Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
14.2.2007 | 14:22
Valentínusardagur.
Allir sem þekkja mig vita að allt sem amerískt er fer í taugarnar á mér. En með árunum hef ég þó tekið upp það sið að gefa manninum mínum eithvað á Valentínusardaginn, eða dag elskendana. Ástæðan fyrir því að í öllu dagsins amstri gleymum við bæði tvö alltof oft eins og svo mörg önnur pör að hlúa að okkur. Bara okkur tveimur. Auðvitað gætum við búið okkur til eiginn dag , en ég er ansi hrædd um að hann mundi gleymast líka, ég gleymdi brúðkaupsafmælinu okkar í fyrra þangað til ég fékk hamingjuóskir á sms Svo þó að dagurinn sé upprunalega frá USA hef ég og ætla að halda áfram að nota hann til að gera eða gefa manninum mínum eithvað sem er sérstaklega ætlað okkur sem pari, elskendum og hjónum Plús að ég fæ alltof sjaldan blóm og ég fékk þennan líka fallega rauðan rósavönd þegar ég vaknaði (uppáhalds blómin mín)
Á þessum nótum ætla ég að óska ykkur til hamingju með elskurnar ykkar Kærar kveðjur Sigrún.
13.2.2007 | 21:34
Lilja á afmæli !!!!
Dagurinn í dag er bara búin að fara í svefn. Vaknaði með þessa líka beinverki og hausverk, tók verkjatöflur og steinsvaf restina af deginum líka Vona að þetta sé bara svona smá eithvað, en ekki inflúensan sem er að ganga hér
Annars á hún systurdóttir mín afmæli í dag og óska ég og mínir henni innilega til hamingju með daginn .
Annars er ég bara aftur á leiðini að sofa er með hina frænkuna í heimsókn með litla hvolpinn sinn hana Tönju, segi frá henni seinna.
Ástarþakkir fyrir allar heimsóknirnar og kommentin Þið eruð dúllur, kær kveðja Sigrún.
11.2.2007 | 20:14
Crazy !!!!
ÆÆii ég á svo flotta fjölskyldu, börn og vini Í dag er mæðradagur í Noregi, voðalega huggulegt, óska mömmum um allan heim til hamingju með daginn 'Eg er búin að fá Túlípana, hálsmen, tréskál og valdi mér svo eina geggjaða Buddah mynd Annars er helgin bara búin að vera róleg og góð, hlátrarsköll af efrihæðinni alla helgina og dóttirninn búin að vinna sinn fyrsta dag sem heimislihjálp og stóð sig mjög vel. Og er svo búin að fá útborgað á nýja kortið sitt
Skellti inn þessari mynd sem ég fékk í email og fanst bara PASSA við mig
Takk fyrir öll frábæru kommentinn frá ykkur dúllurnar mínar. Það er ótrúlegt hvað það hjálpar þegar manni líður illa og ekkert virkar að lesa eithvað jákvætt og gott frá ykkur
´Eg vona að þið hafið það öll sem best kæru vinir og fjölskylda. Og mamma þú ert besta mamma í heimi, takk fyrir að vera mamman mín
Kær kveðja Sigrún.
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.2.2007 kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.2.2007 | 11:21
OOhh Mister Bean junior !!!
Og svo er hægt að þræta fyrir börn hahahaha Bara smá jóke, svo þið sjáið að ég sé ekki alveg vonlaus og í endalausri fílu
En lítið nýtt búið að gerast, búið að vera fundur í skólanum hjá stelpuni og erum búin að fá nýjan saksbehandler hjá PPT, sem er fultrúi frá skóla sálfræðideildini. Hún ætlar að nota næstu viku í skólanum hjá stelpuni, eithvað sem ég er búin að vera að byðja um í 3-4 ár. Til að sjá hvað er hennar vandamál, og hvað er allt annað, ss. skólin og aðrir nemendur. Svo á að vera stór kóordineringsfundur 1 mars. Þá gæti nú verið að ég skelli nokkrum skítabombum. Tók þá ákvörðun á þessum fundi að stelpan hefði ekkert að gera með móbilinn sinn í skólanum eftir 6 sms og 3 eða 4 símtöl. Ég ætlast nú til að skólinn taki á þeim vandamálum sem koma upp í skólanum. Allavega erum við búin að minka lyfin hennar í samaráði með henni, og sjáum við mjög jákvæða breytingu, hún er meiri týpískur unglingur hahah hélt ekki að það væri jákvætt en hún er líka miklu duglegri að tala um tilfininngarnar sínar. Helsta aukaverkunin sem við höfum upplifað varðandi lyfin henar er að hún hefur lokast meira og meira og var eins og hún væri að hverfa frá okkur, ekki möguleiki að ná sambandi. Plús að henni var/er alltaf illt allstaðar án læknisfræðilegrar sýringar á. Núna er hún búin að vera með vinkonu sinn með lest í gær til Ski og tók hana svo með heim í gær og bara búið að vera frábært að heyra smá píkuskræki af efrihæðinni hihihi En það er vinkona í sömu aðstöðu án lyfja. Nú er ég búin að sjá bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar á þessum connserta/ritalin töflum og held að ég sé komin á þann stað að að nota þetta í sem minstum mæli en nota þetta sem verkfæri til að kenna henni einbeitningu og sjálfstjórn.
Nóg um þetta i bili ég er alveg að drepast og get lítið setið og er komin á tvær hækjur, ætla að reyna að heimsækja ykkur öll í hollum í dag dúllurnar mínar. Það er alveg ómetanlegt að fá svona stuðning eins og ég hef fengið frá ykkur og þakka ykkur fyrir stuðningin í fíluni minni sem aldrei þessu vant var heill dagur án þess þó að ég væri fúl út í neinn hér heima. Bara kanski ástandið eins og það er og heisluna á mér.
Ástarkveðjur til ykkar dúllur og ef ég kemst ekki og kvitta hjá öllum í dag, vitið að ég hugsa til ykkar og sakna ykkar Sigrún
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.2.2007 kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.2.2007 | 23:16
Er í fílu :(
Ætla ekkert að blogga, er bara í fílu, ekki út í ykkur eða neinn nákomin. Bara fúl yfir heilsunni og helvítis skólanum hjá stelpuni. Nenni ekki að skrifa um það svo þið kafnið ekki úr skítalykt. EN er mikið að pæla í að klippa eitt af trjánum hjá skólanum svona í vor
Ástarkveðjur til ykkar allra, heyrumst fljótt Sigrún
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.2.2007 kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.2.2007 | 23:21
BRJÓST !!! :Þ
Er ekki þessi svolítið góð, svona ekta amerísk
Ég verð að ná vendinum þó að ég sé í bandalausum kjól hihihi
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.2.2007 kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.2.2007 | 18:42
Er smokkur besta vörnin ???
Svo ég haldi mig nú aðeins við að skella inn skondnum myndum. Þá datt mér í Zoa þegar ég sá þessa og mundi eftir að hún var ný búin að fá sér vírusvörn sem var svo ódýr
'A alveg ógrynni af fyndnum flottum myndum sem ég á eftir að nota
Takk fyrir að það fékk enginn áfall þó að ég væri Ljón, og flestir höfðu nú eithvað gott að segja af ljóninu. Held ég sé ekkert voðalega athyglissjúk svona hversdags, en kanski þegar maður er alveg að ná 5000 gestum og í einstaka partýi
Læt þetta duga dúllur Kær kveðja Sigrún.
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.2.2007 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.2.2007 | 23:29
Þetta er 'EG !!!
Svo það verði nú ekki ný sammkepni í kvöld um í hvaða stjörnumerki ég er þá ákvað ég að gefa ykkur smá hint. Ég er ekki fædd í lambsmerkinu
Þykir alveg voðalega vænt um öll kommentin ykkar og óska gjarnan eftir fleirum
Knús og klemm til ykkar dúllurnar mínar Sigrún. Sú sem berst árfam bæði með hækju og galdrastaf hihihi
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.2.2007 kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
6.2.2007 | 10:13
5 þúsund gestir !!!
Og þeir sem unnu þenna líka rosalega spennandi leik voru :
Þrír sem deildu 1 sætinu þ.s uppfærsla á gestum er á 15 mínutna fresti og voru þrír sem komu inn númer 5000. Það voru vinur minn Guðmundur Vinur minn og geimverufrændi Fannberg og síðast en ekki síst hún vinkona mín og bogamaður eins og Fannberg hún Solla
Strákaranir reyndu að koma sér saman um mynd af mér í verlaun, eithvað sem lísir mér best. Er nú ekki alveg búin að fynna út úr því en læt þessa fylgja sem gæti veið af mér en er ekki á meðan ég hugsa málið. Solla þú kemur nú með eihvað frumlegt
Takk fyrir þáttökuna og ekki mynst 5000 haimsóknir
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.2.2007 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
4.2.2007 | 21:15
Engar klámmyndir
Jæja þá það er best að sitja á púkanum í sér og hætta að setja inn klámmyndir hér Og þá eru kisur voða skemmtilegar Annars er helgin búin að vera góð, ég með betra lagi þar til í morgun og skildi ekkert í þessu (hafði ekki prufað stellinguna sem Kolla prufaði) en þá vaknaði ég slæm aftur og vitir menn nú er að kólna hér svo kanski það sé veðrið sem fer svona í hel... bakið. Allavega ekki búin að gera neitt skemmtilegt í dag er örugglega mest búin að vera eins og köttur nr 3 á myndini EN ÆTLA að vakna hress í fyrramáli og þarf ekki að fara á neina fundi fyrr en á miðvikudag jibby
Ástarkveðjur til ykkar allra, Sigrún.