Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Fínn dagur í dag :)

Að því undanskyldu að ég varð víst að leyfa systir minni og litlu frænku að fara úr landi áður en þær yrðu sóttar með valdi hihiTounge Snúllan fór í sérdeildina og stóð sig vel í dag, ég verslaði tölvu og sólarlandaferð fyrir 4 á netinu fyrir nágrannan hahaha. Gaman að eyða annara manna peningum, en hefði alveg verið til í smá ferðalag. En árið er rétt að byrja og aldrei að vita nema maður komist til Thailands í ár W00t

Svo þegar fór að líða á daginn kom snjór Gasp búið að bíða eftir því allan tíman sem Victoria var hér að fara að út að renna á sleða. Og þær voru rétt lentar á Íslandi þegar allt varð hvitt hér. Ég hef nú enga trú á því að þessi fönn tolli lengi en það er voðalega bjart og fallegt úti núna Halo Svona englaveður.

Læt þetta duga í bili kæru vinir, kær kveðja Sigrún. 


Hangið í bjartsýninni.

Jæja það þurfti ekki að bíða lengi eftir að fá að reyna á það sem ég sagði í nýjársblogginu. 'Eg vaknaði jákvæð (með smá hnút í mallanum) til að koma skvísunni í skólann, það gekk eithvað erfiðlega svo ég skellti mér bara út í bíl á náttfötunum og skuttlaði henni ( ca 100m) Og þegar þangað var komið sat allt fast og hún vildi ekki inn. Þá gerði ég eithvað sem ég hef aldrei gert áður, hringdi í skólann, sagðist vera úti á bílastæði og hún vildi ekki koma inn. O ekkert mál við sækjum hana Gasp Ok skólahjúkkan kom og spjallaði við okkur í bílnum og bauð mér inn í kaffi, sem ég afþakkaði í nýju köflóttu karlanáttfötunum mínum Undecided En skvísan samþykkti að fara með henni og spjalla og þær ætluðu að reyna að ná í einhvern sem gæti hjálpað okkur/henni. Í stuttu máli, fór stór bolti að rúlla, er búin að fá allavega 6 símtöl frá mismunandi starfsmönnum skólans og allir að vilja gerðir að NÚNA verðum við að fá hjálp. Hahahaha ég er bara búin að vera að arga og garga i 4 ár en ok verum bjartsýn kanski þegar hjúkkan og fleiri eru búin að sjá vanlíðanina hjá henni, sem ég sé á hverjum degi og þarf að reyna að peppa hana upp til að fara í skólan á hverjum degi fara hlutirnir að gerast hraðar og kanski öðruvísi. Allavega verður þessi mánuður og næsti frekar spennandi. Svo nú er bara að "keep it cool" og væla nóg um að ég bara geti þetta ekki án aðstoðar og sjá hvort að það hoppi ekki álfar og tröll út úr hverjum hól til að hjálpa til Halo

Allavega ætla ég að vakna jákvæð aftur í fyrramálið (og ef þarf) fylgja henni að skólabílnum sem sækir hana í sérdeildina. Svo ætla ég að kveðja elsku systir mína og litla ljósgeyslan minn, veit að þeim er sárt saknað á klakanum, annars hefði ég tekið þær í gíslingu hihihi, Nei búið að vera alveg ómetalegt að fá að hafa þær hér hjá okkur bæði jól og áramót og alla dagana inn á milli Grin

Læt þetta duga í bili, bjartsýniskveðjur Sigrún. 


Fyrsta bloggfærsla ársins !!!

Og eins og 2007 á að vera fyrir mig og mína fjölskyldu ætla ég að hafa það jákvætt og fullt af von um gott heilsuríkt, hamingjusamt og friðsamt ár, og þess sama óska ég ykkur öllum nær og fjær bloggvinum og ættingjum og öðrum sem villast hér inn Wink

Var eithvað búin að mikla það fyrir mér að halda einhvern áramótapistil hér, vitandi að það var ekki það sem ég eða nokkur annar þarf á að halda. Ákvað ég svo alveg upp úr þuru að skrifa bara eithvað gott og jákvætt.

Og þar sem ég er nýbúin að eiga yndisleg jól eins og lesendur bloggsins vita, þá hef ég ekki nokkra ástæðu til annars en að vera glöð og ánægð.

Hver dagur sem við vöknum er nýtt tækifæri fyrir okkur til að gera eithvað gott fyrir okkur sjálf, ástvini, vini og ókunnuga. Þetta hefur sem betur fer oft reynst mér létt, en get svo sannalega bætt mig á þessu sviði eins og svo margir aðrir.

Að vakna á nýjársdag er líka nýr dagur með nýjum möguleikum. Okkur er frekar tamt að hugsa um árið sem er liðið og hvað nýja árið beri í skauti sér. Ég ætla ekki að gera það. 2006 er liðið, og 2007 eru 365 dagar sem ég get haft mikið að segja um hvernig ég hef það og þeir sem eru í kring um mig.

Svo að þessu loknu vill ég þakka öllum sem ég hef verið í sambandi við hér á blogginu fyrir stuðning, hláttur og góðar stundir og hlakka til að vera áfram í sambandi við þennan góða kjarna sem hefur mindast. Það er svolítið skrítið að eignast svona bloggvini. Þið hafið áhrif á mitt daglega líf, þið vekjið mig til umhugsunar um ýmislegt, og ekki minst látið mig hlægja og það er líka gaman að fá að fylgjast með bæði hugsanargangi og lífi ykkar og deila mínu með ykkur. Fyrir það fáið þið hjartans þakkir.

Mínar bestu nýjársóskir til ykkar allra, kær kveðja Sigrún. 


Yndisleg jól !!

Óformlegt borðhald og klæðnaður :P

Jæja þá er nú komið að því að ég skrifi eithvað. Jólin eru búin að vera alveg yndisleg. Rólegheit og stressleysi eins og mér líkar það best Wink Það er búið að vera alveg frábært að fá að hafa Heiðu systir og litlu Victoriu hjá okkur og er sú stutta algjör sólargeysli. En við vorum svo heppin að fá að halda upp á 2gja ára afmæli litlu skutlu. Ég ætla að skella nokkrum myndum með, bara til að monta mig smá Tounge

 

 

 

 

Jæja vinir læt þetta duga í bili, ætla að reyna að kíka bloggvinarúntin og kvitta :) Kær kveðja Sigrún.


Fleiri myndir

Gleðileg jól !!!

Ég ætla með þessari færslu að óska öllum nær og fjær Gleðilegra jóla og þakka allar jólakveðjurnar sem ég hef fengið á bloggið. Ég hef það eins og blóm í eggi með Heiðu, Victoriu, Ármanni og fjölskylduna hjá mér. Búið að skreyta jólatréð og hlusta á "Ó helga nótt " með  Agli Ólafssyni og jólin geta bara komið Wink

Sendi ykkur öllum RISA jóla knús !!! Sigrún. 


Nú eru bara 11 tímar eftir !!!!

Jæja nú eru dúllurnar lagðar af stað í þetta langa ferðalag til Noregs Wink Ég hringdi í Victoríu í kvöld, þegar hún var komin til ömmu og afa og fékk aðeins að spjalla við hana. Hún sagði að það hefði verið gaman á jólaballi og þegar ég spurði hvort hún ætlaði að koma til mín á morgun sagði hún bara "Nei" Shocking Þá sagði ég henni að ég væri búin að kaupa pakka handa henni og þá vildi hún koma LoL hihih. Það er ekkert víst að ég verði dugleg að blogga meira á þessu ári, þar sem ég ætla að njóta þess að hafa Heiðu systir og litlu skottu hjá mér og vera svona spillu frænka Devil

Svo kæru vinir nær og fjær, ég óska ykkur góðra og gleðilegra jóla, farsældar og heilbrigði á nýju ári, og þakka samskiptin á líðandi ári !!! 

Jólakveðjur Sigrún.


Amma engill !!!

Báðar ömmur mínar eru englar Halo

Hún Heiða amma mín var mjög sérstök kona í mínum augum. Ég var svo heppin að fá að alast upp í sama húsi og hún og Jensen afi fyrstu 6 æviárin og á mér margar góðar minningar frá þeim tíma. Seinna þegar Jensen afi dó bjó ég hjá ömmu part úr vetri, og þvílíkur dekurtími það var Grin Hitapoki settur í afaholu áður en ég skreið uppí og svo heitt kakó í rúmið EFTIR að ég var búin að bursta tennurnar  Tounge Mikið spjallað og spilað, lagðir kapplar og mikið svindlað, því það fanst Heiðu ömmu gaman, og það var EKKI svindl, bara að gá W00t En afhverju er ég að skrifa um ömmu mína á bloggið, jú alltaf þegar jólin færast nær hugsa ég mikið til ömmu. Hún á afmæilsdag á morgun 14 desember. En þar að auki ákvað ég að skella inn tveimur jólalögum sem ég elska og er bara ömmu lög. Fyrsta lagið heitir "Amma engill" og getur nú vel lýst báðum ömmunum mínum. En hin amma mín hét Guðrún Sigurðardóttir og lést tveimur vikum eftir að ég flutti til Noregs. Ég komst ekki heim á jarðarförina og finnst oft enþá eins og að Gunna amma sé heima í Kefló.

Þetta er ekkert þunglyndisblogg, meira bara að rifja upp góðar tilfinningar og minningar um tvær flottar konur í mínu lífi. Lag númer tvö er uppáhalds jólalagið mitt og er "Ó helga nótt" í fluttningi Egils Ólafssonar og Fóstbræðra. Og af einhverjum ástæðum bara lag sem hefur ALLTAF minnt mig á Heiðu ömmu. Ég var svo heppin fyrir tveimur árum að fara í jólamessu hjá Íslendingafélaginu í Osló og var þá Egill að syngja. Ég get ekki lýst tilfinninguni þegar hann söng "Ó helga nótt" og það bergmálaði um alla kirkju og gæsabólurnar mínar stóðu sko í allar áttir W00t Og alveg er ég viss um að þær sátu báðar hjá mér ömmur mínar þá kvöldstund.

En ég ætla að láta þetta duga í bili og reyna að setja inn annað lagið, gengur alltaf jafn tregt hjá mér bloggið svo ég er orðin voða leið á að þvælast mikið hér.

En vonandi njótið þið jólalagana minna, kærar kveðjur nær og fjær, Sigrún.

P.S gengur ekkert með Ó helga nÓtt núna reyni aftur á mogun.


Smá jólaskraut :)

Þar sem ég hef ekki gefið mér tíma til að ná í aðventuljós hvað þá meira ofan af hálofti enþá þá ætla ég að setja eina sæta á bloggið sem ég fékk frá Heiðu systir minni :) Hún og litla gullið mitt hún Victoria Rut eru að koma til mín eftir 10 daga W00t og ætla að vera fram yfir áramót. Mig er farið að hlakka svo til. Hef ekki séð litlu skottu (né stóru skottu) síðan í apríl. Hmmm fyrir utan að við spjöllum oft í viku með webcam Tounge bara svo að snúlla gleymi ekki stóru frænku í útlöndum LoL En eina sem er nýtt hér er að baðherbergið kemst í stand um helgina, flísarnar komnar á gólfið, eftir að fúga og setja upp þaklista og púsla svo gömlu skápunum og draslinu aftur inn fram á vor, þar til maður hefur aur í að halda áfram. Hér er sko ekki tekið neyslulán til framkvæmda. Sigga er búin í prófunum Wink og Frikki er hálfnaður, ooohhhh ég verð svo fegin þegar þessi vika er búin og ég get hætt að vera þessi leiðindar nöldrari alltaf. Ertu búin að lesa þetta/hitt og rembast við að hjálpa til Sick

En sendi ég bara góðar óskir til ykkar allra, kær kveðja Sigrún.


Tvö andlát á tveimur dögum

Hér er frekar þungt yfir heimilinu, fengum þær fréttir í gær að föðurbróðir mansinns míns hefði dáið af hjartaslag fyrr um dáin og í morgun fengum við svo þær fréttir að annar föðurbróðir hans hefði dáið í nótt, en það var vitað að hann var að fara. Engu að síður erum við svo langt í burt frá tengdarpabba núna sem virkilega hefði þurft á okkur að halda núna eftir að hafa mist tvo bræður á tveimur dögum, en aðstæðurnar hér heima eru bara þannig að það er ekki hægt að rjúka til Hollands núna :( En ég er ekki í neinu blogg stuði svo ég læt heyra í mér við betra tækifæri. Og ég er búin að lesa bloggin hjá vinum mínum og tel þetta ekki vera slúður að deila hugsunum mínum með ykkur!!

Lifið heil og lengi !!!

Kveðja Sigrún.


ALLIR AÐ FLÍTA SÉR OG SENDA GUNNARI KOMMENT Í AFMÆLISGJÖF !!!!

Nú eiga allir bloggarar að taka sig til og flíta sér inn á þennan link og kvitta og segja eithvað sætt og dúlló í tilefni dagsins, það var afmælisósk að fá met kvittur !!!!  http://rannug.blog.is/blog/rannug/

 Kær kveðja Sigrún.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband