri Pétur segja að "HANN" álíti höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun vera skottulækningar, þá er það ekki það sem málið snýst um. Hann er að segja að þeir sem eru í vinnu innan heilbrigðisþjónustu eigi ekki að mæla með þessari og öðrum óhefðbundnum lækningum í nafni heilbrigðisstéttarinnar.Mér finnst ekkert athugavert við það.

Ég er búin að fara oft sjálf í höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun, og börnin mín líka.

Og hefur okkar HBsérfr, aldrei sagt að hún geti "læknað" hvorki ónýtt bak hjá mér eða einhverfu hjá þeim. Ég hef eins og flestir foreldrar í þessari aðstöðu leitað eftir hjálp á ótrúlegustu stöðum og mér finst það bara vera ákvörðun hvers og eins foreldris.

Mínum krökkum hefur ekkert batnað, né versnað við hina ýmsu tilraunir mínar. þ.a.m vítamín og fæðu tilraunir. Ég vona af öllu mínu hjarta að það finnist einhvertímann nákvæmari læknisfræðileg skýring á einhverfu og þar af leiðandi betri hjálp. En rosalega á ég erfitt með að trúa að pilla eða eitthvað annað geti læknað einhverfu. En öllum er frjálst að vona. Við sem til þekkjum vitum að þeirra lærdómur er síendurtekinn, einfaldaður og mjög ferkantaður. Ég kem til með að fara til höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara eins og áður ef tilefni gefst til. En ég verð því miður að segja mig sammála Pétri í því að ég trúi ekki á það sem "lækningu" allavega ekki þegar það kemur að einhverfu. En vissulega höfum við fengið hjálp út úr þessum tímum án þess að það sé "lækning"

En kannski ég ætti a taka það fram að mér finst Pétri vera gefinn of mikill skotfæri með viðbrögðum á viðtalinu við hann.

 

Kær kveðja Sigrún.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband