Dagru númer tvö í rólegheitum :P

Já Sigrún er bara að verða sérfræðingur í að slappa af Tounge Lét bóndan keyra mig til vinkonu minnar í kaffi kl tvö. Hún er að verða 82 ára og er bara algjör perla, við sátum bara og blöðruðum um allt og ekkert og átum kökur og drukkum kaffi. Það er svo skrítið með tilviljanir í þessu lífi. Ég hef áður skrifað um hana Heiðu ömmu mína og hvað mér þótti mikið vænt um hana. Svo þegar ég flutti hingað út til Guddu bestu vinkonnu minnar, þá bjó hún í parhúsi, sem Gudrun bjó í hinum endanum á. Þær eru bunar að vera vinkonur í 10 ár eða meira og ég var nú búin að heyra af henni áður en við fluttum. En svo þegar við komum hingað bjuggum við 2 vikur í húsi Guddu vinkonu minnar, og við kunnum nú enga norsku eða neitt en dóttir mín var voða dugleg að sækja póstin fyrir Gudrun og við heilsuðum upp á hana úti á bílastæði. Svo þegar við erum búin að læra norskuna fer ég að fara með Guddu vinkonu í kaffi til Gudrun, og það var svo skrítið, það var eins og að vera búin að fá Heiðu ömmu aftur og ekki með Alsheimer og bara spræk. Síðan eru nú margir kaffibollarnir búnir að renna niður hjá henni. Og það er akkurat engin aldursmunur á okkur þegar við sitjum og spjöllum. Mér fynst ég vera svo heppin að hafa hitt þessa konu og fengið að kynnast henni. Mér fanst alltaf svo gaman þegar að amma var að segja mér frá uppvaxtar árunum og hvernig lífið var áður fyrr. Og það sem hún Gudrun er búin að segja mér mikið, um hvernig það var á stríðsárunum, og eftir stríðsárunum, búandi eins langt norður í Noregi og hægt var. Og svo bara spjall og sprell þess á milli. Hjá okkur þremur er ekkert kynslóðarbil.  Æii langaði bara allt í einu að segja ykkur frá henni Wink

Kær kveðja Sigrún. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já ég þekki þetta líka með kynslóðabilið. Það er gaman að eiga vinkonur á öllum aldri

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.1.2007 kl. 16:32

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er eins og með Heiðu ömmu mína sem ég nefndi nú bara ömmu. Hún sagði mér um bernskuna, æskuna, stríðsárin og það var ekkert kynslóðarbil. Líklega fékk hún Alzheimer líka en þetta var ekki eins þekkt þá. Ég las seinna um þetta og amma hafði einkennin. Dó með loka einkenni, hætt að getað talað eða fara fram úr.  En ég hef átt nokkrar vinkonur sem eru mikið eldrei en ég fyrir utan ömmu og þær gefa manni svo mikið og það er sko enginn kynskóðamunur þar. Það fer meir eftir hvernig fólk nær saman heldur en hve gamallt það er. 

Sigrún mín þetta er orðið blogg. Ætlaði að segja að það er svo gott að heyra að dagurinn var góður hjá þér. Ég hugsa til þín. Klemm og knús. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.1.2007 kl. 18:48

3 identicon

Gamalt fólk er náttúrlega hafsjór fróðleiks :)

zoa (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 19:10

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hafsjór af fróðleik er hún en mikið fynst mér gaman að við höfum sama húmorinn og getum bullað algjöra steypu inn á milli, rosalega gaman

Sigrún Friðriksdóttir, 14.1.2007 kl. 22:01

5 Smámynd: Kolla

Öfund öfund.

Kolla, 14.1.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Agný

Aldur er í raun afstæður. En öll getum við lært eitthvað hvert af öðru ef að við gefum okkur tíma og viðkomandi tækifæri.. Ég þekki það að eiga vini á ólíkum aldri en svo skrítið sem það er ..þá átti ég meira af eldri konum fyrir vinkonur þegar ég var yngri....Núna virðist ég aftur á móti vera sjálf orðin svona "eldri" vinkona hjá yngri kynslóðinni..

Agný, 14.1.2007 kl. 22:59

7 Smámynd: Ólafur fannberg

þú verður bráðum ofslökuð manneskja hehehe

Ólafur fannberg, 15.1.2007 kl. 08:29

8 Smámynd: Margrét M

já það getur verið yndislet að heyra hvernig eldra fólkið ólst upp  .

Margrét M, 15.1.2007 kl. 09:46

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

"Aldur er í raun afstæður"... 100% sammála Agnýu. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2007 kl. 10:21

10 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Heyrðu Fannberg helduru að ég sé að afstressast of mikið ???  Enginn hætta er að fara á fund í skólanum í dag og með stelpuna á BUP á morgun  En er allavega búin að njóta helgarinnar.

Sigrún Friðriksdóttir, 15.1.2007 kl. 11:41

11 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Elsku dúllan mín ég var að lesa 5 eða 6 síðustu blogg frábært hvað þú ert búin að eignast marga góða blogg vini ég veit alveg að það er að gefa þér mikið öll þau koment sem þú færð og svo öll þessi hlýja og umhyggja,fyrir okkur sem elskum þig og erum svona langt frá þér er líka ómetanlegt að fá að fylgjast svona með,þú veist líka að þú ert í bænunum okkar alla daga og svo sannarlega vildi ég geta skroppið í kaffi og spjall við nýja flotta eldhúsborðið þitt :D,en við sjáumst allavega í vor ef Guð lofar svo auðvitað elska ég þig þig í slaufur og borða, ástarkveðja mamma :D

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 15.1.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband