Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
3.2.2007 | 00:12
Tippalingar !!!!
Jæja strákar nú ættuð þið að hitta
Hef annast lítið að skrifa um, erum dótturlaus um helgina, strákurinn fór í partý og er komin heim þessi elska Skrítið að stelpan sé hjá Hege í síðasta skiptið er búin að vera þar eina helgi í mánuði í þrjú ár, en ég held að það passi fyrir alla að breyta núna.
Bið bara rosalega vel að heilsa ykkur dúllurnar mína Sjáumst á morgun Kveðja Sigrún
1.2.2007 | 10:50
Nýtt avlasningshjem.
Nú erum við hjónin og dóttirin að fara og skoða bóndabæ sem tekur að sér börn með alskonar vandamál um helgar. Þetta er kallað avlastning hérna, veit ekki hvort þetta fynst heima, en við erum öll mjög spennt Þau eru með 3 hesta, kisur og kanínur, hafa verið með tvo keli grísi en þeir dóu, eru líka vön að vera með hund. Við ætlum að sækja um tvær helgar í mánuði og stelpan er bara svo jákvæð En nú þarf ég einhvernvegin að þvo mér hausinn, Zoa einhverjar tillögur hahahahahah. (Eða geturu skroppið yfir og hjálpað mér) Get ekki fairð svona útlítandi.
Skrifa meira seinna.
Knúí krús til ykkar allra Kær kveðja Sigrún
31.1.2007 | 21:43
Búin að ráða í stöðuna :)
Jæja þetta gekk nú miklu betur en ég hélt, Sigga var alveg vitlaus í að fá vinnuna, þó að það þýddi 2 föstudaga eftir skóla bara þrífa http://sigridur.blog.is/blog/sigridur/ Og svo tók ég það skýrt fram að hún þarf samt að ryksuga fyrir mig ókeypis inn á milli alveg eins og bróðir hennar EN ég vill þakka alveg ótrúleg viðbrögð við fyrri færslu, Zoa þú færð mig alltaf til að hlæja hehehehehe Sé alveg fyrir mér að ég treð karlinum inn í skottið á bílnum og keyri svo með hækjunum eða upp niður í bílnum með eihvern spegill til að sjá hvert ég er að fara hahahahahha
Allavega takk allir þið eruð krúsínur Kær kveðja Sigrún.
31.1.2007 | 08:24
Er skömminni skárri !!
Jæja þá er ég orðinn skömminni skárri, var hjá lækninum mínum í dag og var hann ekkert of bjartsýnn á að það væri neitt hægt að laga þetta. Þetta er trúlega komið til að vera og ég þarf bara að læra að lifa með þessu. Eins og doksi sagði er búið að gera þrjár aðgerðir á bakinu á mér og ég er en á sama stað og áður. En ef ég fyndi lækni sem væri tilbúin að skrifa uppá að ég yrði ÖRUGGLEGA(garanty) betri þá gæti ég íhugað málið. 'Eg er innst inni sammála honum, bara svo ósátt við að vera 38 ára og orðin svona líkamlega heft Ekki bætir úr að Ruud maðurinn minn fór í mjög stóra bakaðgerð fyrir 1 og hálfu ári og er orðin verri núna en fyrir aðgerð. Og þetta er maður sem aldrei kvartar og er alltaf að gera eithvað, getur ekki setið kjur, en er búin að vera fastur rúmliggjandi í nokkra daga núna. Ég ræddi um hann líka við læknirinn okkar og hann er allur að vilja gerður að hjálpa en við verðum að bíða til 7 febrúar til að fá MR af honum þ.e.a.s ef hann kemst inn í bíl og ég verð það góð að ég geti notað vinstri fótin og keyrt beinskipta bílinn okkar. Andskotans vælublogg er þetta. Það var ekki meininginn , ég þurfti bara að þrusa þessu út úr mér og er ekkert að leita að samúð eða vorkun, við komumst í gegn um þetta, höfum komist í gegn um miklu verri hluti !!!!! Það gengur miklu betur með stelpuna í skólanum og strákurinn stendur sig eins og hetja. Þau eru bæði alveg rosalega dugleg að hjálpa til hér heima. Strákurinn ryksugar kjallarann og ber inn við og stelpan ryksugar hinar tvær hæðirnar og ég þarf ekkert að suða í þeim Flottustu börn í heimi !!! Ég neita að borga börnum fyrir að vinna heima hjá sér en gef þeim stundum ef ég get og vill smá pening og segi þeim að þetta sé bara smá þakklætisvottur. Ég er á móti því að börn séu áskrifendur af einhverjum peningum heima, bara af því að þau taki til í herberginu sínu. Mér fynst eins og allir krakkar í dag þurfi að fá borgað fyrir allt sem þau gera og fái þá ekki að upplifa gleðina af því að gera einhverjum góðverk. Allir verða að fá vikupening af því að hinir fá það. Ekki á mínu heimili, í gær setti ég smá aur inn á símana hjá þeim og þau voru hæst ánægð með það. Mín börn líða engan skort og tel ég þetta vera eitt af þeim atriðum við eigum að kenna börnunum okkar með uppeldi. Stóri strákurinn minn er í fjölbrautarskóla og fær af Norska ríkinu tæpar 3000 kr fyrir hverja önn og hann ræður hvað hann gerir við þann pening en ég er búin að segja honum að hann þarf að kaupa sér skólabækur og ég ætla ekki að vera að splæsa pizzu í hvert skypti sem hann spilar Lan með fleiri strákum. Þetta er líka partur af uppeldi fynst mér, hann þarf að læra að fara með peninga, deila þeim niður á mánuði eða lifa við að það er allt tómt í veskinu
En svo er aftur annað mál, ég þarf trúlega að fá mér hreingernigarkonu tvisvar í mánuði, og þá get ég boðið þeim þá vinnu ef þau vilja fyrir sama pening. EN það þýðir að ryksuga þrjár hæðir, skúra, þurka af og þrífa tvö klósett Spurning hvort þau vilji það Nú annars augýsi ég bara eftir einhverjum sem getur gert þetta fyrir mig, því ,mér fynst þetta svolítið vera mín og mannsins míns verkefni og ekki eithvað sem ég ætla að láta krakkana gera eftir skóla og heimanám án þess að fá laun. Ég er ekkert að tala á móti sjálfri mér hér. Mér fynst eitt að vera partur af fjölskyldu og hafa sýnar skildur og annað að sjá um annara manna skyldur.
Vá þetta er orðið heljar blogg, hætt í vælinu og farin í uppeldið haha
Love U all Sigrún.
P.s spurnign hvað við hjónin erum að gera vitlaust þegar bakið fer svona í okkur báðum
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
29.1.2007 | 21:35
Góð helgi !!
Ætla nú ekkert að skrifa mikið núna, er á fullu að lesa allt sem þið skrifuðuð á meðan ég var í burtu. En helgin var rosalega fín, fór aðeins í hesthúsið og er að venja mig og Jóku hvor við aðra. Ég fékk að spilla henni smá og kemba og allt gekk vel og áður en ég veit af verð ég farin að fara á bak. þ.e.a.s ef bakið á mér gefur sig ekki alveg.
Skelli inn annari vetrar mynd sem er ekin hér í nágrenninu, búin að vera vetur í tæpar tvær vikur og nú er bara spáð plúsgráðum.
Kær kveðja til ykkar allra, Sigrún.
26.1.2007 | 00:14
Vetrarkvöld í Noregi.
Mikið búið að vera að gerast í dag, hélt að strákurinn væri fótbrotinn en reyndist vera með sýkingu og bólgna syn undir fætinum eftir að hafa hoppað út heitum potti út í það sem að hann hélt að væri snjór en var fullt af ísbroddum undir. Svo við vorum svoldið fyndin þegar við röltum inn hjá lækninum í dag hann með aðra hækjuna mína og ég með hina.Og hann í öðrum skónum sínum og hinum af pabba sínum Og ég byrjaði á að segja við læknirin "þú vogar þér ekki að hlægja af okkur " og hann þorði því auðvitað ekki. Svo var skólafundur, sem fór bara vel fram. Og svo skruppum við tl Sverge að leita að Gunnari hihih nei að kaupa sígó.
Var svo uppgefin þegar ég kom heim að ég svaf í tæpa 3 tíma pffff. En á morgun skellum við okkur með stelpuna upp í svit til Árma frænda og Guðnýar dúllu. Ætlum aðeins að breyta um umhverfi og ná okkur í við í viðarofnin í leiðini
Skellti inn hér fallegri vetrarmynd sem er tekin hér í bænum mínum, og var í bæjarblaðinu.
Vona að þið eigið öll góða helgi, og að við hittumst hér hress og kåt á mánudag.
Kær kveðja Sigrún.
24.1.2007 | 12:21
Neikvætt blogg á jákvæðum nótum :)
Jæja þá er bara að skella sér í nýjustu fréttir. Dóttirin búin að vera á Bup og við fengum mörg góð og gagnleg ráð með hana. Þetta er alveg rosalega flott stelpa, sem ég vissi nú alltaf (hún er nú mín) með sterkar skoðanir á hlutunum, og þarf að fá að vera meira með í ráðum þegar við erum að reyna að fá hjálp fyrir hana. Mér fynst við vera búnar að ná miklu betra sambandi okkar á milli og ekkert er eins mikils virði og það
Karlinn hann pabbi minn er enn á sjúkrahúsinu, er í fullt af rannsóknum sem enþá hafa allar komið vel út En ég verð að trúa því að hann sé í góðum höndum þó að ég geti ekki verið þarna að ráðskast og rífa kjaft ef ég er ekki sammála 'Atti rosalega gott spjall við mömmu í morgun og við drukkum kaffi hvor á sínum enda símalínunar og blöðruðum í klukkutíma hihi
En dagurinn byrjaði á því að læknirinn minn hringdi í mig og færði mér þær fréttir af MR myndatökunni minni að það væru komnir samgróningar utanum taugarótina sem brjósklosinn voru fjarlægð þrisvar sinnum í fyrra. Kom mér svo sem ekkert rosalega á óvart, þekkti verkina, en það sem verra er að það getur orðið ansi erfitt að fá einhvern til að gera eithvað í þessu. Læknirinn ætlar að senda bréf til læknisins sem skar mig síðast, þó að ég vilji ekki að hann skeri mig aftur þá á hann víst að fá þessar fréttir. Svo er ég að fara í einhverja verkjameðferð í Osló í endan á febrúar. Ef þeir henda mér ekki út með svona skaða hahahuhu. EN ég er nú ekkert á því að gefast upp, frekar en hann Guðmundur vinur minn sem er mikið veikari en ég. Ég er suma daga meira lömuð niður í vinstir fótinn en aðra daga og er að vona að það verði hægt að gera eithvað áður en ég lendi í hjólastól Bý í 360 fermetra húsi á þremur hæðum og ætla ekkert að flyja héðan. Í dag er ég sprækari en í gær, er reyndar að dröslast þetta með eina hækju ef ég er úti en gat ekki keyrt bíl í gær, í fyrradag gleymdi ég hækjuni sí og æ sem hlítur að vera gott merki.
Jæja þá er ég aldeilis búin að tæma mig í dag, vona að þið hafið það öll sem best og að við reynum öll að njóta dagsins sem best.
Kær kveðja Sigrún.
21.1.2007 | 22:55
Smá lán frá góðum vini :)
Æðislegt bréf sem vakti mig til umhugsunar...
Velkomin til Hollands
eftir EMILY PEARL KINGSLEY
Ég hef oft verið beðin um að lýsa því hvernig það er að ala upp fatlað barn, til þess að fólk sem hefur ekki notið þessarar sérstæðu reynslu geti skilið og ímyndað sér hvernig tilfinning það er.
Það er eins og...
Þegar þú átt von á barni er það eins og að skipuleggja dásamlegt ferðalag, t.d. til Ítalíu. Þú kaupir fullt af leiðsögubókum og skipuleggur frábærar ferðir. Til Colosseum-safnsins, sjá Davíð Michelangelos og gondólana í Feneyjum. Þú lærir jafnvel nokkrar setningar í ítölsku. Þetta er allt mjög spennandi.
Eftir að hafa beðið spennt í marga mánuði rennur dagurinn loksins upp. Þú pakkar niður og leggur af stað. Eftir nokkurra klukkustunda flug lendir vélin. Flugfreyjan kemur inn og segir: "Velkomin til Hollands."
"Hollands?!?" segir þú. "Hvað meinar þú með Holland? Ég ætlaði að fara til Ítalíu! Ég á að vera á Ítalíu. Alla ævi hefur mig dreymt um að fara til Ítalíu."
En það hefur orðið breyting á flugáætlun. Flugvélin er lent í Hollandi og þar verður þú að vera.
Mestu máli skiptir þó að þeir hafa ekki flogið með þig á hræðilegan, viðbjóðslegan, skítugan stað fullan af meindýrum, hungri og sjúkdómum. Þú ert bara annars staðar en þú ætlaðir þér í upphafi.
Þú verður því að fara út og kaupa nýjar leiðsögubækur og læra nýtt tungumál. Þú kemur til með að hitta hóp af fólki sem þú hefðir annars aldrei hitt.
En þetta er bara annar staður. Allt gerist miklu hægar en á Ítalíu og hér er ekki eins töfrandi og á Ítalíu. Þegar þú hefur náð andanum, staldrað við um stund og litið í kringum þig, ferðu að taka eftir því að í Hollandi eru vindmyllur... og í Hollandi eru túlípanar. Holland getur jafnvel státað af Rembrandt.
Allir sem þú þekkir eru uppteknir við að koma og fara frá Ítalíu... og þeir eru allir að monta sig af því hversu góðar stundir þeir áttu þar. Alla ævi átt þú eftir að segja: "Já, það var þangað sem ég ætlaði að fara, það var þangað sem ég var búin að ákveða að fara."
Sársaukinn mun aldrei, aldrei hverfa, því missir draumsins sem ekki rættist er mikill.
En... ef þú eyðir allri ævinni í að syrgja að þú fórst ekki til Ítalíu nærð þú aldrei að njóta þeirra sérstöku, yndislegu hluta, sem Holland hefur upp á að bjóða.
Íslensk þýðing: Indriði Björnsson
Stal þessu frá góðum sameginlegum vini okkar hér en fannst þörf á að setja það líka hér.
21.1.2007 | 15:18
Stór dagur á morgun.
Sem byrjar með að elsku pabbi minn á að leggjast inn á sjúkrahús, sem er kanski mjög gott, en svoldið erfitt að vera svona langt í burtu frá mömmu og pabba þegar svona lagað gengur á. Ég veit að ég get ekkert gert þó að ég sé "næstum" læknir" og allt, en svo er svo mikið annað að gerast hjá mér að ég kemst ekki þó ég vildi heim. Er búið að kalla okkur inn á fund á Bup prrrrrr eithvað búið að koma fram sem við þurfum að fá að vita, ohhh vona bara að það verði allt ok. Svo þarf ég að hringja í læknirinn minn og ath hvað kom út úr MR myndatökuni og líka vona það besta þar. Ætla bara að lifa af daginn á morgun og svo verður allt betra
Klems og knús til ykkar allara og takk fyrir góð viðbrögð og kveðjur, Sigrún.
18.1.2007 | 14:33
Verndarengillinn minn !!!
Ég varð bara að deila þessari með ykkur, þetta er litli verndarengillinn minn !!! Og hún er líka púki eins og frænka sín hihihi. Var að fá þessa í pósti frá Heiðu systir
Takk fyrir allar kveðjurnar, knús Sigrún.