Smá lán frá góðum vini :)

Æðislegt bréf sem vakti mig til umhugsunar...

Velkomin til Hollands
eftir  EMILY PEARL KINGSLEY
Ég hef oft verið beðin um að lýsa því hvernig það er að ala upp fatlað barn, til þess að fólk sem hefur ekki notið þessarar sérstæðu reynslu geti skilið og ímyndað sér hvernig tilfinning það er.
Það er eins og...

Þegar þú átt von á barni er það eins og að skipuleggja dásamlegt ferðalag, t.d. til Ítalíu. Þú kaupir fullt af leiðsögubókum og skipuleggur frábærar ferðir. Til Colosseum-safnsins, sjá Davíð Michelangelos og gondólana í Feneyjum. Þú lærir jafnvel nokkrar setningar í ítölsku. Þetta er allt mjög spennandi.
Eftir að hafa beðið spennt í marga mánuði rennur dagurinn loksins upp. Þú pakkar niður og leggur af stað. Eftir nokkurra klukkustunda flug lendir vélin. Flugfreyjan kemur inn og segir: "Velkomin til Hollands."
"Hollands?!?" segir þú. "Hvað meinar þú með Holland? Ég ætlaði að fara til Ítalíu! Ég á að vera á Ítalíu. Alla ævi hefur mig dreymt um að fara til Ítalíu."
En það hefur orðið breyting á flugáætlun. Flugvélin er lent í Hollandi og þar verður þú að vera.
Mestu máli skiptir þó að þeir hafa ekki flogið með þig á hræðilegan, viðbjóðslegan, skítugan stað fullan af meindýrum, hungri og sjúkdómum. Þú ert bara annars staðar en þú ætlaðir þér í upphafi.
Þú verður því að fara út og kaupa nýjar leiðsögubækur og læra nýtt tungumál. Þú kemur til með að hitta hóp af fólki sem þú hefðir annars aldrei hitt.
En þetta er bara annar staður. Allt gerist miklu hægar en á Ítalíu og hér er ekki eins töfrandi og á Ítalíu. Þegar þú hefur náð andanum, staldrað við um stund og litið í kringum þig, ferðu að taka eftir því að í Hollandi eru vindmyllur... og í Hollandi eru túlípanar. Holland getur jafnvel státað af Rembrandt.
Allir sem þú þekkir eru uppteknir við að koma og fara frá Ítalíu... og þeir eru allir að monta sig af því hversu góðar stundir þeir áttu þar. Alla ævi átt þú eftir að segja: "Já, það var þangað sem ég ætlaði að fara, það var þangað sem ég var búin að ákveða að fara."
Sársaukinn mun aldrei, aldrei hverfa, því missir draumsins sem ekki rættist er mikill.
En... ef þú eyðir allri ævinni í að syrgja að þú fórst ekki til Ítalíu nærð þú aldrei að njóta þeirra sérstöku, yndislegu hluta, sem Holland hefur upp á að bjóða.

Íslensk þýðing: Indriði Björnsson

Stal þessu frá góðum sameginlegum vini okkar hér en fannst þörf á að setja það líka hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já maður fer í vekefnin og skoðar Holland. Dóttir vinkonu minnar eignaðist barn með Downs syndrom. Þetta var mikið áfall en þessi unga kona hefur unnið kraftaverk með son sinn. hann getur þvú miður ekki talað en hann er ydislegur 12 ára strákur. Hann á núna 2 systkini og þau eru heilbrygð . Öll þrú börnin eru sérstök af mínu mati. Er ég nú farin að blogga hjá þér Sigrún mín. 

Ég veit að þú ert svona mamma, dugleg og hugsar vel um börnin þín. Ég veit að þú ert einstök.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.1.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ohh þú er alltaf svo mikil dúlla Jórunn 'Eg hef svo gott af því að hugsa stundum um að það hefði getað verið verra eins og Pollyanna. 'Eg ólst upp við þá setningu. Og Guð veit að ég mundi ekki breyta neinu við börnin mín nema að þeim gæti liðið betur en það er það sem allar mömmur og sumir pabbar dreyma um Og svo er ég virkilega búin að skoða Holland Bjó þar í þrjá mánuði áður en allt þetta var komið í ljós með krakkana Og mér fanst það yndislegt. EN ætla ekki að reyna að komast til Ítaliu hihi er hætt að framleiða börn

Sigrún Friðriksdóttir, 21.1.2007 kl. 23:20

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Takk fyrir fallegu orðin þín Guðmundur, mér fynst þú líka vera falleg manneskja, eftir að hafa lesið skrifin þín og sé hvað þú er einstakur og getur sett það í orð hvað þér þykir vænt um þína !! Það geta því miður ekki allir. Ég tel mig vita að þú sérst sjálfur að ganga í gegn um ansi erfið veikindi, og gerir það með jákvæðni og trú og örugglega góðum stuðningi þinna líka. En ég vill að þú vitir að mér þykir líka vænt um þig og vona og bið þess að þú komir heill út úr þessum raunum þínum.

Sigrún Friðriksdóttir, 21.1.2007 kl. 23:46

4 Smámynd: Ester Júlía

Vá ég táraðist við lesturinn. Fallegur samanburður sem hittir svo sannarlega í mark.  

Ester Júlía, 22.1.2007 kl. 06:17

5 Smámynd: Ólafur fannberg

góð frásögn sem hittir sannalega í mark..

Ólafur fannberg, 22.1.2007 kl. 08:36

6 Smámynd: Margrét M

þetta ætti að vera skildulesning

Margrét M, 22.1.2007 kl. 08:55

7 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Takk dúllur, ég fékk þetta að láni hjá Gunnari án þess að spurja ( kanski kallað að stela, en ég held hann skylji afhverju

Sigrún Friðriksdóttir, 22.1.2007 kl. 11:00

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er ekki mitt bréf... Þið getið fundið þetta út um allt WWW. Hér er t.d. eitt á Norsku... Smelltu hér

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.1.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband