Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
23.8.2006 | 19:46
OOOOhhhhh
Jæja þá er búið að kalla okkur á fund uppi í skóla og fór það "þokkalega" friðsamlega fram. Við ákváðum að hafa stelpuna ekki með okkur á fundinum, fanst hún ekki þurfa að útskýra okkar ákvörðun. Það sem kom út úr þessu var að við létum vita að við sættum okkur ekki við að hún verði höfð lengur í þessum bekk, og að skólinn ætlar að leggja eithvað tilboð á borðið eftir helgi.
Bæ í bili. Sigrún.
22.8.2006 | 15:15
Skólinn byrjaður :(
Jæja þá er sumarfríið búið og skólinn byrjaður aftur með öllu því rugli og bulli sem því fylgir. 5 dagar búnir og ég komin í stríð við skólayfirvöld eina helv.... ferðina enn. En við hjónin ákváðum í dag að taka stelpuna út úr skólanum í bili og reyna að þvinga þá til að sýna smá ábyrgð og reyna að finna aðrar lausnir fyrir stelpuna. Frikka gengur enþá vel og það er ég þakklát fyrir. Er á meðan er. Það verður spennandi að sjá hvað áframhaldið verður á þessu máli. Það er greinilega satt að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, þar sem það sem gerðist í dag var ekki stórt, en nógu þungt til að velta þriggja ára óánægjuhlassi af stað. Vonandi kemur bara eithvað gott út úr því fyrir okkur öll og ekki sýst stelpuna mína.
Þá er ég búin að losa um mitt málbein í dag.
Kærar kveðjur Sigrún.
6.8.2006 | 11:30
'Eg á afmæli í dag !!! :)
Jibbý ég á afmæli í dag Tek gjarnan á móti afmæliskveðjum hér á blogginu Engin stór plön í gangi í dag ætla bara að slappa af og taka það rólega. Var að fatta að það eru bara 4 vikur á morgun frá síðustu aðgerð Svo það er kanski allt í lagi að vera svoldið rólegur, og kanski eðlilegt að ég sé með smá verki ef ég hvíli mig ekki nóg
Mamma og pabbi fara heim í dag og planið er að reyna að fara með Siggu í smá útileigu og fara svo á fjöllin til Guðnýar og Ármanns næstu helgi, svo er bara að sækja Frikka og Guðný 15 ágúst og skólin byrjar og fríið búið En ég ætla að njóta þess á meðan það varir. Búið að vera alveg geggjað veður, ekki verið svona heitt hér í yfir 105 ár Vonandi verður ágúst og september líka svona góðir
Læt þetta duga í bili. Endilega skrifið í komment eða gestabókina
Ha det bra Sigrún.
1.8.2006 | 13:32
Fjalla og fjarðarferðalag mömmu og pabba.
Skelti inn nokkrum myndum af ferðalagi mömmu og pabba með Guðný um fyrði og fjöll Annars lítið nýtt að frétta, nema að við hjónin eigum víst brúðkaupsafmæli í dag og vorum bæði búin að gleyma þvi En Sigga vakti Ruud í morgun til að færa mér morgunmat í rúmið Rosaflott skreytt með nýtíndum rósum úr garðinum og jarðaberjum úr gróðurhúsinu Fengum svo þennan líka flotta rósavönd frá mömmu, pabba og Siggu. Ætlum svo út að borða í tilefni dagsins í kvöld. Það hlítur að vera gott merki þegar við bæði gleymum svona, erum ekkert að telja hvað við erum búin að vera gift lengi, finst báðum eins og það hafi verið í fyrradag
Læt þetta duga í bili.
Brúðkaups og blómakveðjur, Sigrún
27.7.2006 | 19:22
OOO fékk að knúsa Guðnýu mína smá !!
Hér er ekki mikið búið að gerast í dag. Mamma og pabbi búin að vera að versla og undirbúa ferðalag upp í fjöll til Guðnýar.
Skellti inn nokkrum myndum, ekki svo oft búin að fá að knúsa stóru stelpuna mína í sumar. En hún og Ármann komu og sóttu mömmu og pabba og fengu sér smá grillmat hjá okkur á meðan þau stoppuðu. (allt of stutt)
Annars er hitin bara sá sami mmmmm geggjað !! Og ég bara öll að hressast dag frá degi. Nú fer Frikki á klakan á morgun og Sigga til Hege og Gisle. Svo við ætlum að skreppa í hyttuna hjá Viggó og Bente á laugardaginn og fara í smá syglingu á Theu
Bið bara að heilsa öllum.
Kveðja úr sól og steikjandi hita Sigrún.
26.7.2006 | 15:23
Mikið að gera í dag á heitasta degi sumarsins !!!
Hæ hæ allir saman !!!
Það er búið að vera mikið að gera í dag. En bara skemmtilegir hlutir svo það er búið að vera gaman, en mjög heitt eins og sérst á myndunum sem ég setti inn
'Eg vaknaði kl 8 til að keyra mömmu til Mysen í húðhreinsun og kús, og um leið og ég var komin þaðan þurftum við Ruud að fara í sjúkraþjálfun til Ringvoll, og þegar ég kom þaðan átti ég tima í húðhreinsun og kúsi í Mysen Búið að vera rosalega heitt að keyra, þó að ég sé með loftkælingu. Skil ekki hvernig hún Gudda lifir af að keyra frá Oslo og ekki með loftkælingu
En allavega er gömlu farin niður að hvíla sig, hálf dösuð greyin. Ruud skelti sér strax út með Kaju sína þegar við komum heim.
Held ég nenni ekki að elda fyrr en seint í dag, engin svangur enþá svo það hlítur að sleppa
Jæja þá ég læt þetta duga í bili.
Kær kveðja Sigrún.
24.7.2006 | 09:41
Saumarnir farnir :)
Jæja þá er búið að taka saumana úr bakinu á mér og ég klár í fimleika 'Eg dreif mig bara á læknastofuna eldsnemma í morgun og lét taka þá og það gekk bara mjög vel. Sárið gróið en smá partur sem þurfti að líma saman. Ferlega fyndið búið að skera mig upp þrisvar sinnum í ár og bara með eitt ör Ekki slæmt !! Verður reyndar alltaf stærra og stærra en skítt með það. Verkirnir að mestu horfnir og ég farin að slást við ættingja og vini um hvort ég megi gera þetta eða hitt hihihi. Og hver haldiði að vinni alltaf En tek allt að sjálfsögðu með ró. Veðrið er búið að vera alveg geggjað undanfarnar vikur, hitin langt yfir 30 gráður, voða næs Nú fer hann Frikki minn að fara frá mér i hálfan mánuð. Ætlar að skreppa aðeins og heilsa upp á fjölskylduna í Keflavík. Og kemur svo hress beint í skólastartið. Við ætlum nú að reyna að komast eithvað með hana Siggu okkar í útileigu. Veit ekki enþá hvort ég get sofið í tjaldi, en það kemur víst í ljós
'Eg þakka fyrir allar kveðjurnar, gaman að heyra frá gömlum vinum
Kær kveðja Sigrún.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2006 | 14:45
Hitabylgja hjá okkur !!
Nú er bara hitabylgja hér hjá okkur og ekkert annað að gera en að liggja í sundlauginni í garðinum og éta nýtínd jarðaber og rjóma
Hitin fer yfit 30 gráður í skugganum og akkurat ekkert vit í að vera inni og blogga, svo ég læt þetta bara duga í bili
Bongóblíðukveðjur frá okkur hér í Norge.
Bæbæ Sigrún.
P.S nýjar myndir í Júlialbúminu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2006 | 11:30
Nýtt blogg og myndir :)
Héðan er allt gott að frétta úr sól og sumaryl Hitabylgja síðustu daga og spáir hlínandi. Pabbi, Ruud og Sigga fóru í bátsferð í gær, sigldu upp Glommu og bleyttu aðeins í veiðistöngunum, án mikils árangurs en þeim til mikillar gleði. Læt nokkrar myndir fylgja frá ferðinni.
Af mér er það að frétta að heilsan er ekki alveg eins góð og ég hefði vonað, en samt miklu betri en hún var.
Það er rosalega gaman að hafa mömmu og pabba í heimsókn, og mikið spjallað og sprellað. Við mamma ætlum að skella okkur niður á Torg og láta snyrta pínulítið langa hárið á Frikka mínum Ég tek það annars mikið með ró og spekt, sit lítið og ligg og stend þeim mun meira
Ætla að reyna að vera svoldið dugleg að blogga á meðan gömlu eru hér, svo fjölskyldan fái að fylgjast með
Annars ekkert mikið nýtt að frétta,við vonum bara að litlu snúllunni henni Victoriu Rut fari að batna og að læknarnir finni út hvað er að hrjá skottuna okkar
Læt þetta duga í bili, ástarkveðjur til allra sem ég þekki og þekki ekki
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2006 | 20:57
Helförinni lokið !!
Jæja þá er þessari helför lokið. Vældi mig út af spítalanum í gærmorgunn. Þá voru komnar tvær vikur í innlögn sem er ALLT of langur tími á svona stofnun !!! En allavega var ég loksins skorinn á mánudagsmorgun. Aðgerðin gekk að óskum og læknirinn lýsti þessu sem einhverju RISA brjókslosi sem það trúlega var miða við verkina, og sagði svo að taugarótin væri mjög bólgin líka og það tæki einhvern tíma að jafna sig !! Svo þegar þessu öllu var lokið fékk ég slæma spasma/krampa í ALLA hryggvöðvana. Það kemur lika til að taka einhvern tíma að jafna sig þar
En núna er ég komin heim, mamma og pabbi hérna hjá mér að sjá um að ég sofi nóg (hihihi sef ca 18 tima á sólahring) En svefn er víst besta lækningin
Eg vill nota þetta tækifæri og þakka öllum góðar kveðjur, bænir og annan stuðning í gegn um þetta allt, bæði hér og í gegn um síma og kveðjur
Læt þetta duga í bili get ekki enþá setið mjög lengi í einu hihih
Kossar og klemssss