Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Er komin í dagsfrí frá spítalanum.

Jæja þá nú er mikið búið að gerast síðan síðast. Var send með sjúkrabíl til Fredrikstad á fimmtudaginn í síðustu viku. Er búin að liggja þar alla vikuna í sterkri verkjameðferð og rannsóknum. Fékk endanlega niðurstöðu í gær og það er komið enn eitt brjósklosið og það sem verra er á sama stað og þau sem voru skorin burt í bæði skiptin í janúnar. Nú fékk ég að skjótast heim í dag, fer eftur inn í kvöld og hef svo helgina til að ákveða hvað ég ætla eða get gert. Yfirlæknirinn sem talaði við mig í gær er en ekki alveg búin að ákveða hvort hann vilji skera mig. Þetta verður mikið hættulegri og áhættumeiri aðgerð en í janúar en eins og staðan er í dag stendur valið á milli þess að taka þennan séns og vona að allt fari vel (þ.e.a.s ef læknirinn vill skera) eða að vera svona kvalin á rótsterkum lyfjum inn og út af sjúkrahúsum og endurhæfingum næstu árin   

 Það er sko engin lýgi að sá á kvölina sem á völina !!!

En ég held ég láti þetta duga í bili, það er rosalega miklar pælingar frammundan. En varð að fá bæði hjólastól og göngustól með mér heim + hækjurnar, svo maður er vel vopnaður.

Bið að heilsa öllum sem kíkja inn   

  Sigrún.


Klukkan orðin 5 og komin á fætur !!

Jæja þá var EKKI vakandi í alla nótt og skrifaði blogg, heldur vaknaði núna kl 5 og skrifa blogg    Í gær fór ég í sjúkraþjálfun, lagði á stað  með tvær hækjur og tárin í augunum yfir hverri holu sem við keyrðum yfir, henni Lisu leist auðvitað ekkert á mig og varð alveg brjáluð að heyra að ég ætti ekki að komast í verkjameðferð fyrr en í nóvember. Sagði mér að hringja og hringja í þá þar til að þeir leggi mig bara inn   Setti mig svo í einhverjar rafmagnsbylgjur í 20 mínútur og nuddaði mig, og ég fór heim með eina hækju og brosandi    En það dugði auðvitað ekki lengi, var orðin jafn slæm eftir nokkra tíma. En hún sagði mér að ég ætti að geta fengið svona lítið ferðatæki til að hafa heima og bara hengja á mig og gefa mér sjalf svona rafmansbylgjur. Þær virðast örva sársaukataugarnar það til þær verða þreittar og hætta í smá stund að senda þessi HELV'ITIS verkjaskilaboð. Allvega ætla ég á fullt í síman í dag, arga og garga og grenja ef ég þarf. Bæði til að komast inn á Aker og allavega að ég fái svona tæki, helst í gær   

 

En svona að einhverju skemmtilegra, þá var brakandi sól og hiti hér í gær og ég náði að sitja aðeins á pallinum hjá Guddu í sólinni, á meðan Ruud þvoði húsið hennar fyrir málingu og hún litaði hárið á Hauk   Það var bara huggulegt    

Spáin er góð í dag og þessa viku alla, svo vonandi fer ég nú að hrokkva í réttan gír, svo ég geti notið þess eithvað.

 

Frikki er búin að vera rosalega duglegur. Slær blettinn, þvær og þurkar allan þvott, fer með rusl og ryksugar og gerir það sem þarf hér eftir þörfum    Elskan í tættlur. Sigga mín er líka alltaf boðin og búin að hjálpa, en við vorum búin að semja við Frikka, þar sem hann fékk enga vinnu í sumar þá gæti hann hjálpað hér heima og fengið smá aura fyrir það. Líka frábær æfing fyrir hann að læra á þvottavél og svoleiðis áður en hann fer í háskóla og þarf að sjá meira um sig sjálfur.

 Jæja þá, þetta virðist nú vera orðið langt, langt blogg, svo ég læt þetta duga.

Kærar kveðjur til alls og allra og þín líka. Sigrún.

 


Vá komin á topp 100 listan :Þ

Hihihi gat ekki annað en brosað búið að vera met heimsóknir á síðuna þessa viku og bara komin á topp 100, og ég sem hef ekkert gert annað en að væla þessa viku   hhhmmmmm. Veit nú ekki alveg hvort það sé það sem þið viljið lesa, eða hvort ég eigi að fara að vera eithvað málefnalegri í bloggfluttningi mínum   hihihi. Nei reikna nú ekki með að það gerist svona á allra næstu dögum allavega, svo þið getið bara andað rólega og haldið áfram að kíkja hér inn og lesa væl og vol. Hehehe

En dagurinn í dag er búin að vera píulítið skárri en í gær, svaf alveg frá hálf sex til  níu í LazyBoynum    Gat svo sofið smá í kvöld svo þetta er allt að koma. 'A morgun verður brakandi blíða hér hjá okkur og planið bara að liggja í sólbaði með góða bók og útvarpið á og hafa það gott    Vonandi verður ekki of heitt.  'Eg er búin að fara í klippingu og lét næstum taka allt af hausnum á mér, þoli ekki þetta þikka hár í svona hita. En ég er bara mjög ánægð með klippinguna og set inn nýja mynd fljótlega.

Held ég ætti nú að fara að   renna upp, og vona að fólk haldi áfram að kíkja við hér, væri rosalega gaman ef einhver nennir að kvitta og þá get ég kíkt á ykkar síðu líka.

Þá óska ég bara öllum góðra nætur og vonandi að það verði smá sumar hjá ykkur á morgun líka.   Sigrún.


Ný nótt- nýr dagur.

Hæhæ allir.

Heilsan ekki mikið skárri í nótt, er búin að reyna að sofa í LazyBoy stólnum án árangurs    En ætla samt að skella mér í klippingu í dag, er farin að líta út eins og Gilitrutt   Svo er ég búin að fá tíma í sjúkraþjálfun á morgun, vona að hún geti nuddað mig svolítið   

Annars er ekki mikið bíð að vera að gerast hér, ég talaði aðeins við nýbökuðu mömmuna hana Lindu og heyrði aðeins í litla englinum henni Kolbrúnu   það var voðalega gaman.

 Ruud skelti sér út með kajakin í dag. Þvældist aðeins um Glommu og kíkti á einhverjar eyjur, en ekkert spennandi til að fara í útileigu á sagði hann.

 Spjallaði aðeins við prinsessuna mína hana Victoríu á netinu í kvöld, alveg er þetta nú frábært að geta verið í svona sambandi. Hún þekkir mig strax og kyssir mig og knúsar um leið og ég birtist. Og svo vill hún auðvitað fá fyndna ullu karlinn á Msninu. Hann er auðvitað flottastur og hún búin að fá að sjá hann frá því að hún var nokkura mánaða   Núna er klukkan að ganga 5 hjá mér og ég ætla að prufa einusinni enn að leggja mig í stólinn og gá hvort ég nái ekki nokkrum hænum  áður en ég þarf að skrölta í klippingu.

Læt þetta duga í bili, kæru vinir , vandamenn og allir aðrir menn og konur   

  Bæbæ Sigrún.


Vælu blogg :(

Uhhhhuuuuuhhhhuuuu

Hér kemur bara væll og volæði, er búin að vera að DREPAST síðustu daga, og allra verst er að liggja    og ég kemst ekki inn á Aker sykehus fyrr en í nóvember    en ég held í vonina enþá að þetta sé bara tímabil og ég verði aftur jafn spræk og ég var í þarsíðustuviku og það er eins gott að það vari leeeeennnngggiii    Allavega svo að við komumst í margumrædda útilegu með Siggu á bátunum   Það verður frábært að komast einhverstaðar  ALEIN og hafa það huggulegt og elda mat og kosa sig    Annars er ekki mikið að frétta ég ligg í einn klukkutíma og er svo að drepast í marga, og ef ég asnast til að sofna eithvað þá er fjandin laus. Veðrið er bara þokkalegt, ekkert betra en það, ekki nóg til að liggja úti í sólinni, sem er ágæt, þar sem það er svo vont að liggja    En samt góður hiti og fínasta veður og spáir batnandi.

Hef svosem ekkert mikið að segja, jú ég er búin að losna við Dísupáfagaukinn, var búin að setja upp auglýsingar í  allar búðir en ekkert svar, sendi svo inn í blaðið með mynd og það hringdi bara ein kona frá Mysen en hún átti hann ekki en vildi taka hann ef engin gaf sig fram. Svo kl 5 á laugardag hringdi ég og bauð henni endilega að sækja krílið. Svo í gær mætti hún gömul konan sem átti fullt af svona fuglum fyrir, alsæl að geta bjargað honum frá því að fara í búðina. Svo núna er ró og friður hér og Sigga þarf ekki að vakna kl 06 við gargið í greyinu   

Jæja vinir og vandamenn, ekki vera feimin að kommenta og kvitta í gestabókina Glottandi Mér finst voða gaman að sjá hverjir koma.

Kær kveðja Sigrún


Hæ hæ. Flottur dagur í uppsiglingu :)

Halló en og aftur    Nú er klukkan að verða sex að morgni hjá mér og allt lítur út fyri að við fáum góðan sólríkan dag í dag    Rosalega huggulegt að vera vakandi svona snemma og heyra fuglana byrja að syngja og sólina koma upp og hitastigið hækka með hverri mínutuni. 'Eg er búin að vera freka slæm undanfarna daga og svaf í allt gærkvöldi og alveg til kl 1 í nótt    en leið þá miklu betur og auðvitað útsofin. Vonandi að þetta kast fari að líða hjá svo ég geti farið að gera eithvað aftur. Mér er búið að leiðast alveg hryllilega síðustu daga, við að horfa á Ruud dúlla í garðinum og geta ekkert gert   En ég fékk nú ansi marga góða daga í síðustu umferð og stóla bara á að það gerist fljótlega aftur   

Jæja vinir ég læt þetta duga í bili.

Þar til næst   Sigrún


Til hamingju með skýrnina litla Guðrún Kolbrún !!

Jæja þá er litla prinsessan búin að fá nafn og það ekki af verri endanum   

Guðrún Kolbrún Guðmundsdóttir. Kölluð Kolbrún. Ég ætla að setja hérna tvær myndir frá skýrnini. Og auðvitað óska Lindu,Guðmundi og öðrum ættingjum til hamingju með litlu Kolbrúnu.

Annars er ekki mikið að frétta af okkur. Rosalega gott að krakkarnir séu komin í sumarfrí, þarf engin að vakna á morganna og bara verið að hangsa í náttfötunum langt fra á dag og njóta lífsins      'Eg er eithvað verri í bakinu í dag og hef þurft að ganga með hækju seinnipartinn, en er búin að fá ný lyf og vona að þetta gangi hratt yfir. 'Eg hef ekki neinn tima til að vera lasin núna, ætla að fara ad fara með bátinn og tjald eithvað upp í Glommu og finna okkur eiðieyju og tjalda með Siggu og Ruud. Og svo auðvitað að fara upp í fjöll til Guðnýar minnar sem fyrst   

Bið að heilsa í bili, Sigrún


Til hamingju með hitabylgjuna !!!

'Eg varð nú að nota tækifærið og óska ykkur til hamingju með nýja hitabylgju!!! Samkæmt blogginu hér  http://esv.blog.is/blog/esv/entry/18724/?nc=1Hitin náði heilum 13,2 stigum í Reykjavík í dag    það hljóta að vera fullar götur af fólki á stuttbuksum og bikinium út um allt  

Nei en svona í alvöru þá verðum við að  vona að sumarið komi nú líka til ykkar á Íslandi, og að þið fáið að njóta smá útiveru eins og aðrir evrópubúar   

Sólskynskveðjur frá hlýjunni í Noregi þar sem næturhitin er hærri en hádegishitin hjá ykkur.   

  Sigrún.


FLOTTU BÖRNIN MÍN !!!!

 Hér kom einkanirnar hjá þessum bráðefnilegu börnum sem ég á !!!

 

Einkanir Siggu

  • Kristinfræði: 4 .               ca 8 a Islandi
  • Norka hövuðmàl: 3 .         ca 6
  • Norska munlegt: 3 .
  • Stærðfræði: 3 .
  • Samfélagsfræði: 4 .
  • Kunst & handverk: 4 .
  • Natùrufræði: 4 .
  • Enska : 5 .                   Ca 9,5 á 'islandi
  • Enska munleg: 5 .
  • Musik: 4 .
  • Leikfimi: 4 .
  • Orden: G
  • Hegðun: G                  Hegðun og mæting:G er besta einkunn.

Og svo Frikki úr frammhaldskólanum.

  • Norska: 2-3-3 endanlegt   = 6
  • Norska munleg: 4-3-3       =6
  • Enska: 3-3-3                   =6
  • Stærðfræði(erfið) 2-2-2     =4
  • Náttúrufræði: 3-3-3-4       = 8
  • Leikfimi: 4-3-3 =3
  • Ökonomi og IT: 2-3-3         =6
  • Islenska sem þriðja mál: 4 = 8  Hlæjandi ( áfanga lokið fyri 3ár tók þyngsta prófið)
  • Hegðun og mæting: G-G-G= Gott ( besta einkunn )

Eins og sjá má á þessu hefur Friðrik náð öllum fögum i 1 bekk framhaldskóla og heldur áfram af fullum krafti þar sem hann ætlar í háskóla að þessu loknu Brosandi

Þið sjáið af þessum einkunnum eru krakkarnir mínir að gera góða hluti hér í Norge. 'Eg er rosalega stolt af þeim !!!

  

Kær kveðja Sigún

 

 


Orðin ömmusystir og aldrei hressari :)

Jæja þá er nú langþráða barnið komið í heimin og var það svo stelpa eins og allir vissu og trúðu nema ég Glottandi Heheheh kanski ekkert mikið af strákagenum í stelpugerinu hjá henni Heiðu systir hihi En prinsessan fædist á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17 júni. 14 merkur og 48 1/2 cm falleg og heilbrigð lítil englarós Hlæjandi En ég var fjarri góðu gamni, var uppi í Finnholti hjá Guðný og 'Armanni. Við fengum allar fréttir jafn óðum og fengum að fylgjast vel með gangi mála. Ekki var nokkur möguleiki að komast á internetið og þjáði það okkur frænkurnar mikið Fýldur Reynt að senda okkur myndir á síman en ekkert gekk Gráta Við keyrðum meira að segja til Svíþjóðar að leita að internetkaffi og ekkert gekk !!! En ég lifði þetta nú af og er búin að skoða gat á myndirnar af henni á síðunni hennar Victoriu prinsessunar minnar Ullandi

En helgin var mjög góð og miklu komið í verk í Finnskogen. Sigga fór í reiðtúr með Maríu (bara þær 2) og svo sundriðu allir krakkarnir á 17 júni Hlæjandi Sigga hefur ekki farið á bak í tvö ár , svo þetta var meiri háttar afrek og erum við rosalega stolt af henni. 'Eg tók fullt af myndum sem ég á eftir að setja inn hér. Annars er ég bara frekar lúin eftir helgina, bætum reyndar við einum auka frídegi, bara svona að ganniBrosandi en líka til að hjálpa þeim að pakka öllu niður þar sem þau flitja alla hestana og verða með reiðskóla uppi á Skarslia (uppi í fjöllum) í sumar. Planið er nú að fara þangað í heimsókn og ég vona að það verði fljótlega og kanski tvisvar Ullandi (Ein hryllilega háð litlu frænku) eða þrisvar Gráðugur

Jæja kæru vinir og fjölskylda, ég læt þetta duga í bili.

Elska ykkur út og suður !!!!
Sigrún.

P.s. Laeila til hamingju með afmælið á 17 júni ekki amarlegt að þið séuð orðnar tvær um daginn !!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband