Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Takk mamma !!!!

Takk mamma mín, gardínurnar eru geggjaðar !!! Ruud búin að vera að dúlla við að minka þær fyrir mig í dag svo nú get ég sagt að eldhúsið sé búið og við erum búin að kaupa flísar á gólfið á baðinu, svo við höfum eithvað meira að dúlla við þegar við komum úr Finnholti Smile

Ekkert meira í bili dúllur og dúllar, kær kveðja Sigrún.


Ekki hugsa !!!!

Nú er góð helgi að baki, skelltum okkur upp í Finnholt til Guðnýar og Árma og þar er af nógu að taka, maður þarf ekkert að sitja á rassinum og vera þunglyndur þar, svo mikið um að vera í sveitinni alltaf Wink Allavega naut ég þess alveg í rendur og ræmur að geta bara djöflast svolítið og hugsa EKKERT og ekki var verra að vera með litlu Sigrúnu (jafn stór og ég bara MIKIÐ yngri) Hún lagaði þennan dýrindis mat handa okku á sunnudaginn sem var feðradagur hér í Noregi, og var svo búin að baka jarðaberja ostaköku mmmmmmmW00t Svo ætlar hún og kærastinn að koma hingað á miðvikudag og vera í viku. En ég ætla að stinga af um helgina og fara aftur í Finnholt og EKKI hugsa Whistling Gerir manni svo gott að fá smá frí fra öllu.

Hef auðvitað ekkert meira að segja þar sem ég hef ekkert hugsað um helgina, en það var gaman að fá kveðju frá Möggu Jóhanns, geturu ekki sent mér e-mail á sigrun@tele2.no og þá getum við spjallað betur Magga ?

Læt þetta duga dúllur, kær kveðja Sigrún.


Ofbeldi í skólum !!!

Nú er svo mikið í umræðuni myndbandið  með lögreglu ofbeldi í USA, datt í hug að sína ykkur svolítið sem er kanski svolítið nær okkur.

http://www.smaalenene.no/webtv/article2404724.ece 

Hér getið þið séð myndband frá árás á nemanda í skóla í Moss í Noregi, ég er alveg viss um að þetta fynst allsstaðar líka á Íslandi.

Kveðja Sigrún


Hroki eða hvað ???

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1233238

Ég verð alltaf jafn hissa, nei eiginlega hneiksluð á þeim rétti sem Íslendingar taka sér í að skýra upp lönd, þjóðir, staði og fólk. Stundum þarf ég að fara á norska fréttamiðla til að vita hvaða lönd er verið að tala um. T.d. Kænugarður Gasp  það tók mig þó nokkurn tíma að fatta að það var Kief, og ekki síður þegar fólk er rétt og slétt skýrt upp á nýtt eins og prins Játvarður (Edvard) og svo eru dæmin endalaus. Ég er Íslendingur og er stolt af því og líka af því hve vel við höfum varðveitt tungumálið en mér fynst þetta samt vera bæði hrokafullt og frekja. Og kanski furðulegt að Aftenposten kallist ekki Kvöldblaðið í þessari frétt. Mér hefur oft verið hugsað til útlendinga sem flytja til Íslands, mikið rosalega hlítur að vera erfitt að skilja fréttirnar þegar alltaf er verið að tala um allt aðra staði og nöfn en annar staðar í heiminum. Ég veit allavega að ég skil ekki helmingin í þessi fáu skipti sem ég kem "heim" og horfi  á fréttirnar.

Látið nú í ykkur heyra !!!

Kær kveðja Sigrún.

P.S eginlega stórfurðulegt að forsetafrúin heiti enþá Doritt en ekki Dóratea eða bara kanski Hallgerður !!!


Eldhúspartý :)

Þá er búið að klára eldhúsið og bara beðið eftir gardínum frá Íslandi, svo í gærkvöldi bauð ég manninum mínum út að borða í nýja eldhúsinu í þakklætisskyni fyrir dugnaðin. Þar bauð ég upp á nautasteik alacarte með bakaðri kartöflu, rjómasveppasósu og salati. Þetta var voðalega huggulegt InLove Svo fengum við óvænta heimsókn svo við sátum langt fram á nótt og nutum góðra veiga Whistling mmmmm. En ég ætla að skella inn nokkrum myndum, svona fyrir fjölskylduna sem veit hvernig þetta leit allt út áður og kanski fattar ekki alvega hvað við erum búin að gera af ískáp o.s.frv. En dagurinn í dag hefur að mestu verið í draumaheimi Sleeping

Kær kveðja Sigrún.


Vá bara komnar yfir 2000 heimsóknir :)

Ég ætla nú á að byrja á að þakka ÖLL kommentin og gestarbókaskrifin, ég verða alveg rosalega ánægð ef einhver nennir að kvitta hjá mér Grin Bara búin að vera voða traffic á síðunni núna, sem er bara mjög gaman. Mér fynst líka gaman að þessu með blogg vinina, að geta auðveldlega fylgst með þegar góðir pikkarar eru að pikka Wink

Ég er búin að vera á smá blogg rápi undanfarið og fanst temmilega skrítið þegar ég kom inn á eina síðuna, sem var að lýsa erfiðleikum í sambandi og ég gerði eins og mér fynst kurteisi setti inn bara ósköp létt komment og góðar óskir, og svo þegar ég kíkti seinna um daginn var búið að fjarlægja það Gasp Skrítið ef að fólk vill hafa lokað blogg, þá er það ekkert mál, en afhverju að hafa það opið og opið fyrir komment ef þú vilt þau ekki. Ekki það að þetta snerti mig nokkurn skapaðan hlut, fanst þetta bara furðulegt.

Annars er voðalítið nýtt að frétta, ég þarf að fara finna mér eithvað efni til að skrifa um annað en sjálfa mig, svo ég hafi eithvað að skrifa hér Undecided

En, en og aftur takk fyrir komurnar, kommentin og kosningarnar. Kær kveðja Sigrún.


Tómt blogg !!!

Bara fullt af nýjum bloggum og ég hef ekki neitt að skrifa um Blush hmmm en bendi ykkur á að lese bloggið hans Gunnars http://rannug.blog.is/blog/rannug/ frábær hugmynd.

Annars er lítið að frétt héðan búin að vera hvít jörð þessa viku og ég fer ekki út úr húsi, er ekki eins og Ólína og finst þetta jólalegt, prrrr bara kalt Shocking og ALLTOF snemmt. Er bara búin að vera að dúlla í dúllu eldhúsinu mínu í dag með Ruud og taka til og svona þarfa hluti W00t Krakkarnir fara í og úr skólanum án stórra frétta þessa dagana, sem eru auðvitað fréttir í sjálfum sér Wink Hef bara ekkert meira að skrifa um í dag, svo ég læt þetta duga Whistling

Kær kveðja, Sigrún.

P.s Skellti inn 3 videóum með smá jóki :)

Og svo fyrst ég var byrjuð að tölvast þá skellti ég inn nokkrum myndum af mikið umræddu eldhúsi, fyrir alla þá sem eru að deyja úr forvitni :þ 

P.S.ps hehe skelti inn smá skoðanarkönnun, vinsamlegast svarið, þetta er órekjanlegt Angry


Snjórin komin og verður farin aftur fyrir helgi :)

Svo ég þarf ekki að bursta af gönguskíðunum enþá allavega. En margir centimetrar vor það ekki í þetta sinn, kanski hægt að segja margir millimetrar.

Allavega Kolla Pé spurði mig hvað uppáhaldslagið mitt væri.....hmmmmm...... erfitt að velja. Veit ég var búin að segja að ég væri að reyna að setja inn uppáhaldslagið mitt, en þegar ég var svo spurð beint, þurfti ég að fara að hugsa, og hugsa.......Andsk... svo mörg góð, mörg mjög góð, og nokkur frábær hmmm ég er búin að hugsa þetta aftur og bak og áfram og lagið sem ég er að rembast við að koma inn hér er "Wish You Were Here" med  Pink Floyd og ég held mig við að það sé bara best af þeim öllum !!!! Ullandi

Hvað með ykkur þarna á klakanum, hvað hlustið þið á nú um dagana ?? Þegar krakkarnir okkar er búin að hertaka AC/DC GlottandiSvo Kolla Pé hvað er uppáhaldslagið þitt ?? Hlæjandi

Læt þetta duga, spáir meiri snjó í nótt Gráta, svo ég skrifa kanski meira þegar ég nenni fram úr rúminu mínu seinna í vikuni, hehe

Kær kveðja Sigrún.


Aaaarrrrggggg !!!!!

Aaaaarrrrrggggg og veiiiiiiiinnnnn, kvaaaaart og kveiiiiiinnnn !!!! Spáð 30 cm snjó hér á morgun Öskrandi En ég trúi því ekki fyrr en ég fer framm úr á föstudaginn, ætla að sofa leeenngi (just in case) hehehe. Nei nei annars er bara allt ágæt að frétta, nema að blessaður veturinn er víst að boða komu sína hingað og ég er ekki alveg á sama stað á almanakinu Glottandi Missti reyndar af einu besta sumri sögunar,og er eiginlega alveg til í 25 til 30 stiga hita núna Svalur hehehe. En kanski veturinn verði bara frábær og ég fari að keppa á ólimpíuleikunum í gönguskíðum, hver veit. Saklaus    En nú er verið að leggja lokahönd á eldhúsverkin (ekki með Mæju Bald) Hissa Og búið að panta gardýnur frá Íslandi. Væntanlegar þann 15, ef þær gleymast ekki á Gardemoen (hihi smá skot á Jóa Glottandi)

Svo er hún Heiða mín að fara að festa kaup á jólagjöfinni minni í ár!!! Flugmiða fyrir hana og Victoríu hingað um jólin Hlæjandi Ekki að ég sé farin að hlakka svo til jólana enþá en hlakkar til að fá þær í heimsókn !!!! Svo fer nú stóra skottan mín að kíkja til mín, þarf samt að vera dugleg og deila henni með kærastanum smá Ullandi

En úr einu í annað.Ég er ALVEG brjáluð út í mbl, get ekki sett inn uppáhalds lagið mitt !!!! Er búin að reyna allavega 40 sinnum og það kemur bara ekki inn. Er i mp3 formi alveg eins og hin lögin mín, og ég kemst hvergi inn til að senda þeim fyrirspurn aaaaarrrrrggggg Öskrandi Ef eihver veit hvernig ég kemst í samband við þá plz let me know !!!!

Nóg í bili, kær kveðja Sigrún.

P.S. Hehehe fékk hugljómun  og fattaði að ég gat auðvitað sent þeim e-póst Óákveðinn Allavega það vandamál leyst.


Stilla klukkuna til baka dagur í dag !!

Í dag er stilla klukkuna til baka dagur, sem þýðir að við erum bara einum tíma á undan megineyju evrópu Íslandi. Annars er lítið að frétta er búin að eyða heljarinar tíma í að koma þessum lagaspilara í gagnið, marg búin að lasta inn sömu lögunum aftur og aftur, er loksins búin að koma inn einu fock....  lagi :< en vona að það sé bara byrjunin.

Læt þetta duga, og takk Gunnar fyrir leiðbeiningarnar :þ

Bæbæ Sigrún.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband