12.1.2007 | 12:56
Góður dagur :)
Það er bara búið að vera góður dagur í dag. Fór til læknisins í gær og fékk pillur eins og ég átti von á og fer svo í segulómun eftir viku. En eins og hann sagði þá vill engin skurðlæknir taka við sjúklingi sem hefur veri skorin þrisvar sinnu á sama stað nema að það sé víst að þess þurfi. Og ekki vill ég eina aðgerðina enn, svo nú er bara að taka það rólega og sjá til. Það vakti mig aðeins til umhugsunar það sem Agný sagði í kommentinu sínu með aðrar orsakir, ég hef nefnilega verið í eitt og hálft ár hjá Ostepad (höfuðbeina/spjaldhryggjajöfnun) með ágætis árangri en aldrei hægt að laga mig almenilega, að auðvitað er álagið búið að vera mjög mikið síðastu árin og er en, en ég get ekki gert neitt meira en það sem ég er að gera með það. Að reyna að fá hjálp fyrir stlepuna og fá aðra til að taka eithvað af þessum pakka og bera ábyrgðina með mér, þegar kemur að ákvörðum um nýjar greiningar og svoleiðis hluti sem er bara erfitt að ganga í gegn um. 'Eg veit að bakið á mér er veikur punktur og það virðist bara leggjast mest á það ef hlutirnir verða erfiðir. En snúllan mín byrjaði í viðtalsmeðferð í dag og leyst bara vel á, og hann sem hún er hjá ætlar að meta þörf á endurgreiningum og reyna að ná til hennar, svo það er bara jákvætt allt saman
Annars er nú jólasnjórinn komin til okkar og er það bara huggulegt að horfa út um gluggan, auðvitað ekkert gaman að keyra svona fyrstu dagana eftir að snjórinn fellur, en þegar þeir eru búnir að ná að skafa vegina þá er þetta bara fínt.
Bið að heilsa í bili, kveðja Sigrún.
P.S Ég kemst hvorki inn á athugasemdir eða getabók hjá Zou, er einhver sem kann ráð við því ?? Hún er búin að skrifa fullt skemmtilegt og ég get ekkert kommentað Svo ef þú lest þetta Zoa þá veistu afhverju.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hún er greinilega búin að taka út hjá sér gestó og komment ..en frábært að það er að skína í betri daga hjá þér ..vonandi á þetta eftir að ganga vel ..
Margrét M, 12.1.2007 kl. 13:48
bestu kveðjur frá köldu Norður-Atlanshafi.....
Ólafur fannberg, 12.1.2007 kl. 14:43
Já, góðan bata Sigrún mín. Gott að ú fórst til læknisins. Já, það er rétt að þegar maður hefur veikan púnkt leggst allt á hann í erfiðleikum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.1.2007 kl. 16:15
Zoa vil ekki fá athugasemdir lengur... held ég
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.1.2007 kl. 20:21
Takk fyrir kveðjurnar !!! Ætli Zoa vilji ekki tala við okkur lengur
Sigrún Friðriksdóttir, 12.1.2007 kl. 22:44
Æjjjj, litla DÚLLAN ... Ég opna bara athugasemdirnar eins og skot. Var bara í einhverju hormónakasti. Þurfti bara aðeins að sjá hvort ég kæmi einhverju í verk ef ég lokaði á athugasemdirnar :/ Gerðist ekki :(
Zoa (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 17:46
Já svona brjósklos er óþolandi - búin að vera í bakverjakasti núna í nokkrar vikur og maður er bara alveg ónýtur. Hleypur allillilega í skapið á mér allavega.
Zoa (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 17:50
Mér fannst veturnir í Noregi alltaf bara frábærir þegar ég bjó þar; kalt og bjart og fullt af snjó. Alveg sama þó það væri mjög kalt, bara hægt að klæða það af sér. Eitthvað annað en á Suður-Íslandi þar sem allt næðir inn um hálsmál og ermar og nístir merg og bein.
zoa (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 18:38
Já það virðist vera eins og maður þurfi altaf að nöldra extra mikið í þessum nossurum hérna til að fá einhverja hjálp. En ég meina að það er mikið út af því að nossararnir gefast alltaf upp. Ekki gefast upp, þeir gefa sig einn daginn og verkirnir vonandi líka.
Góðan bata Koz og knip.
Kolla, 13.1.2007 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.