15.1.2007 | 20:37
Þá er ég komin í gang :)
Svona svo að Fannberg haldi ekki að ég liggi nú bara á mínu lata eyra, þá get ég frætt ykkur á að ég fór á fyrsta fundinn í skólanum hjá stelpunni í ár. Það fór allt vel fram eins og vanalega þegar bóndinn minn kemur með, þá passa sig allir á að koma ekki með neinar eitur athugasemdir undir beltisstað. Málin voru rædd, svona frekar yfirborðslega, þar sem ég er búin að biðja um nýjan ráðgjafa frá PPT, sem er skólasálfræðiskrifsofan hér. Hef átt í vandræðum með að fá þá konu til að vinna vinnuna sína og hafði mig loksins í að biðja um nýja. En rétt áður en fundinum lauk þá skelti ég fram einni sprengju. Stelpan hafði nefnilega komið með einkannabókina sína heim, með þessum líka flottu einkunnum og athugasemd sem átti alls ekki heima þar. Svo ég dró upp bókina og skellti henni á borðið og spurði hver bæri ábyrgð á þessu, og það fór auðvitað allt í pat og enginn vildi meina að þetta væru sín orð. Svo ég sagði bara "nei ok en ef þetta er ykkar skilningur á hennar erfiðleikum, þá er kanski ekki svo skrítið að henni líði illa hér". Þar sem bara grunngreininginn hennar inniheldur akkurat þetta vandamál. Svo sagði maðurinn minn, "ef þið viljið koma svona löguðu til skila til dóttur okkar, vinsamlegast gerið það munlega, ekki skriflega í einkannabókina og gjarnan láta útskýringar fylgja ef það er ekki meiningin hjá ykkur að láta hana rétt og slétt gefast upp á skólagönguni ". Við þetta var jú uppi fótur of fit, hann hefur ekki oft sagt neitt á þessum fundum og ég finn að það er borinn miklu meiri virðing fyrir öllu sem hann segir, kanski af því að ég þarf alltaf að vera að röfla. Og svo þegar þessum fundi var lokið, gat ég hringt í assistentin hjá syninum og beðið um fund í fjölbraut, þar sem hann liggur orðið á eftir í stærðfræði og er harð ákveðinn í að geta klárað þyngstu stærðfræðina af því að hann vill verða tölvuséni. Ok ég er of oft búin að blanda mér í það hjá honum svo ef það er hægt að koma honum í gegn um þetta með aukakenslu þá er ég ánægð, en skólinn bauð líka upp á að hann tæki aðeins léttari áfanga, en hann harðneitar því. ÆTLAR að geta þetta og þá finst mér að ég eigi að styðja hann. Hef einusinni fengið hann til að skipta um áfanga áður og það sprakk allt beint í andlitið á mér og þá lofaði ég honum að það skildi ég ekki gera aftur. Þetta væri hans menntun og hans líf og ég væri bara línuvörður, að reyna að hjálpa honum á rétta braut.
Þetta var dagurinn í dag, plús sól og 8 stiga hiti , farið að hvessa aðeins með kvöldinu og ég fæ smá suðurnesjafýling, þegar ég heyri í vindi En fer svo með prinsessuna í viðtal á BUP í fyrramálið og ætla svo að reyna að fara til Svíþjóðar að kaupa sígó Og restina af vikuni ætla ég að reyna að vera dugleg að liggja fyrir, þar sem það gerir minst vont, allavega fram á föstudag, þá verð ég keyrð til Osló í myndartökuna (MR)
Þúsund þakkir fyrir öll komment og kvitt, mér þykir vænt um þau
Kær kveðja Sigrún.
P.s Ég skil ekki þessa Y og I vitleysur í mér þessa dagana, þegar ég las yfir bloggið mitt blöskraði mér, svo nú held ég að ég sé búin að laga flesta villurnar, kanski pillurnar hafi meiri áhrif á málfræðina en verkina
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Athugasemdir
Dugleg ert þú Sigrún mín. Þetta var gott hjá þér. En það er nú annars skrítið hvað oft er tekið meira tillit til þess sem karlarnir segja bara afþví að þeir eru stærri en við svona oftast og með dimmar raddir. Eitt er víst við lærum að berjast fyrir börnin okkar. Það er mín reynsla. Reyndu svo líka að slappa af baksins vegna.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.1.2007 kl. 21:14
heyr heyr Sigrún... Flott hjá þér.
Gott hjá þér að fara í MR
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2007 kl. 22:13
þar skákaðir þú mér
Ólafur fannberg, 15.1.2007 kl. 23:00
Hæ elsku systir mín , þið eruð hetjur öll sem eitt og þú veist það . Gott hjá þér að skella þessu framm á fundinum og tími til komin að einhver fari að hlusta . Elska ykkur og sakna ykkar masssa massssssa mikið love love koss koss knússsss
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 15.1.2007 kl. 23:12
Ég kannast aðeins við það að þurfa að berjast í skólakerfinu í sambandi við elsta strákinn minn sem er með Asperger syndrome..Hann fékk loks að taka próf á sínum forsendum þá á ég við þann stuðning við að skilja hvað átt væri við. Þau sem eru með Asperger eru oft föst í einni formúlu og skilja þessvegna ekki hvað átt er við þó svo þau viti svarið. Fyrst að blindir og heyrnalausir fá að taka próf og læra á sínum forsendum útfrá þeirra færni þá finnst mér að allir aðrir einstaklingar eigi að fá að gera það sem eru með einhverskonar fötlun.
Því miður er alltaf verið að móta einstaklinginn að skólakerfinu en ætti að móta skólakerfið eftir einstaklingnum.. Það er jú alltaf verið að hamra á því að allir eigi jafnan rétt til náms.. en það eru jú bara oftar en ekki innantóm orð.
Kæra Sigrún, endilega sendu mér einkapóst ef þú vilt fá upplýsingar um ýmis málefni sem lúta að skólakerfinu kanski get ég veitt þér hjálp ef þú þarft..
Agný, 16.1.2007 kl. 00:49
Fann síðuna þína hjá Fannberg.
Á við svipað vandamál að etja varðandi mína dóttur.
Baráttukveðjur Solla
Solla Guðjóns, 16.1.2007 kl. 04:04
Villur??? .... Velkomin í klúbbinn
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2007 kl. 09:41
humm "villuklúbburinn " ég er í honum .. þú ættir alltaf að hafa einmanninn með þér þegar þú ferð í skólaviðtöl . það virkaði betur hjá mér ..áður fyrr
Margrét M, 16.1.2007 kl. 09:56
Þetta finnst mér áhugavert; að meira mark sé tekið á feðrunum en mæðrunum. Er það kannski afþví að þeir eru svo sjaldgæf fyrirbæri á svona fundum?ao
zoa (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 10:07
Já ég hugsa það Zoa og líka það að þeir eru ekki svo margir sem bara meika þessa kerlingarfundi, þeir menn sem ég hef inni í málinu eru miklu málefnalegri og proff en flestar konurnar. Agný það getur vel verið að ég skelli á þig e-maili við tækfæri, tak fyrir boðið. Og ég þakka ykkur öllum fyrir góðar kveðjur og komment
Sigrún Friðriksdóttir, 16.1.2007 kl. 22:38
Ég hef aldrey skilið muninn á i og y, það sést kanski líka.
Kolla, 17.1.2007 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.