Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
27.9.2006 | 23:48
Mömmur
Ég fann ansi góðar tilvitnanir um hvað börn hafa að segja um mömmur og stóðst ekki mátið að skella því út hér
Hvers vegna Guð bjó til mömmur ?
- Hún er sú eina sem veit hvar plásturinn er geymdur.
- Aðalega til að þrífa húsið.
- Til að hjálpa okkur að fæðast.
Hvernig bjó Guð til mömmur ?
- Hann notaði súlu svona eins og í okkur flestum.
- Töfraefni og fullt af garni.
- Guð bjó til mömmu alveg eins og mig bara með stærri hlutum
Úr hverju eru mömmur búnar til ?
- Guð bjó til mömmur úr skýjum, englahári og öllu góðu í heiminum- og pínu slæmu.
- Það varð að byrja með rifbeini úr manninum og svo fullt af garni held ég.
Afhverju gaf Guð þér þína mömmu ekki einhverja aðra mömmu?
- Við erum skyld!!
- Guð vissi að henni líkaði miklu betur við mig en annara manna mömmum.
Hvernig var mamma þín þegar hún var lítil stelpa?
- Mamma var alltaf mamma mín og ekkert annað bull!!!
- Ég veit það ekki af því ég var ekki þar, en held hún hafi verið ansi stjórnsöm.
- Þeir segja að hún hafi verið nokkuð þæg !
Hvað þurfti mamma þín að vita um pabban þinn áður en þau giftust?
- Eftirnafnið hans.
- Hún þurfti að vita um fortíðina hans, ef hann var þjófur. Eða hvort hann varð fullur af bjór.
- Hvort hann átti milljón !
- Hvort hann sagði NEI við eiturlyfjum og JÁ við heimilisstörfum.
Afhverju giftist mamma þín pabba þínum?
- Pabbi býr til heimsins besta spagettí og mamma borðar mikið!
- Hún varð of gömul til að gera eithvað annað við hann !
- Amma segir að mamma hafi ekki hugsað .
Hver ræður heima hjá þér?
- Mamma vill ekki ráða, en pabbi gerir svo mikið bull og vitleysu.
- Mamma, maður sér það þegar hún ætlar að gá hvort ég sé búin að taka til. Hún sér það sem ég faldi undir rúminu.
- Ég helda að það sé mamma,en bara af því að hún hefur miklu meira að gera en pabbi.
Hver er munurinn á mömmum og pöbbum?
- Mamma vinnur í vinnuni og vinnur heima, pabbi vinnur bara í vinnuni.
- Mömmur kunna að tala við kennara án þess að hræða þá, og þú þarft að spurja hana hvort þú megir sofa hjá vinum þínum
- Mömmur eru næstum göldróttar, því þær fá mann til að líða betur án lyfja.
Hvað gerir mamma þegar hún á frí?
- Mömmur fá ekki frí !!!
- Hún segist þurfa það borga reikninga allan daginn.
Hvað þarf mamma þín til að vera fullkominn ?
- Að innan er hún fullkominn, að utan - ég held kanski lýtaraðgerð.
- Megrunarkúr.
- Þú veist, hárið. Kanski lita það blátt.
Ef þú ættir að breyta einhverju við mömmu þína hvað væri það ?
- Hún er búin að ákveða að herbergið mitt eigi að vera heint. Ég mundi breyta því.
- Ég mundi gera hana klárari. Þá mundi hún vita að það var systir mín sem gerði það en ekki ég.
- Ég vildi óska að hún hefði ekki augu í hnakkanum.
Heheh og ég sem ætlaði að fara að fá uppsafnað sumar, vetrar, haust og vor frí.....
Kær kveðja Sigrún.
26.9.2006 | 22:47
Takk fyrir.
Takk fyrir allar fínu kveðjurnar, símtölin og sendingarnar til Frikka í gær og í dag. Hann var bara ánægður með daginn. Svo kom ég honum á óvart í dag og var búin að þrífa (skrúbba) allt herbergið hans og setja á nýja sængurverasettið á nýju sængina og koddana þegar hann kom heim úr skólanum.
Á morgun ætlum við Sigga að fara og skifta einhverju af útlensku peningunum hennar sem hún er búin að vera svo dugleg að safna síðustu afmælin sín og hún ætlar að kaupa sér svolítið í herbergið, ætla ekkert að segja hvað það er en það koma örugglega myndir
Annars er ekkert nýtt að frétta nema að hún Gudda mín er LOKSINS komin heim frá hernumda Thailandi Átti alveg frábæran tíma þar eins og alltaf. Rosalega gott að fá hana heim og í morgunkaffi í morgun
Svo er bara sjúkraþjálfun aftur á morgun, fór í morgun í skólann hjá Siggu og skrifaði undir IOP sem er bindandi samningur milli skóla, fylkis og heimilis um það sem á að gerast í skólanum næstu mánuðina. Hef svo sem skrifað undir svipaða ritgerð áður, en það er best að sjá til. Hún er allavega komin á fullt í skólann, en er ekki mikið inni í bekknum. Og svo bíðum við bara eftir að vera send í greiningu hér með hana.
Læt þetta duga, endilega verið dugleg að kvitta, alveg rosalega gaman að fá kveðjur. Kær kveðja Sigrún.
24.9.2006 | 22:34
Hann á afmæli í dag!!!! 25 september.
Hann uppáhaldssonur minn á afmæli í dag. Kom hlæjandi í heimin fyrir heilum 17 árum. Og ótrúlegt en satt að þá er þessi bráðmyndarlegi maður sonur minn og er bara líkur mér :)
Þau gætu sko verið tvíburar og hún dóttir mín líka(en er Guðný dóttir Heiðu systir) og ýmsar sögur sem segja að þessi strákur sé mikið líkur móðurbróður sínum honum Gunnari Þór. Og fyndnast af öllu er að þeir hlæja alveg eins...haha hélt ekki að það væri í genunum :)
Enn allavega þá á hann 17 ára afmæli í dag og er alveg stórglæsilegur, ljúfur og góður strákur, er á öðru ári í fjölbraut hérna úti og stendur sig alveg ljómandi vel. Við erum mjög stolt af stráknum okkar.
Við óskum þér innilega til hamingju með daginn elsku Frikki okkar. Ég veit það verður sérstaklega gaman í skólanum á afmælisdaginn :þ
Elskum þig labbakútur og stríðnispúkinn okkar.
Mamma, pabbi, Sigga og Tommy ofcours :3
Tökum við afmæliskveðjum hér :)
Vinir og fjölskylda | Breytt 25.9.2006 kl. 05:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.9.2006 | 20:23
Stutt vika :O
Hihihi bara stutt vika hjá mér, hef ekkert bloggað síðan á miðvikudaginn. En núna ætla ég að skella inn nokrum myndum frá herberginu hennar Siggu eins og ég var búin að lofa Heiðu systir og mömmu. Annars er helgin bara búin að vera fín. Frikki búin að uppgvöta að það er gaman að fara á djammið og í partý. Fór fyrst á föstudaginn í partý í Skipvert og drakk smá bjór og fanst alveg rosalega gaman, svo þegar að hann frétti að það væri partý í Mysen þá var hann alveg friðlaus að fá að komast þangað. Og þar sem hann er nú 17 ára á morgun og flottur og skynsamur strákur, þá keyrðum við hann og sóttum aftur. Þetta var rosaleg upplifun fyrir hann að fá að hitt krakka fyrir utan skólan og að það var ekkert skelfilegt þó að sumir yrðu fullir. Hann var búin að fá marga fyrirlestrana um allt sem má og má ekki og hvað maður á að forðast. Svo þegar ég sótti hann kl 1 í nótt, var hann bara hress og kátur og alsæll yfir að vera búin að uppgötva þennan heim. Svo verðum við bara að treysta á strákinn og vona að þetta verði ekki OF spennandi. En ég held nú að þetta sé aðalega nýjabrumið. Allavega sagði ég hátt og skýrt frá að ég ætla EKKI að vera að rúnta með hann um fylkið allar helgar í framtíðini Í kvöld átum við jólamat, Haukur kom í mat, ég varð að ath hvort ég kynni enþá að gera góðu jólasósuna áður en Heiða og Victoria koma um jólin Og JÁ ég kann það mjög vel enþá. hihih Haukur sniðugur, svo hann þyrfti ekki að hneppa öllu frá passaði hann sig á að koma í joggingbuksum í kvöld
Jæja læt þetta duga ætla að reyna að henda inn einhverjum myndum. Bæ bæ Sigrún.
20.9.2006 | 09:03
Vá bara komin miðvikudagur.
Gærdagurinn bara liðinn og ég nenti ekkert að skrifa neitt. Sorry. En ég skellti mér til gamle Gudrun og dró hana með mér til Obs að versla ódýr lambalæri :þ Kostaði 59 kr kg svo ég skellti mér á tvö stykki, hringdi svo í Hauk og spurði hvort hann væri til í að borða læri í staðin fyrir fárekál og hann hélt það nú :) Ég var búin að lána sérstakann pott hjá Gudrun og fá hennar gömlu góðu uppskrift af læri og dúllaði mér svo við að elda. Svo kom hann Haukur minn að borða og krakkarnir sögðu hva eru jól ?? Og ég hélt það nú, það eru alltaf jól þegar Haukur er hér Honum finnst maturinn minn alltaf svo góður og í gær var þetta tveggja tölu kvöldmatur. Annars er lítið að frétta héðan, fer í sjúkraþjálfun á eftir. Svo á morgun fer Sigga í ferðalag með Toppen og verður fram á föstudag.
Nenni ekki að babbla meira. Bæbæ Sigrún.
18.9.2006 | 18:03
Þá er blessaður mánudagurinn liðinn.
Vaknaði kl 9 í morgun og kom ormunum af stað í skólann. Átti tíma í sjúkraþjálfun kl 11:30. Svo kom Ruud niður rúmlega ellefu allveg steinhissa á að ég væri enþá heima, þá fattaði ég að ég átti að vera lögð af stað fyrir löngu. (hihi gleymdi mér í tölvunni) Allvega þá brunaði ég af stað, Ruud hringdi fyrir mig og lét vita að ég kæmi aðeins of seint. En það urðu nú bara 4 mínutur, svo það voru nokkur hraðamet sem ruku þar. Svo fór ég með Ruud þegar ég kom heim í Byggmakker að kaupa spítur í blómabeð og þá var komin tími á enn einn fundinn í skólanum hjá Siggu. Guð hvað ég er orðin leið á þessu sístemi ppppppprrrrrrrr. En það virðis allt ganga eins og það á að gera í augnablikinu. Er að bíða eftir að fá innköllun frá noskri greiningarstöð jibby jeyyy enn einusinni að fylla út milljón pappíra svara einhverjum ósvaranlegum spurningum og fara á en fleiri fundi. En það þarf víst að gera þetta ég er alveg búin að sætta mig við það. En ekki hlakkar mig neitt til. Mér fynst nú að maður ætti að geta fengið frí í svona vinnum líka. Helst laaaaaannnnnggggtttt frí. En þíðir víst ekkert að væla um það meira. Síðan skellti ég mér til gamle Gudrun í kaffi og prat og fór svo í búðina og keypi mér 12 lítra Fårekåls pott. Einn fyrir mig og einn fyrir gömlu Gudrun. Svo kom ég bara heim og lagði mig aðeins með nýja Dan Brown bók, kláraði hina um helgina, svo sofnaði ég aðeins og Ruud vakti mig í kvöldmatinn :þ En herbergið hennar Siggu er ekki búið, ætlar að verða eilífðar verkefni hiihhi neinei er bara búin að vera að mála náttborðið hennar og hillurnar. Svo heimtar hún að allt herbergið verði málað líka :O veit ekki alveg hvort ég sé til í það, en við sjáum til.
Nú hef ég ekkert meira að segja, bið að heilsa öllum, kær kveðja Sigrún
16.9.2006 | 11:00
Stelpudagur :)
Í gær ákvað ég að við Sigga hefðum bara stelpudag. Ég vaknaði snemma með Frikka og fór með honum í blóðprufu. Fór svo heim og vakti Siggu sem átti frí í skólanum og við skelltum okkur til Ski. Við vorum búnar að sjá svo flott svört rúmföt með kínverskum gull táknum á. En það endaði nú með svoldið fleiri pokum en þeim eina. Hún fékk svart lak, peysu, 2 bambuslengjur til að hengja á veggin hjá sér, kertastjaka með kínatáknum og einn búdda. Svo fékk ég á mig einar buksur og bol á Frikka. Þar fyrir utan röltum við inn í fullt af flottum búðum, fengum okkur að borða og ís á eftir. Rosalega skemmtilegur dagur hjá okkur. Þegar við komum heim var ég alveg búin í bakinu svo ég lagði mig, og Ruud vakti mig svo og sagði að nágrannarnir væru að koma í heimsókn. Það var voða næs, sátum og drukkum nokkra bjóra og blöðruðum. Svo þegar þau fóru um miðnætti skreið mín bara aftur upp í rúm og svaf meira zzzzzzzzz. Núna er ég að þvo nýju rúmfötin svo að við getum klárað herbergið um helgina..... vona ég. Það er alltaf eithvað að bætast við.
Læt þetta duga að sinni, kær kveðja Sigrún.
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.10.2006 kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2006 | 10:23
Dagbókin.
Jæja þá er best að skrifa í skóladagbókina. Í gær fylgdi ég stelpunni í fyrsta tíma sem var á Basen sem eru bara 2 strákar kennari og assistentin hennar. Það gekk bara mjög vel. Svo kom hún sjálf heim eftir 2 tíma eins og um var talað og fór svo í valfögin sín í 5 og 6 tíma. Þá mætti hún einum úr bekknum sem kom með einhverja "leiðindar" athugasemd. Hún lét bara eins og að hún heyrði ekki í honum og fór í tíma. Þessir tímar í ensku eru ekki í bekknum heldur blandað úr 9 og 10 bekk og þar er ekkert vesen. Þetta eru allt krakkar sem eru góð í ensku og vilja vera þarna. Það eru þrír fullorðnir í fjölskyldunni tilbúnir að "spjalla" aðeins við þennan strák sem hefur ansi oft komið við sögu síðustu þrjú árinn, en við förum á fund í fyrramálið og þá læt ég vit af því að ef þeir komi ekki í veg fyrir þetta í eitt skypti fyrir öll þá gerum við það.
Annars er ekkert að gerast hjá mér í dag, Sigga fer í afmæli eftir skólann Það er orðið langt síðan það hefur gerst. Það verður örugglega rosalega gaman hjá þeim. Það verður fraið með þær í eithvað hoppuland á Lilleström. Hún átti að byrja í fermingarfræðslunni í dag en við ákváðum að "gleyma" fyrsta tímanum svo hún kæmist í afmælið 'A morgun verður fundur kl 8 í skólanum, síðan er sjúkraþjálfun og svo foreldrafundur á Toppen annaðkvöld.
Ég ætla bara að taka það rólega í dag og nota kraftana á morgun. Ætla að kíkja í kaffi til Gudrun á eftir, hef ekki séð hana í tvær vikur.
Læt þessa færslu duga í dag. Bless bless Sigrún.
28.8.2006 | 21:25
Aktivitetsdagur í skólanum.
Engin skóli hjá snúlluni í dag, aktívitetsdagur og hún fékk bara að vera heima. Ætlar að að fara í 5 tíma á morgun átti bara að fara í 2 en vildi endilega sjálf fara í valfagið, ensku (fordypning). Hún vill ekkert að ég komi með henni sem er bara rosalega flott. Ég held hún hafi haft mjög gott af því að vera heima þessa daga, slappað vel af og notið sín. Við fórum allar þrjár, ég, Sigga og Guðný niður í bæ í dag, Guðný ætlaði að fá sér gat í naflan og Sigga vildi koma og sjá, en allt lokað og bara hægt að fá gat á miðvikudögum hihihhi (svona er að búa í sveitinni hihi) Svo keyrði ég Guðný í húðhreinsun, ekki hægt að senda hana svona skítuga heim
Annars var dúllan að kveðja okkur Ármann var að sækja hana, vantaði hjálp áður en hún færi heim, uhuhuhu. En við sjáum hana nú aftur í oktober.
Þetta var allt að sinni kveðja Sigrún.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2006 | 22:00
Tilboð á borðinu.
Við vorum vakin kl 9 með beðni um að mæta upp í skóla, þar var fulltrúi frá skólasálfræðideildini(ppt) og eftir smá spjall var lagt fram tilboð sem við fórum heim með að skoða og tala við stelpuna. Við ákváðum að prufa allavega næstu viku. Sem felst í því að hún mæti bara 2 tíma á dag frá og með mánudeginum og þá með 2 strákum sem hún þekkir og einum kennara. Ég fylgi henni inn og sæki hana inn á eftir, svo að það verði engin hætta á að hún verði fyrir neinu aðkasti. Svo á fimmtudag verður nýr fundur og þá fær hún að vera með ef hún treistir sér og segja til um hvort og hvaða tíma við eigum að bæta við. Þetta verður svo aukið hægt og rólega, og á sama tíma verður sett í gang eineltismál til að klára það dæmi og skólahjúkrunarkonan ætlar að tala við bekkinn um hennar vandamál og útskýra. Það var tekið skýrt fram að af okkar hálfu væri þetta okkar síðasta tilraun með þessum bekk.
Jæja læt þetta duga í dag, kveðja Sigrún