24.1.2007 | 12:21
Neikvætt blogg á jákvæðum nótum :)
Jæja þá er bara að skella sér í nýjustu fréttir. Dóttirin búin að vera á Bup og við fengum mörg góð og gagnleg ráð með hana. Þetta er alveg rosalega flott stelpa, sem ég vissi nú alltaf (hún er nú mín) með sterkar skoðanir á hlutunum, og þarf að fá að vera meira með í ráðum þegar við erum að reyna að fá hjálp fyrir hana. Mér fynst við vera búnar að ná miklu betra sambandi okkar á milli og ekkert er eins mikils virði og það
Karlinn hann pabbi minn er enn á sjúkrahúsinu, er í fullt af rannsóknum sem enþá hafa allar komið vel út En ég verð að trúa því að hann sé í góðum höndum þó að ég geti ekki verið þarna að ráðskast og rífa kjaft ef ég er ekki sammála 'Atti rosalega gott spjall við mömmu í morgun og við drukkum kaffi hvor á sínum enda símalínunar og blöðruðum í klukkutíma hihi
En dagurinn byrjaði á því að læknirinn minn hringdi í mig og færði mér þær fréttir af MR myndatökunni minni að það væru komnir samgróningar utanum taugarótina sem brjósklosinn voru fjarlægð þrisvar sinnum í fyrra. Kom mér svo sem ekkert rosalega á óvart, þekkti verkina, en það sem verra er að það getur orðið ansi erfitt að fá einhvern til að gera eithvað í þessu. Læknirinn ætlar að senda bréf til læknisins sem skar mig síðast, þó að ég vilji ekki að hann skeri mig aftur þá á hann víst að fá þessar fréttir. Svo er ég að fara í einhverja verkjameðferð í Osló í endan á febrúar. Ef þeir henda mér ekki út með svona skaða hahahuhu. EN ég er nú ekkert á því að gefast upp, frekar en hann Guðmundur vinur minn sem er mikið veikari en ég. Ég er suma daga meira lömuð niður í vinstir fótinn en aðra daga og er að vona að það verði hægt að gera eithvað áður en ég lendi í hjólastól Bý í 360 fermetra húsi á þremur hæðum og ætla ekkert að flyja héðan. Í dag er ég sprækari en í gær, er reyndar að dröslast þetta með eina hækju ef ég er úti en gat ekki keyrt bíl í gær, í fyrradag gleymdi ég hækjuni sí og æ sem hlítur að vera gott merki.
Jæja þá er ég aldeilis búin að tæma mig í dag, vona að þið hafið það öll sem best og að við reynum öll að njóta dagsins sem best.
Kær kveðja Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku Sigrún!
Knnnnnnnnnnnnnnúúúúúúúúúúúúúússssssssssssssssssssssss
Sendi þér alla mína orku
Klem
Kolla, 24.1.2007 kl. 12:52
Takk dúlla
Sigrún Friðriksdóttir, 24.1.2007 kl. 12:57
segi bara knússssss í þetta skiptið
Ólafur fannberg, 24.1.2007 kl. 12:57
Alltaf gott að fá knús frá þér Óli minn
Sigrún Friðriksdóttir, 24.1.2007 kl. 13:07
Risa knús frá englinum þínum í hafnafirði og þú færð alla góða strauma héna og flugvel fulla af bænum og góðum bata , elska þig svo mikið að það hefði ekki verið hægt að ferðast með það á hjóli hihi knús klemm love
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 24.1.2007 kl. 13:13
gott með dóttirina ,allatf gott að ná góðu sambandi við ungana ...en ég held að þér sjálfri veiti ekki af eins mögum knúsum og hægt er ,til að afbera verkina sem fylgja þessum bakverkjum,og að vera ekki nær foreldrum þínum þegar eitthvað bjátar á ,,svo OFURKNÚS (grænn er góður)til þín
Margrét M, 24.1.2007 kl. 13:14
humm ,hvert fór gæni liturinn
Margrét M, 24.1.2007 kl. 13:15
Þið eruð bara yndisleg Og fáið stóran karl frá mér fullan af bjartsýni
Sigrún Friðriksdóttir, 24.1.2007 kl. 15:29
Dúllan mín... þú ert svo dugleg
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 24.1.2007 kl. 15:34
Dúllan mín... þú ert svo dugleg
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 24.1.2007 kl. 15:34
Við erum öll dugleg, ekki síst þú og ég hihih. EN ég held að ef við munum að við erum að reyna okkar besta, þá getum við verið nokkuð sátt, þó að það sé alltaf eitthvað sem við viljum stjórna meira
Sigrún Friðriksdóttir, 24.1.2007 kl. 15:41
Æ elsku dúllan mín Sigrún. Ég var allveg eyðilögð að lesa þetta um gróningana í taugaendunum. En hvað þú ert dugleg og jákvæð. Þannig hefst þetta líka. Gaman að lesa um hana dóttur þína að þið náið vel saman. Það er svo mikilvægt.Sendi þér góðar hugsanir. Og gott að þið mamma þín gátuð talað með kaffibollana sínhvorum megin línunar. 'Oska pabba þínum góðs bata.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.1.2007 kl. 16:24
Ég vill líka senda þér stórt knús
Þú þarft alls ekki að afsaka það að þér líði illa. Það er ekki til mælistika á því að líða illa. Það er alltaf einhver sem hefur það verra. Ég sendi hrúgu af góðum hugsunum til þín um góðan bata...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.1.2007 kl. 18:53
Knús og hlýjar hugsanir sendar til þín með Norwegian strax með næsta flugi..Góðann bata elsku Sigrún mín..
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 19:24
Jórunn Gunni og Maggy, þið eruð bara æðisleg og það hlýjar hjartað að fá svona kveðjur frá ykkur
Sigrún Friðriksdóttir, 24.1.2007 kl. 21:37
Sendi hlíja strauma til þín og dótturinnar
Solla Guðjóns, 24.1.2007 kl. 22:08
Takk fyrir það Ollasak
Sigrún Friðriksdóttir, 24.1.2007 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.