11.2.2007 | 20:14
Crazy !!!!
ÆÆii ég á svo flotta fjölskyldu, börn og vini Í dag er mæðradagur í Noregi, voðalega huggulegt, óska mömmum um allan heim til hamingju með daginn 'Eg er búin að fá Túlípana, hálsmen, tréskál og valdi mér svo eina geggjaða Buddah mynd Annars er helgin bara búin að vera róleg og góð, hlátrarsköll af efrihæðinni alla helgina og dóttirninn búin að vinna sinn fyrsta dag sem heimislihjálp og stóð sig mjög vel. Og er svo búin að fá útborgað á nýja kortið sitt
Skellti inn þessari mynd sem ég fékk í email og fanst bara PASSA við mig
Takk fyrir öll frábæru kommentinn frá ykkur dúllurnar mínar. Það er ótrúlegt hvað það hjálpar þegar manni líður illa og ekkert virkar að lesa eithvað jákvætt og gott frá ykkur
´Eg vona að þið hafið það öll sem best kæru vinir og fjölskylda. Og mamma þú ert besta mamma í heimi, takk fyrir að vera mamman mín
Kær kveðja Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 12.2.2007 kl. 14:21 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með daginn Sigrún mín. Ó hvað það er gott að það hljóma hlatrasköll uppi hjá þér og að dótturinni gekk vel sem heimilshjálp. Þetta hljómar svo ákvætt. Knús og klemm. Láttu þér líða vel.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.2.2007 kl. 20:19
Til hamingju með daginn
Knús og klemz
Kolla, 11.2.2007 kl. 20:28
Takk fyrir hamingjuóskirnar og góða ferð Guðmundur minn, reyndi að senda þér komment en það var búið að loka fyrir Svo ég geri það bara hér Njótu nú vel !!!!
Sigrún Friðriksdóttir, 11.2.2007 kl. 22:15
Halló crazy-kona....Þú mátt vera stolt og ánægð með dóttur þína,þetta er góð leið til að efla hana.Hef lesið það svona á milli línana að hún sé mjög góð að upplagi.
Bestu kveðjur til ykkar.
Solla Guðjóns, 11.2.2007 kl. 22:39
Það er alltaf gaman að fá kompliment frá börnunum sínum og ég er alveg klár á því að dóttir þín er jafnheppin að eiga þig fyrir mömmu og þú hana sem dóttur Vona að bakið sé betra hjá þér en ég var að heyra það í gær að það væri einhver bak"virus" að ganga hér.. hljómar kanski ótrúlega en miðað við fólkið í kringum mig og sem eru að koma til mín, þá er furðulegt að allir eru að kvarta undan því sama..spúgí...Knús til þín og þinna
Agný, 12.2.2007 kl. 01:12
til hamingju með mæðradaginn í gær ... skil ekki af hverju þetta er ekki á sama degi á Ísl.
Margrét M, 12.2.2007 kl. 08:40
til hamingju með norska mæðradaginn
Ólafur fannberg, 12.2.2007 kl. 08:45
Það er ekkert smá hvað ég hef misst af miklu. Ég er búinn að vera hérna í smá tíma og blogg kafa. Ég er gestur númer 5317
Kveðja og knús
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.2.2007 kl. 16:52
Snúllan mín; til hamingju með mæðradaginn. Mér finnst þú alveg HRIIIIKAlega dugleg í þessu öllu saman. Ég dáist hreinlega að þér!
gerður rósa gunnarsdóttir, 13.2.2007 kl. 19:33
Í alvöru!
gerður rósa gunnarsdóttir, 13.2.2007 kl. 19:34
OOhh takk Zoa
Sigrún Friðriksdóttir, 13.2.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.