Valentínusardagur.

Hjerte Allir sem þekkja mig vita að allt sem amerískt er fer í taugarnar á mér. En með árunum hef ég þó tekið upp það sið að gefa manninum mínum eithvað á Valentínusardaginn, eða dag elskendana. Ástæðan fyrir því að í öllu dagsins amstri gleymum við bæði tvö alltof oft eins og svo mörg önnur pör að hlúa að okkur. Bara okkur tveimur. Auðvitað gætum við búið okkur til eiginn dag , en ég er ansi hrædd um að hann mundi gleymast líka, ég gleymdi brúðkaupsafmælinu okkar í fyrra þangað til ég fékk hamingjuóskir á sms Blush Svo þó að dagurinn sé upprunalega frá USA hef ég og ætla að halda áfram að nota hann til að gera eða gefa manninum mínum eithvað sem er sérstaklega ætlað okkur sem pari, elskendum og hjónum InLove Plús að ég fæ alltof sjaldan blóm og ég fékk þennan líka fallega rauðan rósavönd þegar ég vaknaði (uppáhalds blómin mín)

 

Á þessum nótum ætla ég að óska ykkur til hamingju með elskurnar ykkar HeartKærar kveðjur Sigrún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

til hamingju með daginn ..ferlega sætt að fá blóm í mörgunsárið ... við hjónin höfum ekki gert neitt sérstakt á þessum  degi við notum bóndadaginn og konudaginn .svo er að koma að  fyrsta brúðkaupsafmælisdeginum okkar

Margrét M, 14.2.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Valentínusardaginn er hátíð verslana nákvæmlega eins og jólin, páskarnir osf... En flott hjá ykkur að gera eitthvað fallegt úr þessum degi...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.2.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Það er nefnilega málið Gunni að nota tækifærinn þegar þau gefast en ekki láta einhvern ákveða fyrir þig. Fyrir okkur er mjög mikilvægt að hlúa að ástinni, gera eithvað fyrir hvort annað og gefa sér tíma í að vera kærustupar, sama hve lengi maður hefur verið giftur, kanski enþá frekar ef maður hefur verið giftur lengi. Við höfum bara verið gift i átta og hálft ár en þau hafa verið mín hamingjusömustu og jafnframt erftiðustu ár fullorðinsár. EN ekki halda að hann hafi bara gefið mér blóm, ég keypti GÓÐA bók handa honum líka Og stundum hef ég eldað sérstakan mat eða gert eithvað annað sem ég veit að honum líkar og ég hef ekki gefið mér tíma til að gera.

Knús knús. 

Sigrún Friðriksdóttir, 14.2.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Eigiði rómó dag.alltaf gaman að sýna í orðum og gerðum,galsa og gleði,væntumþyjuna og virðinguna fyrir hvort öðru.

Solla Guðjóns, 14.2.2007 kl. 18:49

5 Smámynd: Kolla

Það er gott að hafa einn dag á ári þar sem maður hefur þá hefð að gera eitthvað sérstakt með þeim sem maður elskar.

Happy valentine

Kolla, 14.2.2007 kl. 20:36

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég geri sjálf ekkert sérstakt á þessum degi en ég hef samt óskað bloggvinum til hamingju með daginn. Það er fallegt að þig gerið eitthvað hvort fyrir annað. Annars er þessi amesíski siður upprunninn í Evrópu. Líklega hafa ítaskir ameríkanar byrjað hann. 

Hafðu það bara gott krúsídúllan mín og líði ykkur báðum vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.2.2007 kl. 22:43

7 Smámynd: Ester Júlía

Til hamingju með daginn Sigrún mín.   Ég er farin að nota hvert tækifæri til að gleðja manninn minn enda mætir hann þvílíkt afgangi þessa dagana ( og mánuði)!  Keypti handa honum körfu með te, súkkulaði, hunangi, og stóra blöðru með ástarjátningum.  .  Ég verð að koma því svona til skila að mér er ekki sama um hann þótt ég sjáist sjaldan heima .  Mér finnst sniðugt að nota þennan dag til að gleðja sína heittelskuðu, dagarnir eru ekki allt of margir þar sem fólk gefur sér tíma til að gera eitthvað fyrir sína nánustu.  Þótt þessi dagur sé frá ameríku kominn 

Ester Júlía, 14.2.2007 kl. 22:57

8 Smámynd: Ester Júlía

æ ýtti óvart á senda of fljótt..  ofsalega var maðurinn þinn sætur að gefa þér blómvöndin, já og þið sæt við hvort annað.  Knús

Ester Júlía, 14.2.2007 kl. 22:58

9 Smámynd: Ólafur fannberg

til hamingju með daginn þó svo hann sé ameriskur

Ólafur fannberg, 14.2.2007 kl. 23:30

10 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Takk fyrir Ollasak, Kolbrun, Jórunn og Ester. Þetta var allt voða huggulega og dúllulega sagt   'I ideal heimi þyrftum við kannski ekkert til að láta minna okkur á hvort annað, við væru stráð rósablöðum og víni alla daga En hjá okkur eins og svo mörgum öðrum þá fara dagarnir okkar mest í krakkana og ef það er afgangur kanski í heilsuna. Við höfum engan bóndadag hér en pabba dag og hann er eins og mömmudagurinn meira ætlaður sem þakklæti frá börnum til foreldrana.

P.S ég leit allt öðruvísi á þetta þegar ég var nýgift og bjó á Íslandi, en sem betur fer er í boði að skifta um skoðun

Sigrún Friðriksdóttir, 14.2.2007 kl. 23:38

11 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

OOhhh líka takk til þín Fannberg minn ég sá þig ekki púkinn þinn

Knús og klem 

Sigrún Friðriksdóttir, 15.2.2007 kl. 00:11

12 Smámynd: Bragi Einarsson

ég óska þér til hamingju með daginn, þ.e. brúðkaupsdaginn, en jafnframt óska ég ykkur konum til hamingju með konudaginn á sunnudaginn kemur. Þessi Valetínusardagur þykir mér ekki vera sniðugt fyrirbæri, nema ef ég væri gjafa-blóma-skartgripa-konfektkassa-gjafavörukall, sem ég er ekki. Ég tók þá ákvörðun fyrir allmörgum árum að venja mig við það að vera góður við konuna, svo að ég þarf ekki einhvern einn dag á ári til að minna mig á það!

Bragi Einarsson, 15.2.2007 kl. 08:38

13 Smámynd: Eva Sigurrós Maríudóttir

Ég mundi ekki að það væri Valentínusardagur fyrr en eldri gaurinn kom úr skólanum og sagði mér frá því.

Fékk engin blóm í tilefni dagsin en mér er alveg sama því ég fékk rósir um síðustu helgi frá kallinum. :)

Gott að þið notið þennann dag því það er sko alveg satt að maður gleymir oft að hlúa að sambandinu.

Rauðar rósir eru líka mitt uppáhald :)

Eva Sigurrós Maríudóttir, 15.2.2007 kl. 10:34

14 Smámynd: Solla Guðjóns

innlit

Solla Guðjóns, 15.2.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband