Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Er alveg að verða ÖMMUSYSTIR !!!!

Jæja þá er alveg að koma að því að ég verði ömmusystir Skömmustulegur heheh fynst það svoldið skrítið !! En er samt búin að vera að bíða og bíða eftir þessu barni alveg eins og mamman og pabbinn, ömmur og afi, langamma og langafi og langalangafi svo ekki sé minst á okkur allar frænkurnar Glottandi Hehe en allaveg fór þetta allt af stað seint í gærkvöldi og er að herðast á þessu núna og Linda mín komin upp á spítala Hlæjandi Svo er bara að hemja sig og vona að þetta taki ekki allt of langan tíma, líka Lindu vegna Ullandihehehe smá joke. En mig hlakkar rosalega til að fá að vita hvað kemur út þar sem ég er búin að vera ósammála öllu og öllum, líka sónarnum Öskrandi En hlakkar bara mest til að fá litla krílið í heiminn !!!!! 'Eg er að fara upp í sveit, ætla að taka með mér ferðatölvu í von um að komast í netsamband Ullandi Og vonandi fá að sjá myndir af krílinu sem fyrst Ullandi Er búin að senda pakkana og koma þeir til landsins á morgun, svo eiginlega er þetta nú allt eftir bókinni. Það verður gott að vera uppi í Finnholti hjá Guðný (móðursytur) svo hún fari ekki á taugum !!! hihihihi Nei það varður bara gott að vera hjá henni Glottandi Og ekki skemmir fyrir að það er bara spáð brakandi blíðu, sól og mörgum hitagráðum Svalur

Krossa alla putta og tær, og bið og vona að allt gangi nú vel hjá henni Lindu minni!!

Þá kveð ég að sinni.

Sigrún verðandi ömmusystir.

 P.S það eru nýjar myndir komnar!!


Roger Waters. vooooooooovvvvvvvvvvvvvvvvvv !!!!!!!!!!!!!!!!!!

Jæja ég verð nú að skrifa blogg núna !!! Fórum á lángþráða tónleika með Roger Waters í Frognerbadet í gærkvöldi og var þetta rosaleg upplifun !!!!! Búið að spá þrumuveðri og rigningu eins og gengur þegar ég ætla á tónleika, en var svo auðvitað glampandi sólskyn og sólbrunahiti Svalur Við þurftum að útrétta mikið í gær og urðum þess vegna að fara frekar seint með lestinni til Oslo. Vorum komin að baðinu rétt fyrir kl 6. Stilltum okkur aftast í laaannngggaaa biðröð og drukkum restina af Heinikeninum sem ég tók með. Og var það gott að hafa eithvað að drekka í hitanum. En þetta gekk allt hratt og vel fyrir sig og vorum við fljótt komin inn og búin að fá flott pláss þar sem við gátum bæði setið og staðið og með frábært útsýni og ekki minst rosalega gott steríó sound í kring um okkur.

Svo kom hetjan á sviðið og gjörsamlega ALLT TRYLLTIST Ullandi ég held að það hafi verið 4 lag sem han spilaði uppáhaldið mitt "Wish you where here " að ég hélt hreinlga að hjartað ætlaði að slá sig út úr brjóstinu á mér Hlæjandi 'Eg hef aldreiupplifað þetta áður. Gjörsamlega GEGGJAÐ.  Svo jókst bara stemmingin á meðan hann tók "The Wall" við rosalegar undirtektir. Svo rétt fyrir hlé spilaði hann lag sem ég hef aldrei heyrt áður, um upplifun sína í Irak þegar hann var 17 ára. Rosalega sterk saga og frábær texti, og sterkur áróður á móti Bush. Fékk hann mikinn stuðning af áhorfendum !!! Við tókum fullt af myndum sem ég set inn seinna. Eftir mjög stutt hlé komu þeir aftur á sviðið og spiluðu "Dark side of the moon" Og ALLIR tóku þátt !!!! Ljósasjóvið var rosalega flott en enþá frekar bjart til að það hefði fullkomin áhrif. En það skypti akkurat engu máli, í bongo blíðu og rosalegri músikUllandi   Kvöldið var bara FR'ABÆRT að undarteknum frekar slæmum bakverkjum, sem þó náðu ekki að skemma neitt fyrir.  'Eg er enn að taka inn allt sem ég upplifði í gærkvöldi og á eftir að njóta og lifa lengi á þessari upplifun !!!

Varð nú bara að deila þessu með ykkur, skrifa meira seinna ætla út að njóta veðurblíðunar hér Svalur Grilla svolítið og borða úti á verönd.

Love u all Sigrún.

Pleace kvitta í gestabókina !!!

P.S búin að setja inn myndir !!!

"How I wish, how I wish you were here.
We're just two lost souls
Swimming in a fish bowl,
Year after year,
Running over the same old ground.
What have we found?
The same old fears.
Wish you were here" 


Of heitt til að sitja inni og skrifa blogg !!!

Það er búið að vera svo frábært veður undanfarna daga að ég hef ekki nent að vera inni í tölvunni að skrifa eithvað sniðugt Svalur Búið að vera ca 26-27 stiga hiti og gærdagurinn var notaður til að fara fyrstu bátsferð sumarsins. Alveg frábær ferð, fórum bara við hjónin með Siggu og Diðrik. Bleyttum í veiðistöngunum án nokkurs árangurs, syntum og sóluðum okkur og borðuðum og drukkum á lítilli ströndBrosandi Annars líða bara sólardagarnir hver á eftir öðrum, dúllum okkur í garðinum, plöntum nýjum blómum, erum búin að koma af stað tómata og agúrkuræktinni í gróðurhúsinu, klippum bletttinn einu x í viku o.s.frv.

'Olína kom í heimsókn og var alveg frábært að fá að sjá hana eftir alltof langan tíma. Sátum við og spjölluðum langt fram á morgun og spáðum í telaufUllandi

Maður er auðvitað orðin mökkabrúnn eins og Íslendingi sæmir, en nú njótum við þess bara að grilla á hverju kvöldi og borða úti á verönd. 'A enþá eftir að halda almenilegt partý að veröndinni.

Það er annars í fréttum að Gudda er LOKSINS búin að velja sér lit á málingu á húsið ( eftir 3gja ára samningarviðræður okkar á milli) og er búin að mála skúrinn og erum við báðar bara mjög ánægðar með valið Glottandi Svo það verða nokkrar málingarstrokurnar teknar í sumar líka Gráðugur

Jæja mínir kæru,

bakaðar kartöflukveðjur frá Norge Sigrún.


Enþá blogg :O

'Eg verð nú að byrja á að þakka Val 'Oskarssyni fyrir kommentið, og fá mig til að finnast ég ekki vera alein að bulla þetta út í loftið Glottandi

Og óska 'Islendingum til hamingju með góðar eða slæmar kosninga eftir því sem við á. En verð þó að segja að ég vona nú að ekki þurfi að koma til sólahrings dagvistunn á börnum um allt land, svo að fólk verði ánægt. Og svona bara til að fyrirbyggja allan misskilning, þá vinn ég á leikskóla og finst að öll börn eigi rétt á að vera á svoleiðis stofnun part af uppvekstinum, en helst ekki sem þeirra aðaluppalandi frá 0-6 ára aldurs. Einnig hef ég fullan skilnig á því að einstæðir foreldrar sem vinna vaktavinnu þurfi á svegjanlegri dagvistun að halda, en ekki samála því að meirihluti foreldar eigi að hafa rétt eða þörf á svo mikilli dagvistun fyrir sín börn að þau þekki þau varla nema í sjón Tala af sér

Það opnaðist nýr heimur fyrir mér þegar ég flutti úr landi og fór að upplifa það að aðrir foreldrar vildu líka eyða tíma með sínum börnum, ekki þetta sífelda vinnubrjálæði og fá sér svo barnapíu til að komast út frá ormonum á kvöldin og/eða um helgar. Það var voðalega huggulegt að vera boðið í veislur og grill og aðrar uppákomur MEÐ krakkana sína. Og fynst mínum krökkum það bara sjálfsagður hlutur í dag að vera boðið með okkur fullorna fólkinu og ekki alltaf í pössun ef eithvað er um að vera.

En auðvitað hlítur þetta að vera einstaklingsbundið þó að mín upplifun hafi verið sú að í allt of mörgum tilfellum sé það raunin að krakkaormarnir séu meira fyrir en með.

Læt móðan hætta að mása núna.

Kær kveðja Sigrún.


Stórhátiðardagur :)

Jæja þá er loksins runnin upp langþráður stórhátiðardagur. Guðný á afmæli og VIÐ fáum að halda upp á það með henni Ullandi

Og að sjálfsögðu rann þessi dagur upp með sól og heiðskýrum himni, við Sigga vöknuðum snemma til að baka köku og vöflur í tilefni dagsins. Sigga ryksugaði og gerði fínt. Svo rétt áður en heiðursgesturinn kom í hlað kom þetta líka svakalega útlenska úrhellisrignig..... og haglél  Hissa Það var strax ákveðið að þetta væri auðvita kveðja frá 'Islandi. Bara svona til að mynna okkur á að hún á víst "enþá" lögheimili þar Glottandi Svo var nú tekið til við að raða í sig kræsingunum og pakkar tekknir upp. Að sjálfsögðu fékk hún nú uppáhalds"bjórinn" sinn pakkaðan inn í kornflekspakka Ullandi og súpersexy bikiny til að spóka sig um uppi á hálendinu Svalur Þegar kökuátinu lauk komu svo þrumur og eldingar. En þegar þetta er skrifað er aftur komið blankalogn og sól Hlæjandi

'I kvöld verður svo uppáhalds maturinn hennar Gunýar minnar eldaður og Berrry"bjórinn" drukkinn Ullandi

'Eg er búin að láta nokkrar myndir í albúmið handa ykkur sem heima sitja og gátuð ekki mætt í dag.

'Astarkveðjur með jarðaberjum og rjóma!!!

Sigrún.


Kosningar á íslandi, það sem fólkið vill ???????

'Eg var í heimsókn á klakanu ekki fyrir alslöngu og var þá að byrja þessi blessaða kosningarbarátta. Og ég gat ekki annað en rekið upp stór augu þegar einn af Reykjavíkurflokkunum hafði keypt sér heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu og auglýst sig upp sem flokkinn sem leggur áherslurnar á það sem fólkið vill ...... samkvæmt könnunnum Hissa

Það sem furðaði mig mest að samkvæmt þessu vill fólkið helst af öllu fá meiri, meiri og meiri barngæslu !!! Eflaust svo að það sé hægt að vinna svolítið meira, kaupa svolítið meira og vera sem mest í vinnunni og taka fullan þátt í þessu endalausa lífsgæðakapphlaup á 'Islandi.

Verði ykkur að góðu, ég vill þá heldu búa erlendis, hafa styttri vinnudag, hafa tíma með börnunum mínum og láta mér duga það sem ég á þar til ég hef safnað fyrir einhverju nýju (óþekkt hugmynd á Íslandi)  Eiga fyrir sumarfríinu mínu og hafa smá aur í banka bara svona ef að þvottarvélin eða slátturvélin bilar. Borga skuldirnar mínar á réttum tíma og vera ekki með neyslulán og svo háar skuldir  að ég geti ekki staðið undir því, líka þegar koma upp veikindi og innkoman minkar.

Enn þetta eru nú bara mínar skoðanir, gangi ykkur vel að velja ykkur flokk að kjósa !! Kanski að einhver spái frekar í að vera með þessum blessuðu börnum sem við erum að eignast heldur en að koma þeim í sem lengst leikskólapláss !!

Kveðja Sigún.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband