31.1.2007 | 08:24
Er skömminni skárri !!
Jæja þá er ég orðinn skömminni skárri, var hjá lækninum mínum í dag og var hann ekkert of bjartsýnn á að það væri neitt hægt að laga þetta. Þetta er trúlega komið til að vera og ég þarf bara að læra að lifa með þessu. Eins og doksi sagði er búið að gera þrjár aðgerðir á bakinu á mér og ég er en á sama stað og áður. En ef ég fyndi lækni sem væri tilbúin að skrifa uppá að ég yrði ÖRUGGLEGA(garanty) betri þá gæti ég íhugað málið. 'Eg er innst inni sammála honum, bara svo ósátt við að vera 38 ára og orðin svona líkamlega heft Ekki bætir úr að Ruud maðurinn minn fór í mjög stóra bakaðgerð fyrir 1 og hálfu ári og er orðin verri núna en fyrir aðgerð. Og þetta er maður sem aldrei kvartar og er alltaf að gera eithvað, getur ekki setið kjur, en er búin að vera fastur rúmliggjandi í nokkra daga núna. Ég ræddi um hann líka við læknirinn okkar og hann er allur að vilja gerður að hjálpa en við verðum að bíða til 7 febrúar til að fá MR af honum þ.e.a.s ef hann kemst inn í bíl og ég verð það góð að ég geti notað vinstri fótin og keyrt beinskipta bílinn okkar. Andskotans vælublogg er þetta. Það var ekki meininginn , ég þurfti bara að þrusa þessu út úr mér og er ekkert að leita að samúð eða vorkun, við komumst í gegn um þetta, höfum komist í gegn um miklu verri hluti !!!!! Það gengur miklu betur með stelpuna í skólanum og strákurinn stendur sig eins og hetja. Þau eru bæði alveg rosalega dugleg að hjálpa til hér heima. Strákurinn ryksugar kjallarann og ber inn við og stelpan ryksugar hinar tvær hæðirnar og ég þarf ekkert að suða í þeim Flottustu börn í heimi !!! Ég neita að borga börnum fyrir að vinna heima hjá sér en gef þeim stundum ef ég get og vill smá pening og segi þeim að þetta sé bara smá þakklætisvottur. Ég er á móti því að börn séu áskrifendur af einhverjum peningum heima, bara af því að þau taki til í herberginu sínu. Mér fynst eins og allir krakkar í dag þurfi að fá borgað fyrir allt sem þau gera og fái þá ekki að upplifa gleðina af því að gera einhverjum góðverk. Allir verða að fá vikupening af því að hinir fá það. Ekki á mínu heimili, í gær setti ég smá aur inn á símana hjá þeim og þau voru hæst ánægð með það. Mín börn líða engan skort og tel ég þetta vera eitt af þeim atriðum við eigum að kenna börnunum okkar með uppeldi. Stóri strákurinn minn er í fjölbrautarskóla og fær af Norska ríkinu tæpar 3000 kr fyrir hverja önn og hann ræður hvað hann gerir við þann pening en ég er búin að segja honum að hann þarf að kaupa sér skólabækur og ég ætla ekki að vera að splæsa pizzu í hvert skypti sem hann spilar Lan með fleiri strákum. Þetta er líka partur af uppeldi fynst mér, hann þarf að læra að fara með peninga, deila þeim niður á mánuði eða lifa við að það er allt tómt í veskinu
En svo er aftur annað mál, ég þarf trúlega að fá mér hreingernigarkonu tvisvar í mánuði, og þá get ég boðið þeim þá vinnu ef þau vilja fyrir sama pening. EN það þýðir að ryksuga þrjár hæðir, skúra, þurka af og þrífa tvö klósett Spurning hvort þau vilji það Nú annars augýsi ég bara eftir einhverjum sem getur gert þetta fyrir mig, því ,mér fynst þetta svolítið vera mín og mannsins míns verkefni og ekki eithvað sem ég ætla að láta krakkana gera eftir skóla og heimanám án þess að fá laun. Ég er ekkert að tala á móti sjálfri mér hér. Mér fynst eitt að vera partur af fjölskyldu og hafa sýnar skildur og annað að sjá um annara manna skyldur.
Vá þetta er orðið heljar blogg, hætt í vælinu og farin í uppeldið haha
Love U all Sigrún.
P.s spurnign hvað við hjónin erum að gera vitlaust þegar bakið fer svona í okkur báðum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:45 | Facebook
Athugasemdir
Ég er svo innilega sammála þér varðandi uppeldið, það á ekki að ala börn upp við að þau fái greitt fyrir það sem þau gera heima þó svo að sumir aðrir fái það, mér finst þetta mjög rétt af þér og það er líka rétt af þér að bjóða þeim taka að sér að þrífa heima ,þau hafa þá val um hvort að þau vilji gera það eða ekki ( get ýmindað mér að þau vilji ) en það er gott að geta skrifað um erfiðleikana hér ,þar samt ekki að vera vælublogg, þetta er ekki vælublogg hjá þér, bara góð lýsing á ykkar ástandi, held reindar að þetta sé væg lýsing á því hvernig þetta er í raun, minn fyrrverandi var að berjast við að komst á lappir í nokkur ár . ég var meðal annars heima í eitt ár til að hjálpa honum hann komst ekki fram úr rúmi sjálfur . þannig að ríkið greiddi mér fyrir að vera heima ... en til að auka ykkar bjartsýni þá er hann allur annar í dag ,, var það allavega og er í einhverri vinnu í dag .. þannig að þetta gertu kanski lagast eitthvað,en það er erfitt að vera bjartsýnn þegar svona er ...
stórt knús til þín Sigrún mín
Margrét M, 31.1.2007 kl. 08:57
það er vont að drepast i bakinu veit það hef prófað....vá þetta er heil ritgerð hjá þér hahaha Ryksuga 3 hæðir...hugsa málið.....Farðu vel með þig skipun......kveðja úr undirdjúpunum
Ólafur fannberg, 31.1.2007 kl. 08:57
Takk dúllurnar mínar
Sigrún Friðriksdóttir, 31.1.2007 kl. 09:10
Elsku Sigrún það er ekki gott að heyra. Ég er alveg sammála þér með að gefa börnum pening, hef reynt þetta sjálf, þau taka þessu sem sjálfsögðum hlut.
En ein spurning, hefurðu ekki rétt á að kommunen borgar fyrir hreingerningarkonu?
God bedring
Klemz og kos
Kolla, 31.1.2007 kl. 11:00
Vá veistu að é held að við séum systur hihi eftir allt saman . Er svo samála þér með þetta allt að það er eins og talað út úr mínum munni eða skrifað með mínum putum hihi eða eithvað . Ég veit ekki með bakið en vona að það fari að koma einhver lækning í þaug . Elska ykkur meira en 3 hæðir Heiða systir og Victoría Rut
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 31.1.2007 kl. 13:56
Æi mér fanst þetta hálgerður væll og aumingjaskapur þegar ég fór að lesa yfir þetta. En lét það flakka, og Guðmundur p.sið var tilboð á skot
Og Klobrún ég held ég hafi rétt á heimahjálp en þarf að borga tímalaun og það eru þau sem ég var að hugsa um að bjóða krökkunum 300kr skiftið
En takk fyrir stuðninginn dúllurnar mínar
Sigrún Friðriksdóttir, 31.1.2007 kl. 13:56
hahaha þú hefur verið að skrifa akkurat þegar ég senti Heiða mín Og ég held bara að við verðum að sættas á það eftir alltsaman að við séum systur hihihiOg ég elska þig allavega 4 hæðir eða eins og ég segi oktast við þig meira mest dúllan mín
Sigrún Friðriksdóttir, 31.1.2007 kl. 13:59
Sigrún mín. Ég var á þínum aldri þegar ég hélt að ég væri búin vegna baksins. Ég komst ekki úr rúmmi vegna kvalakasta og það kom fyriað læknirinnn svæfði mig. Spengingu hef ég aldrei viljað. Ég ætla ekki að segja að þetta sé eitthvað sambærilegt hjá okkur. Það dettur mér ekki í hug. En mamma var oft vitur og sagði að oft væri heilsa mans verst á þessum aldri. Ég hef getað styrkt mig en oft hef ég líka fengið köst t.d. þegar ég var einu sinni í belín og ætalði að hjóta fsrísins gat ég ekki hreyt mig. Auk þessa þjáðist ég af taugaverkjum í kinn í 10 ár og lærði að lifa með þí . Það hvarf en því miður finn ég þetta stundum enn. Ég ætalði bara að segja að lífsviljinn og viljinn til að vera ánægður hjálpa okkur. Ekki halda að ég sé að væla og kanski ert þú bara mikið þjáðari en ég. En þetta með börnin. Méf finnst þetta gott hjá þér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.1.2007 kl. 14:24
Vá! hvað allir skrifa mikið... það er búið að nota öll orð sem ég gat hugsað mér að nota... Ég er sammála öllum athugasemdum við þessa færslu.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.1.2007 kl. 17:47
Elsku stelpan mín, algjör hetja! Ég ætti kanski að fá uppeldisuppskrift Stelpurnar fá 50kr annanhvern föstudag, og það inniber að þær eiga að halda herbergjunum sínum ok og taka út/setja í uppþvottavéina og það gengur jammen ekki snuðrulaust!
Við verðum í bandi L U !
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 31.1.2007 kl. 17:54
Ég get ekki að því gert að ég fer alltaf að hlægja þegar ég les þar sem þú segir: ´... þ.e.a.s ef hann kemst inn í bíl og ég verð það góð að ég geti notað vinstri fótin og keyrt beinskipta bílinn okkar.´ Hahahaha þetta er ægilegt ástand maður! Sumir segja að húmor byggi á undirliggjandi sorg. Það má vel vera. Mér finnst þú nú bara bera þig mjög vel, og að það sé ótrúlegur kraftur í þér. Mér sjálfri finnst alltaf gott að hugsa um fólk sem þarf að mála eða pikka með munninum ef mér er eitthvað illt einhversstaðar. Og að hugsa um það sem maður GETUR gert en ekki það sem maður getur EKKI gert. Það er yfirleitt alveg hellingur. Mér líst líka mjög vel á þetta uppeldi hjá þér :)
gerður rósa gunnarsdóttir, 31.1.2007 kl. 20:05
Ohhh hvð þið eruð öll miklar dúllur Já ég ætla sko að halda í vonina og ekki gefast neitt upp.
En varðandi krakkana hefur mér alltaf fundist mikilvægt að þau viti gyldi peninga þ.e.a.s að þeir vaxi ekki í veskinu hjá mömmu. Krakkarnir mínir hafa sjálf fjárfest í sínum hjólum, sjónvörpum, cd spilurum með að spara afmælispeninga og svoleiðis, og ég held að kanski læri þau að bera smá virðingu fyrir hlutunum sínum, ég sé allavega að það sem þau hafa keypt sjálf endist betur og lengur og er betur farið en það sem ég eða aðrir hafa gefið þeim.
Sigrún Friðriksdóttir, 31.1.2007 kl. 21:32
Góð uppelsisstefna.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.1.2007 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.